1955
Útlit
(Endurbeint frá Desember 1955)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1955 (MCMLV í rómverskum tölum)
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- 17. júní - Almenna bókafélagið var stofnað.
- desember - Akureyrarflugvöllur var tekinn í notkun.
- Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum.
- Skipuð var nefnd þingmanna á Íslandi til að rannsaka okurlánaviðskipti.
- Verslunarmiðstöðin Vesturver opnaði í Aðalstræti, Reykjavík.
- Kvennahljómsveitin Öskubuskur var stofnuð.
- Tóvinnuskólinn á Svalbarði var lagður niður.
- Grænmetisverzlun ríkisins var lögð niður.
- Fyrsta opinbera íbúðalánið var veitt af Húsnæðismálastofnun. [1]
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 5. maí - Pétur Þorsteinsson, nýyrðaskáld, æskulýðsfulltrúi og prestur Óháða safnaðarins.
- 6. júlí - Sigurður Sigurjónsson, leikari.
- 17. júlí - Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari.
- 4. ágúst - Steingrímur J. Sigfússon, stjórnmálamaður.
- 8. ágúst - Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona.
- 31. október - Guðmundur Árni Stefánsson, stjórnmálamaður.
- 24. nóvember - Einar Kárason, rithöfundur og ljóðskáld.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 27. febrúar - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1955 hófst.
- 5. mars - Elvis Presley kom fyrst fram í sjónvarpi.
- 6. apríl - Anthony Eden varð forsætisráðherra Bretlands eftir að Winston Churchill sagði af sér embættinu vegna heilsubrests.
- 18.-24. apríl - Bandung-ráðstefnan um málefni Afríku og Asíu fór fram. Samtök hlutlausra ríkja voru stofnuð í kjölfarið.
- 5. maí - Vestur-Þýskaland varð sjálfstætt ríki.
- 14. maí - Varsjárbandalagið stofnað í Varsjá í Póllandi. Stofnríki eru: Sovétríkin, Pólland, Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría og Albanía.
- 22. júní - Hefðarfrúin og umrenningurinn, teikimynd Disney kom út.
- 13. júlí - Síðasta aftakan á konu fór fram í Bretlandi.
- 18. júlí - Leiðtogafundurinn í Genf: Leiðtogar Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Bretlands og Frakklands funduðu.
- 19. - 21. september - Juan Perón, forseta Argentínu, var steypt af stóli í valdaráni hersins.
- 30. september - Leikarinn James Dean lést í bílslysi.
- 26. október - Síðustu hermenn bandamanna frá seinna stríði yfirgáfu Austurríki sem lýsti yfir hlutleysi í alþjóðamálum.
- 1. desember - Rosa Parks neitaði að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni í Bandaríkjunum og er í kjölfarið handtekin.
- Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan var stofnaður.
- Meistaradeild Evrópu og Borgakeppni Evrópu í knattspyrnu voru stofnaðar.
- Heimsmetabók Guinness kom fyrst út.
- Sértrúarsöfnuðurinn Peoples Temple var stofnaður.
- Norska barnabókin Kardemommubærinn kom út.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 28. janúar - Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 11. mars - Alexander Fleming, skoskur líf- og lyfjafræðingur (f. 1881).
- 18. apríl - Albert Einstein, þýskur eðlisfræðingur (f. 1879).
- 30. september - James Dean, bandarískur leikari (f. 1931).
- 6. október - Jean Doisy, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1900).
- Eðlisfræði - Willis Eugene Lamb, Polykarp Kusch
- Efnafræði - Vincent du Vigneaud
- Læknisfræði - Axel Hugo Theodor Theorell
- Bókmenntir - Halldór Kiljan Laxness
- Friðarverðlaun - Ekki veitt þetta árið.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ lánið veitt[óvirkur tengill] Mbl.is sótt 24/11 2023