Einar Kárason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einar Kárason (2010)
Einar Kárason (2011)

Einar Kárason (f. 24. nóvember 1955) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld. Hann byrjaði á því að birta ljóð í tímaritum undir lok áttunda áratugarins, en fyrsta skáldsagan hans, Þetta eru asnar Guðjón, kom út árið 1981. Árið 1983 sló hann svo eftirminnilega í gegn með skáldsögunni Þar sem djöflaeyjan rís sem varð fyrsta bókin í þríleik um líf alþýðufjölskyldu í Reykjavík á eftirstríðsárunum. Eftir Djöflaeyjunni hefur verið gert vinsælt leikrit og samnefnd kvikmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson (1996).

Einar fylgdi velgengni „eyjabókanna“ eftir með fjölskyldusögu úr samtímanum um Killiansfólkið, Heimskra manna ráð og Kvikasilfur. Árið 1998 kom út Norðurljós, söguleg skáldsaga sem gerist á 18. öld, og frá 2001 hafa komið út eftir hann fjórar sögulegar skáldsögur sem allar snúast um atburði Sturlungaaldar, Óvinafagnaður, Ofsi, Skáld og Skálmöld.

Einar hefur hlotið ýmis verðlaun og tilnefningar fyrir skrif sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin 2008. Þá hefur hann fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs (1987, 1996, 2005 og 2010).

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

Ævisögur og endurminningar[breyta | breyta frumkóða]

  • 2002 - Þangað sem vindurinn blæs (saga KK)
  • 2010 - Mér er skemmt

Barnabækur[breyta | breyta frumkóða]

  • 1993 - Didda Dojojong og Dúi Dúgnaskítur
  • 1995 - Sagan af Gretti sterka
  • 1999 - Litla systir og dvergarnir sjö

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Gallerí[breyta | breyta frumkóða]

Einar á uplestrarferð í Árósum