Fara í innihald

Heimsmetabók Guinness

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heimsmetabók Guinness
LandBretland
Tungumál37
ÚtgefandiJim Pattinson Group
Útgáfudagur
1955–í dag

Heimsmetabók Guinness (e. Guinness World Records) er uppsláttarrit um heimsmet sem er gefið út árlega. Í því má finna met sem eru sett af afrekum fólks og af umhverfinu. Bókin var stofnuð af bræðrunum Norris og Ross McWhirter í London árið 1955. Hún var upphaflega gefin út í Bretlandi, svo alþjóðlega árið eftir. Síðan þá hefur hún verið seld í 100 löndum og þýdd á yfir 35 tungumál. Gagnagrunnurinn fyrir bókina inniheldur yfir 50.000 met. Hún var fyrst gefin út á íslensku árið 1977 og var ritstýrð af Örnólfi Thorlacius.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Metabók Guinness í fyrsta sinn á íslensku“. Þjóðviljinn. 13. ágúst 1977. bls. 16.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.