Öskubuskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Öskubuskur voru kvennahljómsveit (söngsveit) sem var stofnuð af fimm nemendum í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík árið 1945. Fáum árum síðar voru aðeins Margrét Björnsdóttir og Sigrún Jónsdóttir eftir. Þær gáfu út fjórar 78-snúninga plötur hjá útgáfunni Tónika árið 1954. Þekktustu lög þeirra af þessum plötum eru „Seztu hérna hjá mér ástin mín“ (Lydia K. Liliuokalani/Jón frá Ljárskógum) og „Bimbó“ (Rodney Morris/Guðmundur Sigurðsson).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Bjarni Bragi Jónsson, „Minningargrein: Margrét Björnsdóttir“, Morgunblaðið, 11. júní 1993 (mbl.is).
  • Jónatan Garðarsson (12. desember 2009). „Ragnar Bjarnason, meistari dægurlagasöngsins“. Heimur - Útgáfufyrirtækið.