Fara í innihald

Bæjarstjórnarkosningar á Akureyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kosningar til bæjarstjórnar á Akureyri hafa verið haldnar reglulega frá því að bærinn endurheimti kaupstaðarréttindi sín 29. ágúst 1862. Fyrst var kosið 31. mars 1863.

Kjörnir bæjarfulltrúar
Ari Sæmundsson (9 atkv.)
Edvald Eilert Möller (12 atkv.)
Jón Finsen (11 atkv.)
Jón Chr. Stephánsson (11. atkv.)
Jóhannes Halldórsson (9 atkv.)

Kosið var 31. mars. Kosningarétt höfðu allir heiðarlegir menn sem stóðu á eigin fótum, voru orðnir hálfþrítugir, uppfylltu viss búsetuskilyrði og greiddu tiltekna lágmarksupphæð í útsvar. 25 bæjarbúar uppfylltu þessi skilyrði en aðeins 12 greiddu atkvæði. Þar á meðal var ein kona, „madame“ Vilhelmína Lever. Hún varð þannig fyrsta konan á Íslandi til að taka þátt í opinberum kosningum vegna þess að konur fengu í raun ekki takmarkaðan kosningarétt fyrr en 1882. Kosningaþátttaka Vilhelmínu skrifast mögulega á túlkun kjörstjórnar á orðinu „maður“ og merkingarmun á milli dönsku og íslensku að þessu leyti. Í tilskipun frá 29. ágúst 1862 varðandi kosningaréttinn er talað um: „alle fuldmyndige Mænd“. Væntanlega hafa Danirnir þó átt við karlmenn eingöngu. Það er heldur ekki ljóst hvort að sýslumaður setti Vilhelmínu ótilneyddur á kjörskrá eða hvort að hún sótti það sjálf með kæru.

Einnig voru þessar fyrstu bæjarstjórnarkosningar merkilegar fyrir það að verslunarstjórinn Edvald Eilert Möller sem hafði fengið öll greidd atkvæði í kosningunum neitaði í fyrstu að taka sæti í bæjarstjórn. Þetta gerði hann á þeirri forsendu að hann hefði hvorki kosningarétt né kjörgengi samkvæmt kaupstaðarreglugerðinni fyrir Akureyri sem meinaði hjúum að kjósa og vera í kjöri. Kjörstjórn skar þó úr um það að staða hans sem faktors (þ.e. verslunarstjóra) væri ekki sambærileg stöðu venjulegra vinnuhjúa. Eilert gaf sig þó ekki fyrr en úrskurður sama efnis kom frá Pétri Havstein amtmanni sem þá var staddur í Kaupmannahöfn. Í september hittist nýkjörin bæjarstjórn öll á fundi í fyrsta skipti og í október gekk aðskilnaður Akureyrar frá Hrafnagilshreppi formlega í gegn.[1][2]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Erlingur Friðjónsson
B Böðvar J. Bjarkan
B Ingimar Eydal
B Sveinn Sigurjónsson
B Halldór Einarsson
B Þorsteinn Þorsteinsson
C Otto Tulinius
C Ragnar Ólafsson
C Sigurður Ein. Hlíðar
C Júlíus Havsteen
C Sigurður Bjarnason
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A-listi (klofningur úr Verkam.fél) 28 0
B-listi (Verkamenn og kaupfélagsm.) 416 6
C-listi (Kaupmannalistinn) 326 5
Ógildir 28
Alls 798 100,00 11

Þann 28. janúar var ellefu manna bæjarstjórn kosin í samræmi við ný lög.[3]


Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Hallgrímur Jónsson
A Ingimar Eydal
B Halldóra Bjarnadóttir
D O.C. Thorarensen
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A-listi (Verkamannafélagið) 190 2
B-listi (kvennalisti) 161 1
C-listi (Kaupmanna- og Skipstjórafélagið) 179 1
Ógildir 20
Alls 550 100,00 4

Kosið var 13. janúar og voru valdir með hlutkesti fjórir fulltrúar sem kjósa skyldi um: (Ingimar Eydal, Júlíus Havsteen, Otto Tulinius og Sigurður Bjarnason). Skyldi kjörtímabil nýju fulltrúanna vera sex ár. Sérstakur kvennalisti bauð fram og náði fulltrúa. Kjörsókn var döpur, um helmingur kosningabærra manna mætti á kjörstað en brunagaddur var í bænum þennan dag.[4][5]


Samhliða þessum kosningum var ákveðið að kjósa nýjan bæjarfulltrúa til tveggja ára til að leysa af hólmi Böðvar Bjarkan, sem hugðist flytja frá Akureyri. Tveir listar komu fram og var sami maður á þeim báðum og taldist sjálfkjörinn.

Listi Kjörinn bæjarfulltrúi
Jakob Karlsson



Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Erlingur Friðjónsson
B Sveinn Sigurjónsson
D Steingrímur Jónsson
D Óskar Sigurgeirsson
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A-listi (Verkamannafélagið) 195 1
B-listi (klofningur úr Verkam.fél.) 166 1
C-listi (kvennalisti) 68 0
D-listi (Borgaraflokkurinn) 298 2
E-listi (óháðir og samvinnumenn) 72 0
Ógildir 83
Alls 882 100,00 4

Kosið var 3. janúar og voru valdir með hlutkesti fjórir fulltrúar sem kjósa skyldi um . (Erlingur Friðjónsson, Jakob Karlsson, Halldór Einarsson og Sveinn Sigurjónsson). Skyldi kjörtímabil nýju fulltrúanna vera sex ár.[6][7]


Samhliða þessum kosningum voru kjörnir tveir bæjarfulltrúar til fjögurra ára, til að leysa af hólmi fulltrúa sem flutt höfðu úr bænum (O.C. Thorarensen eldri og Halldóra Bjarnadóttir). Þar öttu tveir listar kappi: jafnaðarmenn og borgaralegu öflin.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Jakob Karlsson
B Kristján Árnason
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A-listi (Verkamannafélagið) 215 0
B-listi (Borgaraflokkurinn) 572 2
Ógildir 95
Alls 882 100,00 2


Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Halldór Friðjónsson
C Sigurður Ein. Hlíðar
C Ragnar Ólafsson
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A-listi (óháðir) 233 0
B-listi (fulltrúaráð verkalýðsfélaganna) 306 1
C-listi (kaupmenn og borgarar) 516 2
Alls 1.055 100,00 3

Kosið var 7. janúar um sæti þriggja bæjarfulltrúa (Ragnars Ólafssonar, Sigurðar Ein. Hlíðar og Þorsteins Þorsteinssonar) og skyldi kjörtímabil nýju fulltrúanna vera sex ár.[8]



Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Jafn. Steinþór Guðmundsson
Jafn. Elísabet Eiríksdóttir
Sam. Ingimar Eydal
Íh. Hallgrímur Davíðsson
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
Listi jafnaðarmanna 416 2
Listi samvinnumanna (Framsóknarmenn) 306 1
Íhaldsflokkurinn 394 1
Auðir og ógildir 48
Alls 1.164 100,00 4

Kosið var 20. janúar um sæti fjögurra bæjarfulltrúa (Hallgríms Jónssonar, Ingimars Eydal, Jakobs Karlssonar og Kristjáns Árnasonar) og skyldi kjörtímabil nýju fulltrúanna vera sex ár.[9]


Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Jafn. Erlingur Friðjónsson
Jafn. Einar Olgeirsson
Fr. Brynleifur Tóbíasson
Bor. Ólafur Jónsson
Bor. Tómas Björnsson
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
Listi jafnaðarmanna 456 2
Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 303 1
Borgaralistinn (Sjálfstæðismenn) 563 2
Auðir og ógildir 31
Alls 1.353 100,00 5

Kosið var 18. janúar um sæti fimm bæjarfulltrúa og skyldi kjörtímabil þeirra vera sex ár.[10]


Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Jafn. Erlingur Friðjónsson
Jafn. Elísabet Eiríksdóttir
Jafn. Einar Olgeirsson
Fr. Ingimar Eydal
Fr. Brynleifur Tóbíasson
Fr. Jón Guðlaugsson
Bor. Sigurður Ein. Hlíðar
Bor. Hallgrímur Davíðsson
Bor. Ólafur Jónsson
Bor. Tómas Björnsson
Bor. Gísli R. Magnússon
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
Listi jafnaðarmanna 488 3
Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 400 3
Borgaralistinn (Sjálfstæðismenn) 620 5
Auðir og ógildir 24
Alls 1.532 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 2.021 75,8

Kosið var 14. janúar eftir nýjum lögum. Bæjarfulltrúar skyldu vera ellefu talsins og kosið um þá alla í einu á fjögurra ára fresti.[11]


Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Alþ. Erlingur Friðjónsson
Fr. Vilhjálmur Þór
Fr. Jóhannes Jónasson
Kom. Steingrímur Aðalsteinsson
Kom. Þorsteinn Þorsteinsson
Sj. Jón Guðmundsson
Sj. Sigurður Ein. Hlíðar
Sj. Stefán Jónasson
C Jón Sveinsson
C Jón Guðlaugsson
F Jóhann Frímann
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
Alþýðu­flokkurinn 210 1
Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 377 2
Kommúnistar 406 2
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 410 3
C-listi óháðra (klofningur úr Sjálfstæðisflokki) 355 2
F-listi iðnaðarmanna 154 1
Gild atkvæði 1.912 100,00 11

Kosið var 16. janúar. Töluverðar útstrikanir urðu á framboðslista Framsóknarflokksins. Brynleifur Tóbíasson, efsti maður listans, var strikaður svo mikið út að hann féll niður í þriðja sæti.[12]. Steinn G. Steinsen var kjörinn bæjarstjóri. Hann gegndi embættinu í 24 ár, lengst allra, samfellt til ársins 1958.




Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Alþ. Erlingur Friðjónsson
Fr. Vilhjálmur Þór
Fr. Jóhann Frímann
Fr. Árni Jóhannsson
Kom. Steingrímur Aðalsteinsson
Kom. Þorsteinn Þorsteinsson
Kom. Elísabet Eiríksdóttir
Sj. Axel Kristjánsson
Sj. Brynleifur Tobíasson
Sj. Indriði Helgason
Sj. Jakob Karlsson
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
Alþýðu­flokkurinn 230 9,6 1
Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 708 29,5 3
Kommúnistar 566 23,6 3
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn og óháðir borgarar 898 37,4 4
Gild atkvæði 2.402 100,00 11

Sveitarstjórnarkosningarnar 1938 fóru fram 30. janúar. Töluverðar tilfæringar urðu á lista Sjálfstæðisflokks og óháðra vegna útstrikana. Jón Sveinsson, fyrrverandi bæjarstjóri og efsti maður listans, var þannig strikaður svo mikið út að hann náði ekki kjöri þrátt fyrir að listinn fengi fjóra menn. Einnig var sjötti maður listans, Jakob Karlsson, færður svo mikið upp að hann náði kjöri á kostnað Arnfinnu Bjarnadóttur sem skipaði fimmta sætið. Steinn G. Steinsen var endurkjörinn bæjarstjóri.[13]


Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
Alþ. Erlingur Friðjónsson
Fr. Jakob Frímannsson
Fr. Árni Jóhannsson
Fr. Þorsteinn M. Jónsson
Fr. Brynjólfur Sveinsson
Sós. Steingrímur Aðalsteinsson
Sós. Tryggvi Helgason
Sós. Jakob Árnason
Óh. Jón Sveinsson
Sj. Indriði Helgason
Sj. Ólafur Thorarensen
Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
Alþýðu­flokkurinn 272 10,5 1
Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 802 30,9 4
Sósíalistaflokkurinn 608 23,4 3
Óháðir borgarar 348 13,4 1
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 564 21,7 2
Gild atkvæði 2.594 100,00 11

Sveitarstjórnarkosningarnar 1942 fóru fram 25. janúar. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði þannig að sérstakt framboð óháðra borgara bauð fram. Efsti maður á lista óháðra náði ekki kjöri vegna útstrikana en annar maður listans, Jón Sveinsson fyrrverandi bæjarstjóri náði kjöri í hans stað. Steinn G. Steinsen var endurkjörinn bæjarstjóri.[14]


Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Friðjón Skarphéðinsson
A Steindór Steindórsson
B Jakob Frímannsson
B Þorsteinn M. Jónsson
B Marteinn Sigurðsson
C Steingrímur Aðalsteinsson
C Tryggvi Helgason
C Elísabet Eiríksdóttir
D Indriði Helgason
D Svavar Guðmundsson
D Jón G. Sólnes
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 684 21,1 2
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 774 23,9 3
C Sósíalistaflokkurinn 819 25,3 3
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 808 24,9 3
Auðir og ógildir 155 4,8
Alls 3.240 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 3.790 85,5

Sveitarstjórnarkosningarnar 1946 fóru fram 27. janúar. Steinn G. Steinsen var endurkjörinn bæjarstjóri.[15]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Steindór Steindórsson
A Bragi Sigurjónsson
B Jakob Frímannsson
B Þorsteinn M. Jónsson
B dr. Kristinn Guðmundsson
C Elísabet Eiríksdóttir
C Tryggvi Helgason
D Helgi Pálsson
D Jón Sólnes
D Guðmundur Jörundsson
D Sverrir Ragnarsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 548 16,5 2
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 945 28,4 3
C Sósíalistaflokkurinn 728 21,9 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1084 32,5 4
Auðir og ógildir 26 0,8
Alls 3.331 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 4.150 80,3%

Sveitarstjórnarkosningarnar 1950 fóru fram 29. janúar. Þorsteinn M. Jónsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Steinn Steinsen bæjarstjóri með stuðningi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Úrslit bæjarstjórakjörs réðust þó ekki fyrr en í þriðju umferð þar sem Framsókn studdi í fyrstu tveimur umferðunum sinn eigin umsækjanda, Guðmund Guðlaugsson, á meðan fulltrúar Alþýðuflokksins studdu aðra umsækjendur og Sósíalistar sátu hjá. Í þriðju umferðinni var aðeins kosið á milli Steins og Guðmunds og hlaut Steinn þá atkvæði fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á meðan vinstri flokkarnir sátu hjá.[16][17]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Steindór Steindórsson
B Jakob Frímannsson
B Þorsteinn M. Jónsson
B Guðmundur Gunnlaugsson
C Björn Jónsson
C Tryggvi Helgason
D Helgi Pálsson
D Jón G. Sólnes
D Guðmundur Jörundsson
D Sverrir Ragnarsson
F Marteinn Sigurðsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 546 14,8 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 952 25,7 3
C Sósíalistaflokkurinn 644 17,4 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1141 30,8 4
F Þjóðvarnarflokkurinn 354 9,6 1
Auðir og ógildir 63 1,7
Alls 3.700 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 4.531 81,7

Sveitarstjórnarkosningarnar 1954 fóru fram 31. janúar. Þorsteinn M. Jónsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar. Steinn G. Steinsen var endurkjörinn bæjarstjóri.[18]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Bragi Sigurjónsson
B Jakob Frímannsson
B Guðmundur Guðlaugsson
B Stefán Reykjalín
D Jónas G. Rafnar
D Jón G. Sólnes
D Helgi Pálsson
D Árni Jónsson
D Gísli Jónsson
G Björn Jónsson
G Jón Rögnvaldsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 556 14,0 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 931 23,5 3
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1630 41,1 5
G Alþýðu­bandalagið 797 20,1 2
Auðir og ógildir 48 1,2
Alls 3.962 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 4.803 83,6

Sveitarstjórnarkosningarnar 1958 fóru fram 26. janúar. Magnús E. Guðjónsson var kjörinn bæjarstjóri og tók við af Steini G. Steinsen, sem gegnt hafði bæjarstjóraembættinu samfellt í 24 ár. Jakob Frímannsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Bragi Sigurjónsson
B Jakob Frímannsson
B Stefán Reykjalín
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Arnþór Þorsteinsson
D Jón G. Sólnes
D Helgi Pálsson
D Árni Jónsson
D Jón H. Þorvaldsson
G Ingólfur Árnason
G Jón Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 505 12,0 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1285 30,5 4
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1424 33,8 4
G Alþýðu­bandalagið 932 22,1 2
Auðir og ógildir 66 1,6
Alls 4.212 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 5.016 84%

Sveitarstjórnarkosningarnar 1962 fóru fram 27. maí. Magnús E. Guðjónsson var endurkjörinn bæjarstjóri með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Jón G. Sólnes var kjörinn forseti bæjarstjórnar.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Þorvaldur Jónsson
A Bragi Sigurjónsson
B Jakob Frímannsson
B Stefán Reykjalín
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Arnþór Þorsteinsson
D Jón G. Sólnes
D Árni Jónsson
D Jón H. Þorvaldsson
G Ingólfur Árnason
G Jón Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 846 18,1 2
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1466 31,4 4
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1356 29,1 3
G Alþýðu­bandalagið 934 20,0 2
Auðir 51 1,1
Ógildir 14 0,3
Alls 4.667 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 5.244 89%

Sveitarstjórnarkosningarnar 1966 fóru fram 22. maí. Jakob Frímannsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar með stuðningi Framsóknar og Alþýðuflokksins. Magnús E. Guðjónsson var kjörinn til að gegna áfram stöðu bæjarstjóra með 9 atkvæðum en fulltrúar Alþýðuflokks sátu hjá. Hann lét af embætti bæjarstjóra árið eftir og var Bjarni Einarsson þá kjörinn bæjarstjóri.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Þorvaldur Jónsson
B Stefán Reykjalín
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Valur Arnþórsson
B Sigurður Jóhannesson
D Gísli Jónsson
D Ingibjörg Magnúsdóttir
D Lárus Jónsson
D Jón G. Sólnes
F Ingólfur Árnason
G Soffía Guðmundsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 753 14,2 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1663 31,3 4
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1588 29,9 4
F Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 727 13,7 1
G Alþýðu­bandalagið 514 9,7 1
Auðir og ógildir 73 1,4
Alls 5.318 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 6.059 87,8

Sveitarstjórnarkosningarnar 1970 fóru fram 31. maí. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu meirihluta. Var það í fyrsta skipti í sögu Akureyrarbæjar sem flokkar mynduðu formlega meirihluta en unnu ekki saman samhliða. Jón G. Sólnes var kjörinn forseti bæjarstjórnar. Bæjarstjóri var áfram Bjarni Einarsson með einróma samþykki allra bæjarfulltrúa.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Stefán Reykjalín
B Valur Arnþórsson
D Gísli Jónsson
D Sigurður Hannesson
D Sigurður J. Sigurðsson
D Jón G. Sólnes
D Bjarni Rafnar
G Soffía Guðmundsdóttir
J Freyr Ófeigsson
J Ingólfur Árnason
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1708 30,0 3
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 2228 39,2 5
G Alþýðu­bandalagið 695 12,3 1
J Alþýðu­flokkurinn og SFV 927 16,3 2
Auðir og ógildir 127 2,2
Alls 5.685 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 6.874 82,7

Sveitarstjórnarkosningarnar 1974 fóru fram 26. maí. Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið og sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna mynduðu nýjan meirihluta. Valur Arnþórsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar 1974-1977 og Stefán Reykjalín 1977-1978. Bjarni Einarsson var endurkjörinn í embætti bæjarstjóra með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Hann lét af störfum bæjarstjóra árið 1976 og var þá Helgi M. Bergs ráðinn bæjarstjóri.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Freyr Ófeigsson
A Þorvaldur Jónsson
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Tryggvi Gíslason
B Sigurður Jóhannesson
D Gísli Jónsson
D Sigurður J. Sigurðsson
D Sigurður Hannesson
F Ingólfur Árnason
G Soffía Guðmundsdóttir
G Helgi Guðmundsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 1326 21,1 2
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1537 24,5 3
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1735 27,7 3
F Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 624 10,0 1
G Alþýðu­bandalagið 943 15,0 2
Auðir og ógildir 106 1,7
Alls 6.271 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 7.581 82,7

Sveitarstjórnarkosningarnar 1978 fóru fram 28. maí. Meirihlutinn hélt velli og bætti raunar við sig á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Samstarfið hélt áfram en nú með þátttöku fjögurra framboða í stað þriggja þar sem Alþýðuflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna buðu fram í sitthvoru lagi í þetta skipti. Helgi M. Bergs var endurkjörinn bæjarstjóri með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Sigurður Jóhannesson var kjörinn forseti bæjarstjórnar 1978-1979 og 1981-1982 en Freyr Ófeigsson 1979-1981.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Freyr Ófeigsson
B Sigurður Óli Brynjólfsson
B Sigurður Jóhannesson
B Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
D Gísli Jónsson
D Gunnar Ragnars
D Jón G. Sólnes
D Sigurður J. Sigurðsson
G Helgi Guðmundsson
V Valgerður Bjarnadóttir
V Sigfríður Þorsteinsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 643 9,7 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.640 24,6 3
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 2.261 34 4
G Alþýðu­bandalagið 855 12,8 1
V Kvennaframboðið 1.136 17,1 2
Auðir og ógildir 120 1,8
Alls 6.655 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 8.433 78,9

Sveitarstjórnarkosningarnar 1982 fóru fram 22. maí. Sérstök kvennaframboð komu fram í Reykjavík og á Akureyri og fengu tvo fulltrúa á hvorum stað. Hlutfallslega naut framboðið á Akureyri þó meira fylgis og myndaði meirihluta með Alþýðubandalagi og Framsókn. Helgi M. Bergs var endurkjörinn bæjarstjóri.[19] Valgerður Bjarnadóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar 1982-1984, Sigfríður Þorsteinsdóttir 1984-1985 og Sigurður Jóhannesson 1985-1986. Gísli Jónsson baðst lausnar úr bæjarstjórn árið 1983. Sæti hans tók Margrét Kristinsdóttir. Sigurður Óli Brynjólfsson lést árið 1984 [20]. Sæti hans í bæjarstjórn tók Jón Sigurðarson. Helgi Guðmundsson baðst lausnar úr bæjarstjórn árið 1984. Sæti hans tók Sigríður Stefánsdóttir. Jón G. Sólnes lést 1986, rétt fyrir lok kjörtímabilsins. Sæti hans tók Bergljót Rafnar.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Freyr Ófeigsson
A Gísli Bragi Hjartarson
A Áslaug Einarsdóttir
B Sigurður Jóhannesson
B Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
D Gunnar Ragnars
D Sigurður J. Sigurðsson
D Bergljót Rafnar
D Björn Jósef Arnviðarson
G Sigríður Stefánsdóttir
G Heimir Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 1.544 21,3 3
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.522 21,0 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 2.504 34,5 4
G Alþýðu­bandalagið 1.406 19,4 2
M Flokkur mannsins 129 1,8 0
Auðir og ógildir 147 2,0
Alls 7.252 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 9.494 76,4

Sveitarstjórnarkosningarnar 1986 fóru fram 31. maí. Kvennaframboðið frá 1982 var ekki með núna. A-flokkarnir bættu við sig töluverðu fylgi en Alþýðuflokkurinn myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Sigfús Jónsson var ráðinn bæjarstjóri.[21] Gunnar Ragnars var forseti bæjarstjórnar 1986-1989 og Sigurður J. Sigurðsson 1989-1990. Bergljót Rafnar sagði sig úr bæjarstjórn árið 1989. Sæti hennar tók Guðfinna Thorlacius. Gunnar Ragnars sagði sig úr bæjarstjórn þegar hann varð framkvæmdastjóri ÚA árið 1989. Sæti hans tók Jón Kr. Sólnes.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Gísli Bragi Hjartarson
B Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
B Þórarinn E. Sveinsson
B Jakob Björnsson
B Kolbrún Þormóðsdóttir
D Sigurður J. Sigurðsson
D Björn Jósef Arnviðarson
D Birna Sigurbjörnsdóttir
D Jón Kr. Sólnes
G Sigríður Stefánsdóttir
G Heimir Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 862 12,3 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.959 27,9 4
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 2.253 32,1 4
G Alþýðu­bandalagið 1.000 14,2 2
V Kvennalistinn 350 5,0 0
Þ Þjóðarflokkurinn 361 5,1 0
Auðir og ógildir 239 3,4
Alls 7.024 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 9.802 71,7

Sveitarstjórnarkosningarnar 1990 fóru fram 26. maí. Alþýðuflokkurinn tapaði töluverðu fylgi og tveimur fulltrúum og því féll meirihlutinn. Sjálfstæðismenn stofnuðu til nýs meirihlutasamstarfs með Alþýðubandalagi. Halldór Jónsson var ráðinn bæjarstjóri.[22] Í fyrsta skipti í sögu Akureyrarbæjar var bæjarstjóri ekki sjálfkrafa formaður bæjarráðs og breyttist því hlutverk bæjarstjóra umtalsvert. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag skiptu með sér embættum formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Sigríður Stefánsdóttir var fyrst forseti bæjarstjórnar og Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs og skiptust svo á embættum árlega út kjörtímabilið.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Gísli Bragi Hjartarson
B Jakob Björnsson
B Sigfríður Þorsteinsdóttir
B Þórarinn E. Sveinsson
B Guðmundur Stefánsson
B Ásta Sigurðardóttir
D Sigurður J. Sigurðsson
D Björn Jósef Arnviðarson
D Þórarinn B. Jónsson
G Sigríður Stefánsdóttir
G Heimir Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 931 11,2 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 3.194 38,4 5
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 2.160 25,9 3
G Alþýðu­bandalagið 1.665 20,0 2
Auðir og ógildir 374 4,5
Alls 8.324 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 10.514 79,2

Sveitarstjórnarkosningarnar 1994 fóru fram 28. maí. Framsóknarflokkurinn vann töluvert á og fékk sína bestu útkomu í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri. Hrein stjórnarskipti urðu þegar Framsókn myndaði svo meirihluta með Alþýðuflokki. Jakob Björnsson, oddviti framsóknarmanna, var ráðinn bæjarstjóri og var það í fyrsta skipti sem sitjandi bæjarfulltrúi gegndi stöðu bæjarstjóra.[23]. Sigfríður Þorsteinsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar 1994-1996 og Þórarinn E. Sveinsson 1996-1998. Gísli Bragi Hjartarson var kjörinn formaður bæjarráðs. Björn Jósef Arnviðarson baðst lausnar árið 1996 þegar hann varð sýslumaður á Akureyri og tók Valgerður Hrólfsdóttir sæti hans í bæjarstjórn. Oddur Helgi Halldórsson tók sæti Guðmundar Stefánssonar í bæjarstjórn árið 1997, en fór í sérframboð í lok kjörtímabilsins og stofnaði Lista fólksins, sem hlaut hreinan meirihluta í kosningunum 2010.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Jakob Björnsson
B Ásta Sigurðardóttir
B Sigfríður Þorsteinsdóttir
D Kristján Þór Júlíusson
D Valgerður Hrólfsdóttir
D Þórarinn B. Jónsson
D Sigurður J. Sigurðsson
D Vilborg Gunnarsdóttir
F Ásgeir Magnússon
F Oktavía Jóhannesdóttir
L Oddur Helgi Halldórsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 2.184 26,1 3
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 3.131 37,4 5
F Akureyrarlistinn 1.828 21,8 2
L Listi fólksins 931 11,1 1
Auðir og ógildir 299 3,6
Alls 8.373 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 10.817 80,8

Sveitarstjórnarkosningarnar 1998 fóru fram 23. maí. Sjálfstæðisflokkurinn endurtók leik framsóknarmanna frá 1994 og fékk fimm menn kjörna. Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og Kvennalistinn stóðu saman að Akureyrarlistanum en þessir flokkar voru á landsvísu í sameiningarviðræðum sem leiddu til stofnunar Samfylkingarinnar. Framsókn tapaði töluverðu fylgi þegar Oddur Helgi Halldórsson sagði sig úr flokknum og stofnaði Lista fólksins. Meirihluta mynduðu Akureyrarlistinn og Sjálfstæðisflokkur. Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna, var kjörinn bæjarstjóri en hann hafði áður verið bæjarstjóri á Dalvík og Ísafirði. Sigurður J. Sigurðsson var forseti bæjarstjórnar 1998-2002 en við afsögn hans undir lok kjörtímabilsins var Þóra Ákadóttir kjörin forseti. Ásgeir Magnússon varð formaður bæjarráðs. Sigfríður Þorsteinsdóttir baðst lausnar úr bæjarstjórn árið 1999 og tók Guðmundur Ómar Guðmundsson sæti hennar. Valgerður Hrólfsdóttir lést árið 2001 [24] og tók Þóra Ákadóttir sæti hennar í bæjarstjórn. Vilborg Gunnarsdóttir baðst lausnar frá setu í bæjarstjórn árið 2001 og tók Steingrímur Birgisson sæti hennar. Sigurður J. Sigurðsson, sem setið hafði í bæjarstjórn frá árinu 1974 og verið oddviti Sjálfstæðisflokksins 1988-1998, baðst lausnar í ársbyrjun 2002 og tók Páll Tómasson sæti hans.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Jakob Björnsson
B Gerður Jónsdóttir
B Jóhannes Gunnar Bjarnason
D Kristján Þór Júlíusson
D Þóra Ákadóttir
D Þórarinn B. Jónsson
D Sigrún Björk Jakobsdóttir
L Oddur Helgi Halldórsson
L Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
S Oktavía Jóhannesdóttir
U Valgerður Hjördís Bjarnadóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 2.124 23,5 3
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 3.144 34,7 4
L Listi fólksins 1.568 17,3 2
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 1.225 13,5 1
U Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 769 8,5 1
Auðir og ógildir 224 2,5
Alls 9.054 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 11.240 80,6%

Kosið var 25. maí. Akureyrarlistinn bauð ekki fram aftur en Samfylkingin var arftaki hans í bæjarstjórn, auk þess sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð bauð fram í fyrsta skipti. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur náðu saman um myndun nýs meirihluta, Kristján Þór Júlíusson var áfram bæjarstjóri (fyrsti pólitískt ráðni bæjarstjórinn til að sitja fleiri en eitt kjörtímabil), Þóra Ákadóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar og Jakob Björnsson varð formaður bæjarráðs. Í fyrsta skipti voru konur meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri. [25] Í desember 2005 gekk Oktavía Jóhannesdóttir úr Samfylkingunni og til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og var Samfylkingin því án bæjarfulltrúa það sem eftir var af kjörtímabilinu.[26]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Jóhannes Gunnar Bjarnason
D Kristján Þór Júlíusson
D Sigrún Björk Jakobsdóttir
D Elín Margrét Hallgrímsdóttir
D Hjalti Jón Sveinsson
L Oddur Helgi Halldórsson
S Hermann Jón Tómasson
S Sigrún Stefánsdóttir
S Helena Þuríður Karlsdóttir
V Baldvin Halldór Sigurðsson
V Kristín Sigfúsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.427 15,1 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 2.950 31,2 4
L Listi fólksins 906 9,6 1
O Framfylkingarflokkurinn 299 3,2 0
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 2.190 23,2 3
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1.506 15,9 2
Auðir og ógildir 183 1,9
Alls 9.461 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 12.066 78,4%

Kosið var 27. maí. Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks féll vegna fylgishruns Framsóknar sem hélt aðeins eftir einum fulltrúa í bæjarstjórn. Samfylking, Vinstri-grænir og Listi fólksins áttu í skammvinnum meirihlutaviðræðum en niðurstaðan varð að Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu saman að meirihluta. Samkomulagið byggðist m.a. á flóknari stólaskiptingu en sést hafði í bæjarstjórn á Akureyri. Fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins hafði Sjálfstæðisflokkurinn bæjarstjórann og forseta bæjarstjórnar en Samfylkingin formann bæjarráðs [27]. Síðasta ár kjörtímabilsins fékk Samfylkingin stól bæjarstjóra og Sjálfstæðisflokkurinn fékk formennsku í bæjarráði. Til að byrja með sat Kristján Þór Júlíusson áfram sem bæjarstjóri en hann hafði lýst því yfir í kosningabaráttunni að hann væri bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins fyrir allt kjörtímabilið. Eftir að Kristján bauð sig fram fyrir alþingiskosningarnar 2007 hætti hann þó sem bæjarstjóri og Sigrún Björk Jakobsdóttir tók við 9. janúar 2007. Hún var fyrsta konan til að gegna embættinu [28].

Sigrún Björk Jakobsdóttir var forseti bæjarstjórnar 2006-2007 og 2009-2010 og formaður bæjarráðs 2009-2010 og Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri, var forseti bæjarstjórnar 2007-2009. Hermann Jón Tómasson var formaður bæjarráðs 2006-2009. Kristján Þór sagði sig úr bæjarstjórn frá 1. janúar 2010. Ólafur Jónsson tók sæti hans eftir að varamaðurinn Þórarinn B. Jónsson, sem var bæjarfulltrúi 1994-2006, sagði sig frá setu í bæjarstjórn. Í samræmi við samkomulag Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá árinu 2006 tók Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, við embætti bæjarstjóra þann 9. júní 2009 og gegndi því út kjörtímabilið.[29]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Sigurður Guðmundsson
B Guðmundur Baldvin Guðmundsson
D Ólafur Jónsson
L Geir Kristinn Aðalsteinsson
L Halla Björk Reynisdóttir
L Oddur Helgi Halldórsson
L Tryggvi Gunnarsson
L Hlín Bolladóttir
L Inda Björk Gunnarsdóttir
S Hermann Jón Tómasson
V Andrea Hjálmsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Bæjarlistinn 799 8,7 1
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.177 12,8 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1.220 13,3 1
L Listi fólksins 4.142 45,0 6
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 901 9,6 1
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 960 10,4 1
Auðir og ógildir 338 1,9
Alls 9.537 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 12.777 74,6%

Sveitarstjórnarkosningarnar 2010 fóru fram þann 29. maí. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar kolféll; Sjálfstæðisflokkur missti þrjá menn og Samfylking tvo. L-listinn, Listi fólksins, vann stórsigur og hreinan meirihluta í bæjarstjórn [30]. Það var í fyrsta skiptið frá því kosningakerfið í núverandi mynd var tekið upp 1930 sem eitt framboð náði hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Önnur framboð í bænum náðu öll inn einum manni, þar á meðal Bæjarlistinn undir forystu Sigurðar Guðmundssonar. Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, sagði af sér að kosningum loknum [31] og Ólafur Jónsson tók sæti hennar sem oddviti D-listans og bæjarfulltrúi á fyrsta fundi bæjarstjórnar. Mikil endurnýjun varð í bæjarstjórn og tóku átta bæjarfulltrúar sæti í fyrsta skipti. Geir Kristinn Aðalsteinsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Oddur Helgi Halldórsson varð formaður bæjarráðs [32] í upphafi kjörtímabils. L-listinn ákvað að auglýsa stöðu bæjarstjóra [33]. Eiríkur Björn Björgvinsson var ráðinn bæjarstjóri 9. júlí 2010 [34] og tók til starfa 12. ágúst 2010. [35]. Halla Björk Reynisdóttir varð formaður bæjarráðs í júní 2012. Hermann Jón Tómasson baðst lausnar úr bæjarstjórn Akureyrar 16. ágúst 2012. Sæti hans í bæjarstjórn tók Logi Már Einarsson. Listi fólksins og Bæjarlistinn sameinuðust undir lok kjörtímabilsins, 7. apríl 2014, og buðu fram saman í kosningum 2014 sem L-listinn, bæjarlisti Akureyrar[36].

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Guðmundur Baldvin Guðmundsson
B Ingibjörg Isaksen
D Gunnar Gíslason
D Eva Hrund Einarsdóttir
D Njáll Trausti Friðbertsson
L Matthías Rögnvaldsson
L Silja Dögg Baldursdóttir
S Logi Már Einarsson
S Sigríður Huld Jónsdóttir
V Sóley Björk Stefánsdóttir
Æ Margrét Kristín Helgadóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.225 14,2 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 2.222 25,8 3
L L-listinn, bæjarlisti Akureyrar 1.818 21,1 2
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 1.515 17,6 2
T merki framboðsins Dögunar, kría á kringlóttum grunni sem líkist sólarupprás Dögun 121 1,4 0
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 906 10,5 1
Æ Merki Bjartrar framtíðar, fjólublár skjöldur Björt framtíð 814 9,4 1
Auðir og ógildir 338 3,8
Alls 8.959 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 13.347 67,1%

Sveitarstjórnarkosningarnar 2014 fóru fram 31. maí. Hreinn meirihluti L-listans kolféll. L- og A-listi höfðu sameinast í aðdraganda kosninganna, undir merkjum L-lista, og höfðu saman sjö bæjarfulltrúa, en fengu tvo nú. Sjálfstæðisflokkurinn var sigurvegari kosninganna, fékk meira en fjórðung atkvæða, þrjá kjörna í stað eins áður, og tvöfaldaði kjörfylgið frá 2010. Framsóknarflokkur og Samfylking bættu bæði við sig manni. VG hafði áfram einn mann og Björt framtíð bauð fram í fyrsta skipti á Akureyri og hlaut einn mann kjörinn. Konur voru meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri öðru sinni - það gerðist fyrst tímabilið 2002-2006. Mikil endurnýjun varð í bæjarstjórn og tóku níu bæjarfulltrúar sæti í fyrsta skipti. L-listi, Samfylking og Framsóknarflokkur mynduðu meirihluta í bæjarstjórn. Eiríkur Björn Björgvinsson var áfram bæjarstjóri. Matthías Rögnvaldsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs. Logi Már Einarsson baðst lausnar úr bæjarstjórn 1. nóvember 2016. Sæti hans í bæjarstjórn tók Dagbjört Elín Pálsdóttir. Njáll Trausti Friðbertsson baðst lausnar úr bæjarstjórn 1. janúar 2017. Sæti hans í bæjarstjórn tók Baldvin Valdemarsson. Margrét Kristín Helgadóttir baðst lausnar úr bæjarstjórn 21. febrúar 2017. Sæti hennar í bæjarstjórn tók Preben Jón Pétursson.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Guðmundur Baldvin Guðmundsson
B Ingibjörg Isaksen
D Gunnar Gíslason
D Eva Hrund Einarsdóttir
D Þórhallur Jónsson
L Halla Björk Reynisdóttir
L Andri Teitsson
M Hlynur Jóhannsson
S Hilda Jana Gísladóttir
S Dagbjört Elín Pálsdóttir
V Sóley Björk Stefánsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.530 17,5 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1.998 22,9 3
L L-listinn, bæjarlisti Akureyrar 1.828 20,9 2
M Miðflokkurinn 707 8,1 1
P Merki Pírata Píratar 377 4,3 0
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 1.467 16,8 2
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 820 9,4 1
Auðir og ógildir 356 3,9
Alls 9.083 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 13.708 66,3%

Meirihluti L-lista, Framsóknarflokks og Samfylkingar hélt velli, fyrsti meirihlutinn sem heldur velli í kosningum á Akureyri í 40 ár, og héldu framboðin áfram samstarfi sínu. Þau framboð sem hlutu kjör í bæjarstjórn 2014 og buðu aftur fram héldu öll sinni fulltrúatölu. Björt framtíð bauð ekki aftur fram. Miðflokkurinn, sem bauð fram í fyrsta skipti á Akureyri, náði manni í bæjarstjórn. Fjórir bæjarfulltrúar tóku sæti í fyrsta skipti í bæjarstjórn, minni endurnýjun en í tveimur síðustu kosningum. Konur voru áfram meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri - það gerðist þá í þriðja skiptið, fyrst 2002-2006 og 2014-2018. Halla Björk Reynisdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson var áfram formaður bæjarráðs. Eiríkur Björn Björgvinsson sóttist ekki eftir að sitja áfram sem bæjarstjóri. Staða bæjarstjóra var auglýst laus til umsóknar, rétt eins og 2010. Ásthildur Sturludóttir var ráðin bæjarstjóri 31. júlí 2018. Dagbjört Elín Pálsdóttir baðst lausnar úr bæjarstjórn 24. ágúst 2019. Heimir Haraldsson tók sæti hennar. Öll framboðin sex í bæjarstjórn tóku höndum saman 22. september 2020 og hófu samstarf óháð meiri- og minnihluta. Ingibjörg Isaksen baðst lausnar úr bæjarstjórn 1. október 2021 og tók Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir sæti hennar.

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
B Sunna Hlín Jóhannesdóttir
B Gunnar Már Gunnarsson
D Heimir Örn Árnason
D Lára Halldóra Eiríksdóttir
F Brynjólfur Ingvarsson
L Gunnar Líndal Sigurðsson
L Hulda Elma Eysteinsdóttir
L Halla Björk Reynisdóttir
M Hlynur Jóhannsson
S Hilda Jana Gísladóttir
V Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
B Merki Framsóknar Framsóknar­flokkurinn 1.550 17,0 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 1.639 18,0 2
F Merki Flokks fólksins Flokkur fólksins 1.114 12,2 1
K Kattaframboðið 373 4,1 0
L L-listinn, bæjarlisti Akureyrar 1.705 18,7 3
M Miðflokkurinn 716 7,9 1
P Merki Pírata Píratar 280 3,1 0
S Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin 1.082 11,9 1
V Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð 661 7,2 1
Auðir og ógildir 302 3,9
Alls 9.422 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 14.688 64,1%

Á síðari hluta undangengins kjörtímabils hafði verið samstjórn allra flokka í bæjarstjórn, engu framboði hugnaðist þó að halda því fyrirkomulagi áfram. Þegar framboðslistar komu fram var ljóst að mikil endurnýjun yrði í bæjarstjórn þar sem efstu menn á flestum listum voru nýliðar. Þá kom fram Kattaframboð Snorra Ásmundssonar listamanns sem sprottið var úr deilum sem sköpuðust um reglur sem bæjarstjórn ætlaði að setja til að banna lausagöngu katta. Eftir kosningarnar hófu Bæjarlisti Akureyrar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fyrst viðræður um myndun nýs meirihluta en þeim viðræðum lauk fljótlega. Þá hófust viðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks um mögulegan meirihluta en Samfylking dró sig úr þeim viðræðum vegna málefnaágreinings. Að lokum náðu Sjálfstæðiflokkurinn, Bæjarlistinn og Miðflokkurinn saman um myndun meirihluta og að Ásthildur Sturludóttir myndi áfram gegna starfi bæjarstjóra. Heimir Örn Árnason varð forseti bæjarstjórnar og Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs í upphafi kjörtímabilsins en í júní 2023 skiptu þau á embættum. Í október 2022 sögðu Brynjólfur Ingvarsson og varamaður hans sig úr Flokki fólksins og ákváðu að vera óháðir í bæjarstjórn út kjörtímabilið. Gunnar Líndal Sigurðsson baðst lausnar úr bæjarstjórn í nóvember 2022. Andri Teitsson tók sæti hans, en hann hafði áður setið í bæjarstjórn kjörtímabilið 2018-2022.

  1. Jón Hjaltason (1990). Saga Akureyrar I. bindi. Akureyrarbær.
  2. „Akureyri.is - Um bæjarstjórn“.
  3. „Verkamaðurinn 13. febrúar 1919“.
  4. „Dagur 15. janúar 1921“.
  5. „Verkamaðurinn 15. janúar 1921“.
  6. „Dagur 4. janúar 1923“.
  7. „Verkamaðurinn 9. janúar 1923“.
  8. „Dagur 15. janúar 1925“.
  9. „Dagur 27. janúar 1927“.
  10. „Dagur 24. janúar 1929“.
  11. „Dagur 16. janúar 1930“.
  12. „Dagur 23. janúar 1934“.
  13. „Morgunblaðið 1. febrúar 1938, bls. 5-6“.
  14. „Morgunblaðið 28. janúar 1942, bls. 2“.
  15. „Morgunblaðið 27. janúar 1946, bls. 2“.
  16. „Dagur, 2. febrúar 1950, bls. 1-2“.
  17. „Dagur, 8. febrúar 1950, bls. 1“.
  18. „Morgunblaðið 2. febrúar 1954, bls. 2“.
  19. „Morgunblaðið 25. maí 1982, bls. 15“.
  20. „Sigurður Óli Brynjólfsson látinn“. timarit.is. 22. febrúar 1984.
  21. „Morgunblaðið 3. júní 1986, bls. 24“.
  22. „Morgunblaðið 29. maí 1990, bls. C3“.
  23. „Morgunblaðið 31. maí 1994, bls. B2“.
  24. „Valgerður Hrólfsdóttir látin“. mbl.is. 23. júní 2001.
  25. „Mbl.is - Konur skipa meirihluta í fyrsta sinn“. 12. júní 2002.
  26. „Mbl.is - Oktavía gengin til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri“. 2005.
  27. „Sjálfstæðismenn og Samfylking í samstarf“. Morgunblaðið. 3. júní 2006.
  28. „Sigrún Björk Jakobsdóttir fyrst kvenna bæjarstjóri á Akureyri“. mbl.is. 9. janúar 2007.
  29. „Hermann Jón Tómasson nýr bæjarstjóri“. Akureyri.net. 9. júní 2009.
  30. „Sögulegur stórsigur Lista fólksins á Akureyri“. mbl.is. 30. maí 2010.
  31. „Sigrún Björk Jakobsdóttir segir af sér“. mbl.is. 31. maí 2010.
  32. „Geir Kristinn forseti bæjarstjórnar og Oddur Helgi formaður bæjarráðs“. mbl.is. 15. júní 2010.
  33. „Ráðningarferli bæjarstjóra á Akureyri 2010“. l-listinn.is. 9. júlí 2010.
  34. „Eiríkur Björn Björgvinsson ráðinn bæjarstjóri“. Akureyri.is. 9. júlí 2010.
  35. „Eiríkur Björn tók til starfa sem bæjarstjóri á Akureyri“. Akureyri.is. 12. ágúst 2010.
  36. „Listi fólksins og Bæjarlistinn sameinast“. vikudagur.is. 7. apríl 2014.