Listi fólksins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Listi fólksins
Merki Lista fólksins
Stofnár 18. mars, 1998
Höfuðstöðvar Óseyri 16, Akureyri
Sæti í bæjarstjórn
Vefsíða www.l-listinn.is

Listi fólksins er íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur verið í framboði á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga frá árinu 1998.[1] Stofnandi flokksins er Oddur Helgi Halldórsson, og oddviti hans er Geir Kristinn Aðalsteinsson. Listi fólksins hlaut hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar í sveitarstjórnarkosningunum 2010.[2] Listi fólksins leið undir lok með sameiningu við Bæjarlistann, minnihlutaafl í bæjarstjórn Akureyrar í apríl 2014. Nýr listi L-listinn, bæjarlisti Akureyrar, býður fram í sveitarstjórnarkosningum 2016.

Sveitastjórnarkosningar 2010[breyta | breyta frumkóða]

Framboðslisti[breyta | breyta frumkóða]

Framboðslisti Lista fólksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2010 er eftirfarandi.[3] Efstu 6 menn náðu kjöri sem bæjarfulltrúar.

 1. Geir Kristinn Aðalsteinsson
 2. Halla Björk Reynisdóttir
 3. Oddur Helgi Halldórsson
 4. Tryggvi Gunnarsson
 5. Hlín Bolladóttir
 6. Inda Björk Gunnarsdóttir
 7. Sigmar Arnarsson
 8. Silja Dögg Baldursdóttir
 9. Víðir Benediktsson
 10. Sigurveig Bergsteinsdóttir
 11. Helgi Snæbjarnarson
 12. Sigríður María Hammer
 13. Brynjar Davíðsson
 14. Nói Björnsson
 15. Herdís R. Arnórsdóttir
 16. Oddur Gretarson
 17. Þorvaldur Sigurðsson
 18. Þóroddur Hjaltalín
 19. Ómar Ólafsson
 20. Hulda Stefánsdóttir
 21. Jóhann Steinar Jónsson
 22. Halldór Árnason

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Listi fólksins framboðsmál í athugun“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2016-03-04. Sótt 26. janúar 2011.
 2. L-Listi fólksins fagnar á akureyri
 3. Framboðslisti L-listans[óvirkur hlekkur]