Fara í innihald

Ásthildur Sturludóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ásthildur Sturludóttir

Ásthildur Sturludóttir (fædd 10. júní 1974) er bæjarstjóri á Akureyri.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Ásthildur er uppalin í Stykkishólmi. Foreldrar hennar eru hjónin Sturla Böðvarsson, fyrrum bæjarstjóri í Stykkishólmi, samgönguráðherra og forseti Alþingis, og Hallgerður Gunnarsdóttir, lögfræðingur.

Eiginmaður hennar er Hafþór Gylfi Jónsson frá Patreksfirði. Saman eiga þau 1 barn. [1]

Menntun og starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Ásthildur er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu (Master of Public Administration) í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York.

Hún starfaði áður sem verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu og markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Hún var einnig verkefnisstjóri við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og atvinnuráðgjafi hjá SSV-þróun og ráðgjöf.

Ásthildur var bæjarstjóri í Vesturbyggð 2010-2018[2] og bæjarstjóri á Akureyri frá 2018.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri“. Sótt 1. ágúst 2018.
  2. „Nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar“. www.mbl.is. Sótt 7. nóvember 2023.

[1]

Fyrirrennari:
Eiríkur Björn Björgvinsson
Bæjarstjóri Akureyrar
(2018 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar“. www.mbl.is. Sótt 7. nóvember 2023.