1917
Útlit
(Endurbeint frá Apríl 1917)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1917 (MCMXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 4. janúar - Embætti forsætisráðherra Íslands, auk embætta fjármálaráðherra og atvinnumálaráðherra, varð til með ríkisstjórn Jóns Magnússonar.
- 19. apríl - Leikfélag Akureyrar er stofnað.
- 30. maí - Bandalag kvenna í Reykjavík er stofnað.
- 19. júní - Tímaritið 19 júní kemur út. Kvenréttindafélag Ísland gefur það út.
- 17. september - Viðskiptaráð Íslands er stofnað.
- Frostaveturinn mikli 1917-18 hófst. Hafís er víða.
- Mjólkurfélag Reykjavíkur er stofnað (síðar Lífland).
- Reykjavíkurvitar, vitar við innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn eru reistir.
- Dagblaðið Tíminn kemur fyrst út.
- Verkakvennafélag Ísafjarðar er stofnað.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 20. febrúar - Louisa Matthíasdóttir, íslensk myndlistakona (d. 2000).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 22. mars - Þóra Pétursdóttir, íslensk myndlistakona (f. 1847).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 16. janúar - Bandaríkin keyptu Dönsku Vestur-Indíur.
- 1. mars - Zimmermann-símskeytið: Upp komst um samskipti Þýskalands og Mexíkó um hugsanlegt hernaðarbandalag gegn Bandaríkjunum.
- 8. mars - Febrúarbyltingin hófst í St. Pétursborg með óeirðum. Nikulás 2. keisari sagði af sér í kjölfarið.
- 6. apríl - Fyrri heimsstyrjöld: Bandaríkin lýsti stríði á hendur Þjóðverjum.
- 30. apríl - Úrúgvæska knattspyrnufélagið Progreso var stofnað.
- 19. maí - Norska knattspyrnuliðið Rosenborg var stofnað.
- 31. júlí - Fyrri heimsstyrjöldin: Passchendaele-orrustan við Ypres í Belgíu hófst. Hún stóð fram í nóvember og létust hundruðir þúsunda.
- 30. september - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1917 hófst.
- 2. nóvember - Balfour-yfirlýsingin: Arthur James Balfour, utanríkisráðherra Bretlands, sendi Walter Rothschild, leiðtoga í samfélagi gyðinga í Bretlandi, stuðningsyfirlýsingu við málstað Gyðinga og heimaland þeirra.
- 7. nóvember - Októberbyltingin: Bolsévikar leiddir af Vladimír Lenín réðust inn í Vetrarhöllina í Pétursborg og steyptu stjórn Aleksandr Kerenskíj af stóli. Sovétlýðveldið Rússland var stofnað.
- 23. nóvember - Sykes–Picot-samkomulagið var gert opinbert um skiptingu áhrifasvæða Frakka og Breta í Miðausturlöndum.
- 26. nóvember - Íshokkídeildin National Hockey League var stofnuð í Montreal, Kanada.
- 6. desember -
- Sprengingin mikla í Halifax: Tvö skip rákust á og var annað hlaðið sprengiefni en hitt var bensínskip. Um 1.900 manns látast og 25.000 urðu heimilislaus.
- Stórfurstadæmið Finnland var lagt niður og Finnland varð sjálfstætt.
- Norræna félagið var stofnað í Svíþjóð.
- Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn var stofnaður.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 29. maí - John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna (d. 1963).
- 16. júní - Larbi Benbarek, marokkóskur knattspyrnumaður (d. 1992).
- 20. september - Obdulio Varela, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1996).
- 22. október - Joan Fontaine, bandarísk leikkona (d. 2013).
- 22. nóvember - Andrew Huxley, breskur líffræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 2012).
- 16. desember - Arthur C. Clarke, enskur rithöfundur (d. 2008).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 31. mars - Emil von Behring, þýskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1854).
- 8. nóvember - Adolph Wagner, þýskur hagfræðingur.
- Eðlisfræði - Charles Glover Barkla
- Efnafræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Bókmenntir - Karl Adolph Gjellerup, Henrik Pontoppidan
- Friðarverðlaun - Alþjóðaráð Rauða krossins