Adolph Wagner
Adolph Wagner (1835-1917) var þýskur hagfræðingur sem var aðallega þekktur fyrir brautryðjandi vinnu hans í opinberum fjármálum og félagsmálastefnu. Wagner er talinn með þýska söguskólanum, og var leiðtogi "yngri" söguskólans. Hann var talinn einn mikilvægasti fulltrú "akademíusósíalisma" (Kathedersozialismus), en svo voru kenningar akademískra hagfræðinga sem studdu félagslegar umbætur en voru harðir andstæðingar félagslegrar byltingar nefndar.
Wagner er meðal annars þekktur fyrir lögmálið um aukin umsvif ríkisins (þýska: Gesetz der wachsenden Staatsausgaben) en það er kenning sem segir að umfang og fjárhagsleg byrði ríkisvaldsins aukist óumflýjanlega samhliða því að efnahagskerfið þróast. Þetta lögmál var nefnt eftir honum og er því gjarnan kallað lögmál Wagners. Hann var talinn með áhrifameiri hagfræðingum síns tíma.[1]
Líf og störf
[breyta | breyta frumkóða]Adolph Wagner fæddist þann 25. mars 1835 í Erlangen Þýskalandi og ólst þar upp í akademískri fjölskyldu en faðir hans, Rudolf Wagner, var prófessor í lífeðlisfræði og kenndi það í rúm 60 ár.
Námsferill
[breyta | breyta frumkóða]Adolph Wagner stundaði nám í hagfræði við Háskólann í Göttingen en þar útskrifaðist hann með doktorsgráðu árið 1857. Doktorsritgerð Wagner fjallaði um bankastarfsemi og í flestum skrifum hans á þessum tíma talar hann um fjárhagsleg vandamál. Á námsárum Wagner kynntist hann hugsjónum og kenningum ýmissa fræðimanna á borð við Wilhelm Roscher, Karl Knies og Karl Heinrich Rau. Karl H. Rau á að hafa hafa kynnt Wagner fyrir kenningum Englendinga sem trúðu á frjálsa samkeppni.
Akademískur ferill
[breyta | breyta frumkóða]Wagner fékk ekki kennslustöðu í háskóla fyrr en árið 1865 en fyrir það vann hann í ýmsum menntastofnunum, meðal annars í Vínarborg og Hamborg. Þessum menntastofnanir væri hægt að líkja við verslunarskóla í dag.
Árið 1865 tók Wagner við prófessor stöðu í þjóðfræði, landafræði og tölfræði við Háskólann í Dorpat sem var staðsettur í borginni Dorpat í Lívóníu (þekkt í dag sem borgin Tartu í Eistlandi). Hún tilheyrði Rússneska keisaradæminu á þessum tíma.
Á tíma Wagner í Dorpat byrjaði hann að fylgja stefnu Otto von Bismarck um sameiningu Þýskalands undir stjórn Prússlands. Þegar þessi stefna varð síðan að raunverulegum möguleika vildi Wagner snúa aftur Þýskalands.
Árið 1868 hóf Wagner störf við Háskólann í Freiburg sem prófessor og árið 1870 færði hann sig yfir í Háskólann í Berlín sem var á þeim tíma einn virtasti háskóli heims en þar tók hann við prófessorstöðu í hagfræði. Það var þá sem að Wagner stimplaði sig inn sem einn áhrifamesti hagfræðingur síns tíma. Þetta var seinasta starfið sem Wagner sinnti áður en hann hætti störfum árið 1916 og var það einu ári seinna sem Wagner lést (1917) í Berlín.[2]
Skóli hagfræðilegrar hugsunar
[breyta | breyta frumkóða]Wagner var helsti talsmaður þess skóla hagfræðinnar sem kallaðist á þýsku Kathedersozialismus. Þó þeir hafi talað félagslegum umbótum og sérstaklega aðgerðum til að bæta kjör verkafólks, og hugmyndir þeirra því oft átt margt skylt með hugmyndum jafnaðarmanna, voru þeir eindregnir andstæðingar sósíalista og Marxisma. Hugmyndir þeirra grundvölluðust á þeirri trú að ríkið ætti að gegna mikilvægu hlutverki, ekki aðeins til að örva efnahagsstarfsemi, heldur líka til að leysa félagsleg vandamál og tryggja þannig undirstöður hagvaxtar og velsældar.
Lyndiseinkenni Wagner
[breyta | breyta frumkóða]Adolph Wagner þótti mjög kaldur og harður. Hann tók móðgunum mjög illa og orðaði hlutina aldrei diplómatískt. Samkvæmt öllum frásögnum samtímans er sennilega rétt að segja að Wagner hafi verið hégómlegur og varð auðveldlega særður. Það eru nokkrar sögur af rifrildum hans við samstarfsmenn sína og á tíunda áratugnum reiddi Wagner þingmann það mikið að staðgengill hans skoraði hann á hólm en það var aldrei barist.
Lögmál Wagners
[breyta | breyta frumkóða]Lögmál Wagners um aukin umsvif ríkisins teiknar mynd af því hvernig virkni og ábyrgð stjórnvalda víkka í réttu hlutfalli við efnahagslega og félagslega þróun þjóðarinnar. Eftir því sem samfélög iðnvæðast og verða flóknari hélt Wagner því fram að ríkisstjórnir tóku óhjákvæmilega að sér fleiri hlutverk, þetta getur falið í sér fjölbreytta starfsemi frá opinberum framkvæmdum, menntun og heilbrigðisþjónustu til regluverks og félagslegra velferðarkerfa. Að sögn Wagner krefst þessi aukna ábyrgð eðlilega stærri hlut þjóðarauðlinda, sem leiðir til aukningu ríkisútgjalda miðað við stærð hagkerfisins.[3]
Gagnrýni á lögmál Wagners
[breyta | breyta frumkóða]Lögmál Wagners er fræðilegt hugtak en ekki lögmál sem gildir alls staðar. Að hve miklu leyti ríkisumsvif eykst með hagvexti getur verið mismunandi eftir löndum og með tímanum vegna ýmissa þátta.[4]
Í raun geta sumar ríkisstjórnir fylgt þessari þróun og víkkað út hlutverk sitt og starfsemi eftir því sem hagkerfi þeirra vaxa, á meðan önnur geta valið að takmarka aðkomu stjórnvalda eða jafnvel draga úr henni á ákveðnum sviðum. Pólitískar ákvarðanir, opinber stefna og samfélagsleg gildi gegna mikilvægu hlutverki í að móta samband efnahagsþróunar og stærðar ríkisvalds.[5]
Dæmi um lögmál Wagners:
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1961 gerðu bresku hagfræðingarnir Alan T. Peacock og Jack Wiseman rannsókn sem leiddi í ljós að lögmál Wagners lýsa vel hvernig opinber útgjöld í Bretlandi á tímabilinu 1891 til 1955 þróuðust. Þeir sögðu að töluverð aukning hafði orðið á tekjum til stjórnvalda vegna þróunar efnahagsmála í gegnum árin og hafði þar með í för með sér aukningu á opinberum útgjöldum. Stjórnvöld gætu einfaldlega ekki horft fram hjá þeim kröfum sem fólk gerir varðandi ýmsa þjónustu, sérstaklega þegar tekjuöflun er aukin með föstu skatthlutfalli. [6]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Adolph Wagner“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. september 2023.
- Backhaus, Jürgen Georg (2012). Handbook of the History of Economic Thought, Insights on the Founders of Modern Economics. Springer.
- Wagner, Donald O. (1946). Social Reformers, Adam Smith to John Dewey. The Macmillan Company.
- „Wagner's law“. Sótt september 2023.