Dönsku Vestur-Indíur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kort sem sýnir staðsetningu Dönsku Vestur-Indía

Dönsku Vestur-Indíur voru dönsk nýlenda í Karíbahafi sem náði yfir þrjár eyjar í Antillaeyjaklasanum: St. Thomas, St. Jan og St. Croix. Tvær fyrrnefndu eyjarnar voru óbyggðar og Danska Vestur-Indía- og Gíneufélagið lagði þær undir sig 1672 og 1718. Árið 1733 keypti félagið svo St. Croix af Franska Vestur-Indíafélaginu. Eyjarnar urðu krúnunýlenda þegar danska ríkið leysti verslunarfélagið upp 1754 og keypti öll hlutabréf þess. Danska ríkið reyndi svo nokkrum sinnum að selja eyjarnar á síðari hluta 19. aldar. Að lokum keyptu Bandaríkin þær fyrir 25 milljón dali árið 1917. Síðan þá hafa eyjarnar heitið Bandarísku Jómfrúaeyjar.

Danir hófu plantekrubúskap á eyjunum með þrælum frá Afríku og framleiddu þar bómull, sykur og tóbak.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.