Bandalag kvenna í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað 30. maí 1917 á heimili Hólmfríðar Árnadóttur í Iðnskólanum í Reykjavík. Steinunn H. Bjarnason var fyrsti formaður félagsins.

Níu félög stóðu að Bandalaginu: Heimilisiðnaðarfélagið, Hið íslenska kvenfélagKvenfélagið HringurinnHvítabandið eldri deild, Hvítabandið yngri deild, Kvenfélag FríkirkjusafnaðarinsKvenréttindafélag Íslands, Lestrarfélag kvenna og Thorvaldsensfélagið

Markmið félagsins var að efla kynningu og samstarf milli aðildafélaganna, stuðla að aukinni menntun kvenna og vinna að velferðar- og fjölskyldumálum. Bandalagið safnaði fé fyrir byggingu Landspítalans til að fagna kosningarétti kvenna árið 1915, Landspítalinn var byggður árið 1930 en á hornsteini hans, sem lagður var af Alexandríu drottningu 15. júní 1926 stendur: „Hús þetta – LANDSSPÍTALINN- var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitt á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA.“

Bandalag kvenna í Reykjavík er einn eigandi Hallveigarstaða ásamt Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands.[1]

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. Bandalag kvenna í Reykjavík - saga BKR (skoðað 29.12.2016)