Verkakvennafélag Ísafjarðar
Útlit
Verkakvennafélag Ísafjarðar var stéttarfélag verkakvenna á Ísafirði, stofnað vorið 1917. Um 80 konur stóðu að stofnun félagsins og börðust þær fyrir tíu tíma vinnudegi og 30 aura kaupi á tímann. Til samanburðar var tímakaup verkakarla í Reykjavík 60 aurar um þær mundir.
Félagið starfaði í nokkur ár. Ekki er getið um aðrar forystukonur en formann þess, Þóru J. Einarsson, hjúkrunarkonu.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Þórunn Magnúsdóttir (1991). Þörfin knýr. Upphaf verkakvennahreyfingar á Íslandi.