Áramótaskaup 1986
Útlit
(Endurbeint frá Áramótaskaupið 1986)
Áramótaskaupið 1986 er áramótaskaup sem sýnt var árið 1986 og var sýnt á RÚV.
Skaupið 1986 var líkt og skaupið árið áður í umsjá hins svokallaða Spaugstofuhóps, þ.e. Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðs Sigurjónssonar, Arnar Árnasonar, Randvers Þorlákssonar og Þórhalls Sigurðssonar. Skaupið gerist að stórum hluta í Höfða þar sem leiðtogafundur þeirra Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjovs fór fram síðla árs 1986. Einnig er fjallað um atriði á borð við stofnun Stöðvar tvö, fyrsta framlag Íslendinga í Eurovision og ýmislegt fleira. Aðrir aðalleikarar í skaupinu (auk höfunda) voru Gísli Halldórsson, Rúrik Haraldsson, Hanna María Karlsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Leikstjóri skaupsins var Karl Ágúst Úlfsson.