18. febrúar
Útlit
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
18. febrúar er 49. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 316 dagar (317 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1145 - Evgeníus 3. varð páfi.
- 1229 - Friðrik 2. keisari náði völdum í Jerúsalem, Betlehem og Nasaret með tíu ára vopnahléssamningi við soldáninn Al-Kamil.
- 1478 - George Plantagenet, hertogi af Clarence var dæmdur sekur fyrir landráð gegn eldri bróður sínum Játvarði 4., og tekinn af lífi í Tower of London.
- 1563 - Frans hertogi af Guise, foringi kaþólikka í Frakklandi, var særður af Húgenottanum Jean de Poltrot de Méré þegar hann sat um Orléans og dó sex dögum síðar.
- 1678 - Bókin För pílagrímsins eða Krossgangan eftir John Bunyan kom út.
- 1797 - Bretar lögðu undir sig eyjarnar Trínidad og Tóbagó.
- 1875 - Eldgos hófst í Sveinagjá á Mývatnsöræfum.
- 1878 - Stofnaður var Alþýðuskólinn í Flensborg í Hafnarfirði. Þar var fyrsti vísir að kennaramenntun á Íslandi þar til Kennaraskóli Íslands var stofnaður 1908.
- 1885 - Snjóflóð féll á fjórtán íbúðarhús á Seyðisfirði og grandaði 24 mönnum.
- 1910 - Tuttugu manns fórust í snjóflóði á Hnífsdal. [1]
- 1930 - Sænska frystihúsið hóf starfsemi í Reykjavík.
- 1930 - Clyde Tombaugh fann Plútó þegar hann var að skoða myndir sem hann tók í janúar sama ár.
- 1930 - Elm Farm Ollie varð fyrsta kýrin sem flaug í flugvél og var mjólkuð í háloftunum.
- 1934 - Sjúkrahús Hvítabandsins í Reykjavík var vígt.
- 1959 - Vitaskipið Hermóður fórst undan Reykjanesi með tólf manna áhöfn.
- 1959 - Fidel Castro varð forsætisráðherra Kúbu.
- 1965 - Gambía fékk sjálfstæði frá Breska samveldinu.
- 1967 - Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði var stofnaður.
- 1974 - KISS sendi frá sér samnefnda plötu, þeirra fyrstu.
- 1975 - Þjóðfrelsishreyfing Tígra stofnuð í Eþíópíu.
- 1977- Geimskutluáætlunin: Geimskutlan Enterprise flaug „jómfrúarflug“ á Boeing 747 burðarþotu.
- 1977 - Fyrsta tölublað breska myndasögutímaritsins 2000 AD kom út.
- 1979 - Í Saharaeyðimörkinni snjóaði í hálftíma.
- 1983 - Nellie-fjöldamorðið: Yfir 2000 múslimar í bænum Nellie í indverska héraðinu Assam voru myrtir.
- 1983 - Wah Mee-blóðbaðið í Seattle.
- 1993 - Marita Petersen varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Færeyja.
- 1996 - Sprengja IRA sprakk í strætisvagni í London með þeim afleiðingum að sprengjumaðurinn lést og 9 aðrir særðust.
- 2001 - Bandaríski alríkislögreglumaðurinn Robert Hanssen var handtekinn fyrir njósnir fyrir Rússa.
- 2003 - 198 létust þegar maður kveikti eld í neðanjarðarlest í Seúl í Suður-Kóreu.
- 2004 - 320 létust þegar sprenging varð í járnbrautarlest í Íran.
- 2010 - Forseta Níger, Mamadou Tandja, var steypt af stóli af hópi hermanna undir stjórn Salou Djibo.
- 2011 - Bókabúðin Mál og menning tilkynnti um gjaldþrot eftir margra ára rekstur við Laugaveg.
- 2012 - 3/4 kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu rússnesku í Lettlandi höfnuðu því að hún yrði annað opinbert mál landsins.
- 2016 - Rússneska farsímafyrirtækið VimpelCom samþykkti að greiða bandarískum og hollenskum yfirvöldum 795 milljón dala sekt vegna spillingar á árunum 2006-12.
- 2018 - Iran Aseman Airlines flug 3704 hrapaði í Sagrosfjöllum með þeim afleiðingum að allir 65 um borð fórust.
- 2021 - Mars 2020: Marsbíllinn Perseverance og dróninn Ingenuity lentu á yfirborði Mars eftir 7 mánaða geimferð.
- 2022 - Hin árlega öryggisráðstefna í München var haldin, en Rússland sniðgekk hana.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1516 - María 1. Englandsdrottning (d. 1558).
- 1635 - Johan Göransson Gyllenstierna, sænskur stjórnmálamaður (d. 1680).
- 1642 - Marie Champmeslé, frönsk leikkona (d. 1698).
- 1838 - Ernst Mach, austurrískur eðlisfræðingur (d. 1916).
- 1847 - Thomas Alva Edison, bandarískur uppfinningamaður (d. 1931).
- 1849 - Alexander Kielland, norskur rithöfundur (d. 1906).
- 1886 - Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, íslenskur þýðandi (d. 1957).
- 1898 - Enzo Ferrari, ítalskur ökuþór og bílaframleiðandi (d. 1988).
- 1911 - Auður Auðuns, stjórnmálakona (d. 1999).
- 1931 - Toni Morrison, bandarískur rithöfundur (d. 2019).
- 1933 - Yoko Ono, japönsk myndlistarkona.
- 1936 - Ian Hacking, kanadískur heimspekingur.
- 1947 - Dennis DeYoung, söngvari og hljómborðsleikari Styx.
- 1949 - Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
- 1950 - Cybill Shepherd, bandarísk leikkona.
- 1954 - John Travolta, bandarískur leikari.
- 1954 - Herdís Þorgeirsdóttir, íslenskur lögmaður.
- 1955 - Stefán Jón Hafstein, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1956 - Arnbjörg Sveinsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Marita Koch, þýsk íþróttakona.
- 1957 - Vanna White, bandarísk leikkona.
- 1959 - Hallgrímur Helgason, íslenskur rithöfundur.
- 1959 - Jayne Atkinson, bandarísk leikkona.
- 1961 - Armin Laschet, þýskur stjórnmálamaður.
- 1963 - Þorsteinn M. Jónsson, íslenskur athafnamaður.
- 1964 - Matt Dillon, bandarískur leikari.
- 1965 - Dr. Dre, bandarískur rappari og útgefandi.
- 1967 - Roberto Baggio, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Molly Ringwald, bandarísk leikkona.
- 1973 - Claude Makelele, franskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Keith Gillespie, norður-írskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Þóra Arnórsdóttir, íslensk fjölmiðlakona.
- 1975 - Gary Neville, enskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Jermaine Jenas, enskur knattspyrnumaður.
- 1995 - Rúnar Alex Rúnarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 999 - Gregoríus 5. páfi.
- 1294 - Kúblaí Kan, keisari Mongólaveldisins (f. 1215).
- 1379 - Albert 2., hertogi af Mecklenburg (f. um 1318).
- 1455 - Fra Angelico, ítalskur listamaður (f. um 1395).
- 1546 - Marteinn Lúther, þýskur munkur og siðbótarfrömuður (f. 1483).
- 1564 - Michelangelo Buonarroti, ítalskur myndlistarmaður (f. 1475).
- 1851 - Carl Gustav Jacob Jacobi, þýskur stærðfræðingur (f. 1804).
- 1967 - J. Robert Oppenheimer, bandarískur eðlisfræðingur, kallaður „faðir atómsprengjunnar“ (f. 1904).
- 2003 - Isser Harel, ísraelskur Mossad leiðtogi (f. 1912).
- 2008 - Alain Robbe-Grillet, franskur rithöfundur (f. 1922).
- 2017 - Norma Leah McCorvey, sækjandi í dómsmálinu „Roe gegn Wade“ (f. 1947).