Vitaskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vitaskip frá 1951 sem nú er fljótandi veitingahús í Rotterdam.

Vitaskip er skip sem þjónar sama hlutverki og viti. Vitaskip eru notuð þar sem er af einhverjum ástæðum ekki hægt að reisa vita, til dæmis þar sem er mikið dýpi. Skipinu er þá lagt við ankeri um langan tíma. Nútímavitaskip voru fyrst sett upp í Bretlandi á 18. öld. Sums staðar urðu þau útbreidd en þar sem að jafnaði er hagkvæmara að reisa vita í landi en reka vitaskip var þeim yfirleitt skipt út við fyrsta tækifæri. Með tilkomu öflugra ljósbauja hefur vitaskipum fækkað verulega og eru þau nú flest orðin safngripir.

Orðið er líka notað um þau skip sem Vitamálastofnun Íslands rak og notaði til að flytja og þjónusta vita. Dæmi um þetta er vitaskipið Hermóður sam var keyptur til Íslands af stofnuninni 1947 og fórst 1959 undan Reykjanesi með allri áhöfn.

  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.