Fara í innihald

Villisvín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Villigöltur)
Villisvín
Tímabil steingervinga: Snemma Pleistósen–nútíma
Göltur af Mið-Evrópsku undirtegundinni (S. s. scrofa)
Göltur af Mið-Evrópsku undirtegundinni
(S. s. scrofa)
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Svín (Suidae)
Ættkvísl: Svín (Sus)
Tvínefni
Sus scrofa
Linnaeus, 1758
Endurgert útbreiðslukort upprunasvæðis villisvína (grænt) og þar sem þau eru innflutt (blátt): Ekki er sýndir minni hópar í Karíbaeyjar, Nýja-Sjáland, Afríka sunnan Sahara, og víðar.[1]
Endurgert útbreiðslukort upprunasvæðis villisvína (grænt) og þar sem þau eru innflutt (blátt): Ekki er sýndir minni hópar í Karíbaeyjar, Nýja-Sjáland, Afríka sunnan Sahara, og víðar.[1]
Samheiti
Samnefni tegundar[2]
  • andamanensis
    Blyth, 1858
  • babi
    Miller, 1906
  • enganus
    Lyon, 1916
  • floresianus
    Jentink, 1905
  • natunensis
    Miller, 1901
  • nicobaricus
    Miller, 1902

Villisvín (Sus scrofa)[3] eða Evrasískt villisvín,[4] er klaufdýr af svínaætt ættað frá mestallri Evrasíu, Norður Afríku, og Stóru-Sundaeyjum. Afskipti manna hafa aukið útbreiðsluna enn frekar, sem hefur gert tegundina eina útbreiddustu spendýrategund heimsins og þar með útbreiddustu svínategundina.[4] Hin mikla útbreiðsla, mikill fjöldi og aðlögunarhæfileiki, þýðir það að þau eru skráð í least concern af IUCN[1] og þau eru ágeng tegund á hluta þess svæðis sem þau hafa verið flutt til. Tegundin kom líklega fram í Suðaustur Asíu um fyrri hluta Pleistósen,[5] og ruddu öðrum tegundum úr vegi þegar þau breiddust út til gamla heimsins.[6]

Síðan 1990, hafa allt að 16 undirtegundir verið viðurkenndar, sem skiptast í fjóra svæðishópa byggt á hæð höfuðkúpu og lengd lacrimal bone.[2]


Heiti eftir aldri

[breyta | breyta frumkóða]

Flokkun og þróun

[breyta | breyta frumkóða]
Höfuðkúpa af Sus strozzi (Museo di Storia Naturale di Firenze), Pleistósene svínategund sem varð undir í samkepninni við S. scrofa

MtDNA rannsóknir benda til að villisvín eru upprunnin frá eyjum í Suðaustur Asíu svo sem Indónesíu og Filippseyjum, síðar breiðst út til meginlands Evrasíu og Norður Afríku.[5] Elstu fornleifar tegundarinnar koma frá bæði Evrópu og Asíu, og eru síða snemma á Pleistósen.[7] Við lok Villafranchian, hafði S. scrofa að mestu rutt hinni skyldu S. strozzii úr vegi; stór, hugsanlega mýradveljandi forfaðir nútíma Sus verrucosus, um allt meginland Evrasíu, svo það var einungis á stökum svæðum í Asíu.[6] Nánasti ættingi þess er skeggsvín á Malacca og nágrannaeyjum.[3]

Undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Nú (2005)[2] eru 16 undirtegundir viðurkenndar, sem er skift uppí fjóra svæðishópa:

  • Vestræn: Inniheldur S. s. scrofa, S. s. meridionalis, S. s. algira, S. s. attila, S. s. lybicus, og S. s. nigripes. Þessar undirtegundir eru yfirleitt með háa hauskúpu (þó eru lybicus og sumar scrofa með lága hauskúpu), með þykkt þel og (að undanteknum scrofa og attila) lítt þroskaða mön.[8]
  • Indversk: Inniheldur S. s. davidi og S. s. cristatus. Þessar undirtegundir hafa takmarkað eða ekkert þel, með langa mön og áberandi rákir á trýni og munni. S. s. cristatus er með háa hauskúpu og S. s. davidi er með lága hauskúpu.[8]
  • Austræn: Inniheldur S. s. sibiricus, S. s. ussuricus, S. s. leucomystax, S. s. riukiuanus, S. s. taivanus, og S. s. moupinensis. Einkennandi fyrir þessar undirtegundir er hvítleit rák sem nær frá munnvikum til neðri hluta kjálka. Að undanskilinni S. s. ussuricus, þá eru flest með háa höfuðkúpu. Þelið er þykkt, nema hjá S. s. moupinensis, mön að mestu ekki til staðar.[8]
  • Indónesísk: Einvörðungu S. s. vittatus, einkennandi fyrir það er gisið hár, skortur á þeli, löng mön, breið rauðleit rák frá trýni til hliðanna áhálsi.[8] Þetta er fornlegasta gerðin af þessum fjórum hópum, með minnstan heila, frumstæðasta tanngerð og ósérhæfða höfuðkúpugerð.[9]
Hauskúpur villisvíns (til vinstri) og alisvíns (hægri): Ath. mikið styttra andlit þess seinna.[15]



Tígur að drepa villisvín í Kanha Tiger Reserve





Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]



Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Oliver, W. & Leus, K. (2008). Sus scrofa. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2008: e.T41775A10559847. doi:10.2305/IUCN.UK.2008.RLTS.T41775A10559847.en. Sótt 13. janúar 2018. Í gagnagrunninum er stutt skýring hversvegna þessi tegund er ekki í hættu.
  2. 2,0 2,1 2,2 Snið:MSW3 Wozencraft
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 3,6 Heptner, V. G. ; Nasimovich, A. A. ; Bannikov, A. G. ; Hoffman, R. S. (1988) Mammals of the Soviet Union, Volume I, Washington, D.C. : Smithsonian Institution Libraries and National Science Foundation, pp. 19–82
  4. 4,0 4,1 Oliver, W. L. R. et al. 1993. The Eurasian Wild Pig (Sus scrofa). In Oliver, W. L. R., ed., Pigs, Peccaries, and Hippos – 1993 Status Survey and Conservation Action Plan, 112–121. IUCN/SSC Pigs and Peccaries Specialist Group, ISBN 2-8317-0141-4
  5. 5,0 5,1 Chen, K.; og fleiri (2007). „Genetic Resources, Genome Mapping and Evolutionary Genomics of the Pig (Sus scrofa)“. Int J Biol Sci. 3 (3): 153–165. doi:10.7150/ijbs.3.153.
  6. 6,0 6,1 Kurtén, Björn (1968). Pleistocene mammals of Europe. Weidenfeld and Nicolson. pp. 153–155
  7. Ruvinsky, A. et al. (2011). "Systematics and evolution of the pig". In: Ruvinsky A, Rothschild MF (eds), The Genetics of the Pig. 2nd ed. CAB International, Oxon. pp. 1–13. ISBN 978-1-84593-756-0
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 Groves, C. P. et al. 1993. The Eurasian Suids Sus and Babyrousa. In Oliver, W. L. R., ed., Pigs, Peccaries, and Hippos – 1993 Status Survey and Conservation Action Plan, 107–108. IUCN/SSC Pigs and Peccaries Specialist Group, ISBN 2-8317-0141-4
  9. Hemmer, H. (1990), Domestication: The Decline of Environmental Appreciation, Cambridge University Press, pp. 55–59, ISBN 0-521-34178-7
  10. Kingdon, J. (1997). The Kingdon Guide to African Mammals. p. 329. Academic Press Limited. ISBN 0-12-408355-2
  11. 11,0 11,1 11,2 11,3 11,4 11,5 11,6 11,7 Groves, C. (2008). Current views on the taxonomy and zoogeography of the genus Sus. pp. 15–29 in Albarella, U., Dobney, K, Ervynck, A. & Rowley-Conwy, P. Eds. (2008). Pigs and Humans: 10,000 Years of Interaction. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-920704-6
  12. Sterndale, R. A. (1884), Natural history of the Mammalia of India and Ceylon, Calcutta : Thacker, Spink, pp. 415–420
  13. Scheggi 1999, bls. 86–89
  14. Marsan & Mattioli 2013, bls. 14–15
  15. Clutton-Brock, J. (1999), A Natural History of Domesticated Mammals, Cambridge University Press, pp. 91–99, ISBN 0-521-63495-4
  • Cabanau, Laurent (2001). The Hunter's Library: Wild Boar in Europe. Könemann. ISBN 3-8290-5528-5.
  • Marsan, Andrea; Mattioli, Stefano (2013). Il Cinghiale (ítalska). Il Piviere (collana Fauna selvatica. Biologia e gestione). ISBN 978-88-96348-178.
  • Scheggi, Massimo (1999). La bestia nera: Caccia al cinghiale fra mito, storia e attualità (ítalska). Editoriale Olimpia (collana Caccia). ISBN 88-253-7904-8.

Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]