Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin
Útlit
(Endurbeint frá IUCN)
Ástand stofns |
---|
eftir hættustigi á Rauða lista IUCN |
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (enska: International Union for Conservation of Nature and Natural Resources) eða IUCN eru alþjóðastofnun sem helgar sig verndun náttúruauðlinda. Samtökin reka svokallaðan rauðan lista, gagnagrunn yfir ástand stofna ýmissa lífvera sem vá er talin steðja að.
Samtökin voru stofnuð árið 1948 af Svissneska náttúruverndarráðinu, frönsku ríkisstjórninni og UNESCO. Meginmarkmið IUCN er að hafa áhrif á þjóðfélög heimsins og bæði hvetja þau og styrkja til að vernda óraskaða og fjölbreytta náttúru og tryggja nýtingu allra náttúruauðlinda sé sanngjörn og vistfræðilega sjálfbær. Aðildarríki eru nú 86 þjóðríki, þar á meðal Ísland.