Fara í innihald

Truro

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Truru)
Dómkirkjan í Truro

Truro (IPA: [/ˈtrʊəroʊ/], kornbreska: Truru) er borg í sýslunni Cornwall á Englandi. Borgin er miðstöð sveitarstjórnar, þjónustu og verslunar í Cornwall en íbúarnir voru 17.431 árið 2001. Með úthverfunum voru íbúar 19.134 manns árið 2010. Truro er eina borgin í sýslunni og er syðsta borg Bretlands. Á ensku heitir fólk frá borginni Truronians.

Truro hefur löngu verið mikilvæg miðstöð verslunar í Cornwall og borgin óx úr höfninni sinni. Síðan varð borgin þekkt fyrir tinnámuna sína. Dómkirkjan í Truro er líka vel þekkt en henni var lokið árið 1910. Margar götur í borginni eru lagðar brústeinum og það eru mörg opin svæði og dæmi um georgískan arkitektúr. Konunglega minjasafnið í Cornwall er staðsett í Truro.

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.