Vasaættin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Vasaættarinnar.

Vasaættin var konungsætt sem ríkti yfir Svíþjóð 1523 til 1654 og Pólsk-litháíska samveldinu 1587 til 1668. Ættin var að uppruna aðalsætt frá Upplandi.

Konungar og drottningar Svíþjóðar[breyta | breyta frumkóða]

Vasaættin komst til valda þegar Gustav Eriksson, einn af leiðtogum uppreisnarinnar gegn Kristjáni 2., var krýndur konungur. Faðir hans, Erik Johansson (Vasa), hafði verið drepinn af Kristjáni í Stokkhólmsvígunum.

Valdatíma Vasaættarinnar í Svíþjóð lauk þegar Kristín Svíadrottning sagði af sér og snerist til kaþólskrar trúar. Hún lét frænda sínum Karli 10. af Pfalzættinni eftir hásætið.

Konungar Póllands[breyta | breyta frumkóða]

Vasaættin komst til valda í Pólsk-litháíska samveldinu í gegnum erfðir. Jóhann 3. giftist Katrínu Jagiellonku, dóttur Sigmundar gamla, Póllandskonungs og systur Sigmundar 2. Þegar hann lést án karlkyns erfingja 1589 fékk Sigmundur krúnuna. Það kom hins vegar í veg fyrir að honum tækist að taka völdin í Svíþjóð eftir föður sinn þremur árum síðar og föðurbróðir hans, Karl hertogi, var því í reynd hæstráðandi í Svíþjóð, þar til Sigmundur gaf eftir tilkall sitt til sænsku krúnunnar árið 1600.

Þegar Jóhann sagði af sér og gekk í jesúítaklaustur í Frakklandi eftir „Flóðið mikla“ kaus pólski aðallinn Michał Korybut Wiśniowiecki sem konung.