Karl 11.
Karl 11. (24. nóvember 1655 – 5. apríl 1697) var Svíakonungur frá 1660 til dauðadags. Hann varð konungur aðeins fimm ára gamall eftir að faðir hans Karl 10. Gústaf lést úr veikindum. Móðir hans Heiðveig Eleonóra af Holstein-Gottorp fór með völdin fyrir hans hönd en hún hafði lítinn áhuga á stjórnmálum og því var stjórn ríkisins í raun í höndum voldugra ráðgjafa í sænska ríkisráðinu á borð við Johan Göransson Gyllenstierna. Framganga hans í Skánarstríðinu gegn Danmörku 1675-1679 aflaði honum aukinna vinsælda og eftir lát Gyllenstierna 1680 tók hann sjálfur meiri þátt í stjórn ríkisins. Eftir stríðið einbeitti hann sér að umbótum í ríkisfjármálunum, í málefnum stjórnkerfisins og hersins. Hann giftist 1680 systur Danakonungs, Úlriku Eleonóru sem ól honum sjö börn, þar á meðal Karl 12. sem tók við völdum eftir lát föður síns.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Málverk af Karli 11. á barnsaldri eftir Abraham Wuchters
Fyrirrennari: Karl 10. Gústaf |
|
Eftirmaður: Karl 12. |