Fara í innihald

Supernatural

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Supernatural
Opnunarmynd þáttana
TegundDrama, yfirnáttúrulegt, hryllings, ævintýri, hasar
Búið til afEric Kripke
ÞróunEric Kripke
Leikarar
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða15
Fjöldi þátta327
Framleiðsla
FramleiðandiEric Kripke
McG
Robert Singer
Kim Manners
StaðsetningKanada Vancouver, Breska Kólumbía, Kanada
MyndatakaStök-myndavél uppsetning
Lengd þáttar38-45 mín (án auglýsinga)
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðThe CW
Myndframsetning1081i (HDTV)
Sýnt13. september 200515. nóvember 2020
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Supernatural er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um tvo bræður sem ferðast um Bandaríkin í þeim tilgangi að berjast og leita uppi yfirnáttúrulega djöfla, yfirnáttúrulega drauga og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri. Höfundurinn að þættinum er Eric Kripke.

Alls hafa tíu þáttaraðir verið gerðar. Ellefta þáttaröðin af Supernatural var frumsýnd 7. október, 2015 í Bandaríkjunum. [1]

Þann 11. mars 2016, tilkynnti CW sjónvarpsstöðin að Supernatural hefði verið endurnýjaður fyrir tólftu þáttaröðinni. [2]

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Framleiðendur[breyta | breyta frumkóða]

Supernatural er framleitt af Warner Bros. Television Production Inc., í samstarfi við Wonderland Sound and Vision. Eric Kripke hefur verið framleiðslustjóri frá byrjun en með honum hafa verið McG, Robert Singer, Kim Manners, Phil Sgriccia, Sera Gamble, Jeremy Carver, John Shiban, Ben Edlund og Adam Glass.

Kim Manners lést úr lungnakrabbameini árið 2009 þegar tökur á seríu 4 stóðu yfir. [3]

Hugmynd og þróun[breyta | breyta frumkóða]

Kripke hafði verið að vinna með hugmyndina að Supernatural í um það bil tíu ár en hann var mikill áhugamaður um þjóðsagnir og þjóðsagnakenndar verur síðan hann var barn. Kripke hafði hugsað sér í byrjun söguþráð um blaðamann sem rannsakaði yfirnáttúrulegar verur og skrifaði um þær.[4] Reyndi hann í nokkur ár að koma hugmyndinni á framfæri sem seríu en hafði einnig hugsað sér að gera kvikmynd um efnið. [5] [6]

Kripke hafði unnið sem handritshöfundur að sjónvarpsþættinum Tarzan fyrir WB sjónvarpstöðina. Var honum boðið tækifæri að koma með hugmyndir að nýju þáttum og notaði hann tækifærið að kynna Supernatural. WB stöðin töldu hugmyndina um blaðamanninn ekki nógu góða, kom hann því í staðinn með hugmyndina að aðalpersónurnar væru bræður. [7] Ákvað hann að bræðurnir myndu vera frá Lawrence, Kansas, vegna nálægðar hans við Stull kirkjugarðinn sem er þekktur fyrir þjóðsagnakenndar verur.[8]

Þátturinn fór í gegnum nokkur breytingarskeið áður en loka útgáfan varð að veruleika. Til að byrja með áttu bræðurnir að hafa verið aldnir upp af ættingjum í stað föður þeirra, Jessica átti að vera djöfull, Sam haldið að Dean væri raðmorðingi sem dræpi síðan föður þeirra og að faðir þeirra myndi deyja í stað Jessicu.[9] [10] [11][12] Samkvæmt Kripke, átti þátturinn upprunalega að vera vikulegar sögur af skrímslum þar sem Sam og Dean voru í aukahlutverki, svona nokkurn veginn vikulegar hryllingsmyndir. [13] [14]En eftir aðeins nokkra þætti, tóku Kripke og Robert Singer eftir því hversu vel Jared Padalecki og Jensen Ackles náðu vel saman. Ákváðu þeir að breyta sögunni þannig að hún væri meira um bræðurna sjálfa en skrímslin, þannig að hver þáttur er unninn í kringum bræðurna og hvaða skrímsli þeir eru að leita að hverju sinni.[13]

Kripke skipulagði söguþráðinn aðeins fyrir fimm þáttaraðir, en vegna aukinna áhorfa í seríum fjögur og fimm,[15] sóttist CW sjónvarpsstöðin eftir seríu 6.[16] Kripke staðfesti að hann myndi ekki snúa aftur sem yfirhöfundur, en hann myndi vera sérstakur ráðgjafi sem og framleiðslustjóri, en láta Sera Gamble taka yfir sem yfirhöfund.[15]

Tilkynnt var 3. maí 2012 að yfirhöfundurinn Sera Gamble myndi stíga til hliðar og í hennar stað kæmu Jeremy Carver og Robert Singer.[17][18]

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn notar tónlistarþema sem hefur verið skrifað af Christopher Lennertz og Jay Gruska.[19] Skiptast þeir á að skrifa tónlistina í þáttunum og þau þema sem henta hverri persónu eða senu hverju sinni. Þrátt fyrir að tónlist þeirra er svipuð þegar kemur að bræðrunum, þá er ný tónlist skrifuð í þriðja hverjum þætti.[19]

Ein af megin ákvörðunum Eric Kripke við gerð þáttarins var sú að í hverjum þætti myndi klassísk rokktónlist vera spiluð. Ástæðan var sú að hann vildi ekki þá lélegu tónlist sem sjónvarpsstöðin var þekkt fyrir í öðrum þáttum sem hún sýndi. En Kripke hótaði að hætta myndi sjónvarpstöðin ekki verða við óskum hans. [20]

Dean er látinn vera mikill aðdáandi klassískrar rokktónlistar og þunga rokks sem hann hlustar á kassettum í bílnum. Eru lögin oft notuð í tengslum við ákveðnar senur og þætti. Auk þess nota bræðurnir nöfn margra söngvara sem dulnefni í þáttunum.

Spilað hefur verið lög eftir hljómsveitir á borð við Blue Öyster Cult, Bad Company, Stevie Ray Vaughan, Rush, Triumph og AC/DC.

Lagið Carry On Wayward Son eftir hljómsveitina Kansas hefur alltaf verið spilað í byrjun hvers loka þættar í öllum þáttaröðunum fyrir utan þá fyrstu.[21]

Tökustaðir[breyta | breyta frumkóða]

Þó að fyrsti þátturinn hafi verið tekinn upp í Kaliforníu, fara aðalupptökurnar fram í Vancouver, Kanada en eftirvinnslan fer fram í Kaliforníu.

Upptökur stoppuðu í desember 2007, eftir aðeins tólf þætti vegna verkfall handritshöfunda árið 2007-2008. Upprunalega átti að taka upp 22 þætti en vegna verkfallsins var serían stytt niður í 16 þætti, með fjóra seinustu þættina tekna upp í apríl og maí 2008.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Supernatural segir frá bæðrunum Sam Winchester (Jared Padalecki) og Dean Winchester (Jensen Ackles), sem berjast við yfirnáttúrulegar verur sem óyfirnáttúrulegt (þ.e.a.s. venjulegt) fólk heldur að sé ekki til. Bræðurnir misstu móður sína í yfirnáttúrulegum bruna, sem orsakaður var af yfirnáttúrulegum öflum, þegar Sam var 6 mánaða og Dean 4 ára. Eftir yfirnáttúrulega lát móður þeirra helgaði faðir þeirra John Winchester (Jeffrey Dean Morgan) líf sitt og þeirra í að elta uppi þann yfirnáttúrulega fjanda sem drap konu hans í leit að yfirnáttúrulegum hefndum. Bræðurnir ólust upp á ferðalaginu með föður þeirra, þar sem þeir lærðu að berjast við þessi yfirnáttúrulegu öfl. Mikið af yfirnáttúrulegum söguþráðunum eru byggðir á yfirnáttúrulegum bandarískum þjóðsagnarpersónum á borð við yfirnáttúrulegar vampírur, yfirnáttúrulega djöfla, yfirnáttúrulega varúlfa og yfirnáttúrulega drauga.

Þáttaraðir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröðin hefst þegar Dean dúkkar allt í einu upp í íbúð Sam í Stanford-háskóla. Þar leggur hann áherslu á að faðir þeirra hafi horfið í miðri veiðiferð og þarf aðstoð Sams í leit sinni að honum. Til að byrja með er Sam mjög tregur til þess að hjálpa Dean en á endanum samþykkir hann að hjálpa Dean með því skilyrði að þetta sé eina skiptið. Á meðan þeir eru að leita að föður þeirra þá er Jess, kærasta Sam, drepin af sömu öflum og drap móður þeirra. Eftir lát hennar verður Sam ákveðnari í að finna það sem drap hana og leita hefnda. Bæði Sam og Dean fara á veiðarnar um Bandaríkin endilöng í leit sinni að vísbendingum hvar faðir þeirra gæti verið.

Önnur þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Meginsagan fjallar um leit bræðranna að Guleygða Djölfinum og hvaða plön djöfullinn hafði í huga fyrir Sam. Nóttina sem móðir þeirra dó smitaðist Sam af djöflablóði, sem gerir það að verkum að hann hefur dulræna hæfileika. Svo virðist sem djöfullinn gerði það sama við önnur börn, sem bræðurnir kynnast í gegnum seríuna. Einnig kynnast þeir nýjum bandamönnum: Ellen, Jo og Ash sem hjálpa þeim af og til eins og Bobby, sem er gamall vinur föðurs þeirra. Endi seríunnar skiptist í tvo hluta: í fyrri hlutanum hefur djöfullinn safnað saman þessum einstöku krökkum saman í yfirgefnu bæ. Þar eiga þau að berjast til dauða þangað til eitt þeirra stendur eftir. Sam er drepinn af þeim eina sem eftir stendur og deyr í örmum Deans. Dean sem getur ekki staðið dauða Sam, ákveður að selja sál sína fyrir líf Sams og fær aðeins eitt ár til þess að kveðja Sam áður en hann fer til helvítis.

Þriðja þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Meginsagan liggur í kringum bræðurna þá sérstaklega Sam sem reynir allt sem hann getur að bjarga Dean frá því að fara til helvítis. Á leiðinni kynnast þeir djöfli sem kallast Ruby, sem hefur mikinn áhuga á Sam og segist geta hjálpað honum að bjarga Dean. Einnig kynnast þeir Belu Talbot sem safnar og selur dulræna hluti og er mikill þyrnir í augum þeirra. Á endanum ná bræðurnir að finna djöfulinn sem heldur samningi Deans, sem heitir Lilith. Hvorki Sam né Ruby ná að bjarga Dean áður en hann er sendur til helvítis.

Fjórða þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Meginsagan fjallar um baráttu bræðranna við Lilith og áætlanir hennar að leysa Lúsífer úr helvíti. Dean rís upp úr helvíti eftir að hafa verið bjargaður af englinum Castiel samkvæmt fyrirskipun Guðs. Sam hefur öðlast meiri hæfileika með aðstoð Ruby þá fjóra mánuði sem Dean var dáinn. Svo virðist sem Dean var lífgaður við til þess að stoppa áætlun Liliths í að rjúfa þau 66 innsigli sem þarf til þess að leysa Lúsífer úr helvíti. Í lokaþættinum drepur Sam, Lilith, en morð hennar er loka innsiglið. Svo virðist sem englarnir vildu að innsiglin yrðu rofin, þar sem þeir telja að Dean getur unnið Lúsifer og boðað komu paradísar til jarðar. Einnig kemur í ljós að Ruby hafi notað Sam allan tíma en er síðan drepin af Dean. Þar sem Sam drap Lilith og rauf á endanum seinasta innsiglið, þá er Lúsífer loksins laus úr helvíti.

Fimmta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Meginsagan fjallar um baráttu bræðranna við Lúsífer og komandi heimsendi. Gengum seríuna berjast bræðurnir bæði við djöfla og engla, til þess að komast undan því að verða "mannsform" fyrir Michael og Lúsifer. Eiga þeir erfitt með að vinna Lúsifer, en þeir ná að vinna hina fjóra hestamenn heimsendsins, sem geyma hringana sem geta sent Lúsifer aftur til helvítis.

Hinn yfirvofandi heimsendir sendir Dean, Sam, Castiel og Bobby í mikið tilfinningastríð gegn sjálfum sér og hvor öðrum. En með stuðningi frá hvor öðrum ná þeir að endalokum í stríði sínu gegn Lúsifer.

Sjötta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Meginsagan er leit bræðranna að sálu Sams og stríð þeirra gegn Crowley og Eve (móður allra skrímsla). Ár hefur liðið síðan Sam fór til helvítis en þann tíma hefur Dean lifað hamingjusömu lífi með Lísu og Ben. Sam snýr aftur og Dean kynnist nýjum armi af Campbell fjölskyldunni ásamt afa þeirra Samuel. Á sama tíma reynir Castiel að koma á friði í himnaríki.

Sjöunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Meginsagan fjallar um baráttu bræðranna gegn Leviathans og yfirmanni þeirra Dick Roman. Castiel lýsir því yfir að hann sé guð en kemst fljótlega að því að sálirnar inní honum eru farnar að taka toll á líkama hans. Bræðurnir, Castiel og Bobby reyna að loka öllum sálunum aftur inn í Purgatory sem tekst fyrir utan Leviathans sem eru elstu skrímsli sem til eru í heiminum. Leviathans taka yfir Castiel áður en þau drepa hann og hverfa síðan.

Einnig er fylgst með baráttu Sams við ofsóknir Lúsifers og það tilfinningastríð sem bræðurnir fara í gegnum vegna andláts Bobbys.

Áttunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Meginsagan fjallar um leit bræðranna að leiðum til að loka hliðum Helvítis fyrir full og allt. Ár er liðið síðan Dean og Castiel hurfu en Dean snýr aftur til jarðar frá Purgatory án Castiels. Flutti hann með sér í líkama sínum sál vampírunnar Benny sem hann kynntist í Purgatory. Dean kemst að því að árið sem hann var í burtu hætti Sam að veiða og byrjaði í sambandi með dýralækninum Amelia.

Níunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Tíunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Leikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aðrir þættir tengdir þættinum[breyta | breyta frumkóða]

Impala bíllinn[breyta | breyta frumkóða]

Í gegnum þáttaraðirnar keyrir Dean um á 1967 Chevrolet Impala sem hann kallar Baby. Bílinn fékk hann frá föður sínum og er mikilvægasta eign hans. Leikarinn Jensen sem leikur Dean telur að bíllinn sé lífgjafi og griðarstaður Deans. [22] Bíllinn er mjög mikilvægur enda eina farartæki bræðranna. Í fyrsta þættinum kemur fram að í skottinu má finna mismunandi vopn og uppýsingar sem bræðurnir nota við veiðarnar.

John Winchester keypti bílinn árið 1973 eftir að Dean sannfærði hann um að bíllinn væri betri en 1968 VW sendibíll, í þættinum In the Beginnig. Uppruni bílsins er frekar skoðaður í loka þætti fimmtu þáttaraðarinnar Swan Song, þar sem farið er yfir sögu hans frá því hann var byggður og til dagsins sem þátturinn á að gerast. Samkvæmt Chuck Shurley hafa bræðurnir gert bílinn að sinni eign, m.a. sem börn þar sem Sam setur hermann í öskubakkann eða þegar Dean setur kubba í viftugatið ásamt því að rista nöfn sín í bílinn. Að auki bendir Chuck á, að á meðan bræðurnir hafa bílinn þá telja þeir sig ekki vera heimilislausa.[23]

Í fyrstu tveim þáttaröðunum hefur bíllinn bílnúmerið KAZ 2Y5, sem er tilvitnun í Kansas (sem er heimafylki bræðranna) og 2005 fyrir árið sem þátturinn var frumsýndur. En í þættinum What Is and What Should Never Be þá er komin ný bílplata með númerið CNK 80Q3, er það vegna þess að bræðurnir eru að flýja undan Alríkislögreglunni.[24]

Í sjöundu þáttaröðinni, þurftu bræðurnir að skipta um bíl eftir að tveir Leviathans í líki bræðranna gerast morðóðir um endilangt landið í bíl sem líkist Impala bílnum. Í staðinn þurftu þeir að nota ýmsar gerðir bíla sem Dean var aldrei sáttur með. Bræðurnir byrja að nota bílinn aftur í enda þáttaraðarinnar þegar þeir ráðast á Disk Roman og halda því áfram í byrjun þeirri áttundu.

Singer Salvage Yard[breyta | breyta frumkóða]

Bílagarður í eigu Bobbys Singer en garðurinn er staðsettur í Sioux Falls, Suður Dakóta og er nokkra ferkílómetra stór þar sem bílhræ liggja um ásamt húsi Bobbys og viðgerðarskúrum.

Bobby er alinn upp í húsinu sem er á þremur hæðum og er húsið yfirfullt af bókum og ýmsum hlutum sem hægt er nota við rannóknir. Í þættinum Death´s Door í sjöundu þáttaröðinni kemur fram að bæði Bobby og móðir hans höfðu lifað við ofbeldi af hálfu föður hans. Fram kemur einnig í þættinum að Bobby skaut föður sinn til bana þegar hann var ungur og gróf hann bakvið vinnuskúrinn.[25]

Í þættinum Are you there God? It's me, Dean Winchester í fjórðu þáttaröðinni komast bræðurnir að því að Bobby hafi byggt öryggisherbergi í kjallara hússins. Herbergið er búið til úr járni sem er þakið salti, ásamt ýmsum varnargildrum sem koma í veg fyrir að yfirnáttúrulegar verur geta komist inn eða sloppið út. Herbergið er nokkrum sinnum notað í fjórðu þáttaröðinni.

Í þættinum Hello, Cruel World í sjöundu þáttaröðinni er húsið brennt til grunna af Edgar sem er Leviathan. Bræðurnir koma að brunarústunum og telja að Bobby sé látinn en komast þeir síðan að því að hann er á lífi síðar í þættinum. Síðan þá hefur garðurinn verið lítið notaður af bræðrunum.

Vandræði með yfirvöldin[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem Dean og Sam fá ekki borgað fyrir veiðarnar, vinna þeir sér inn pening með kreditkorta-fölsunum, pókerspili og billjardsvindli. Enn fremur hafa rannsóknir þeirrar oft sett þá öfugumegin við lögin, þar sem þeir hafa vanhelgað grafir, villað á sér heimildir sem fulltrúar ýmissa opinbera starfsmanna, ásamt inbrotum. Þeir hafa verið rannsakaðir um morð og bankarán, ásamt því að vera eftirlýstir af ýmsum lögregluembættum en aðallega af Alríkislögreglunni Þar sem þeir eru eftirlýstir hafa þeir notast við dulnefni, sem oftast eru nöfn tónlistarmanna.

Í þættinum Jus in Bello í þriðju þáttaröð eru Sam og Dean taldir vera dauðir eftir sprengingu í skrifstofu og fangelsi sýslumannsins í Monument-sýslu í Colorado. Náðu bræðurnir að halda sig frá varðanalögum þangað til í sjöndu þáttaröðinni þegar Leviathan klónuðu bræðurna. Klónar þeirra skildu eftir sig blóðug drifna slóð um Bandaríkin í von sinni að bræðurnir kæmu úr felum. Sam og Dean eru handteknir af lögreglunni í Iowa þar sem þeir börðust við Hook Man í fyrstu þáttaröðinni. Leviathans klónarnir reyna að drepa bræðurna en þeir ná að drepa klónanna. Fótgetinn, sem hafði orðið vitni að árásum klónanna, hjálpar bræðrunum með því að láta sem þeir hafi látið lífið. Verða bræðurnir að skilja við Impala bílinn og notast við stolna bíla, ásamt því að taka upp ný dulnefni.

Í byrjun áttundu þáttatöðinni geta þeir farið að notast við bílinn aftur og þau ýmsu dulnefni sem þeir höfðu notast við áður þar sem Leviathans voru dauð.

Hnífur Rubys[breyta | breyta frumkóða]

Í þriðju þáttaröðinni komast bræðurnir í kynni við djöfulinn Ruby. Hefur hún að geyma forlátan hníf sem hefur þann eiginleika að geta drepið alla djöfla. Grip hnífsins er gert úr elgshorni og finna má leturgröft báðum megin á gripinu. Í áttundu þáttaröðinni kemur fram að hnífurinn er forn djöflahnífur af kúrdneskum uppruna. Hnífurinn hefur ekki virkað á Alastair, Abbadon og Cain né engla. Hafa bræðurnir notast við hnífinn síðan í enda fjórðu þáttaraðar. [26]

Colt-sexhleypan[breyta | breyta frumkóða]

Colt-sexhleypan með þrettán upprunalegum kúlum

Colt sexhleypan var smíðuðu af Samuel Colt kringum 1835, en hann var yfirnáttúrulegur veiðimaður. Að auki bjó Colt til þrettán byssukúlur sem voru hannaðar sérstaklega fyrir byssuna og höfðu yfirnáttúrulega hæfileika. Samkvæmt þjóðsögunni getur allt sem er skotið úr byssunni drepið allt sem er yfirnáttúrulegt sem annað getur ekki gert. Byssan er líka lykillinn að Hliðinu til Helvítis sem er staðsett í Wyoming og var sett upp af Colt sjálfum.[27]

Bræðurnir ásamt föður þeirra komast fyrst í kynni við byssuna þegar þeir rannsaka dauða veiðimannsins Daniel Elkins. Sex byssukúlur höfðu verið notaðar áður en hún lenti hjá Elkins. Byssan hafði verið tekin af vampírum sem höfðu drepið hann, sem eru síðan drepnar af feðgunum og John tekur byssuna í þeim tilgangi að drepa Azazel.

Í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar gerir John skipti við Azazel, byssuna og líf hans í staðinn fyrir líf Deans. Í lok annarrar þáttaraðar notar Dean byssuna til að drepa Azazel og eftir það er haldið að byssan sé ónýt. En með hjálp Ruby nær Bobby að gera við hana og búa til nýjar byssukúlur. Þegar líður á þriðju þáttaröð stelur Bella byssunni og gefur hana Lilith til þess að komast undan samningi sem hún hafði gert við hana tíu árum áður. Í fimmtu þáttaröðinni lætur Becky bræðurna vita að djöfullinn Crowley er með byssuna, sem hann lætur þá fá í staðinn fyrir að drepa Lúsifer. Seinna meir lætur Lúsifer þá vita að aðeins fimm hlutir geta drepið hann og byssan er ekki hluti af því.

Byssan sést aftur í sjöttu þáttaröðinni þegar bræðurnir ferðast til ársins 1861, þar sem þeir hitta sjálfan Samuel Colt. Dean týnir byssunni sem lendir í hlut bareigandans Elkins sem var forfaðir Daniel Elkins, sem átti byssuna til að byrja með.

Á sexhleypunni má finna latneska áletrið Non timebo mala sem þýðir Ég óttast ekkert illt. Einnig má finna fimm hyrnda stjörnu og töluna þrettán sem tengist byssukúlunum. [28]

Orð Guðs töflurnar[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt sögunni voru Orð Guðs skrifuð niður á töflur þegar Guð skapaði alheiminn, áttu þær að vera til verndar mannkyninu. Töflurnar voru skrifaðar af englinum Metatron sem hvarf eftir að skrifunum lauk. Til þessa hafa aðeins þrjár töflur fundist: Leviathan, Djöfla og Engla. Samkvæmt Castiel ef Orð Guðs eru gerð opinská þá vaknar spámaður til lífsins.[29]

Leviathan taflan[breyta | breyta frumkóða]

Bræðurnir komast í kynni við Leviathan töfluna í þættinum The Girl with the Dungeons and Dragons Tattoo í sjöundu þáttaröðinni. Þegar þeir stela mikilvægum pakka frá Dick Roman. Í pakkanum finna þeir grjóthnullung sem þeir brjóta upp og í ljós kemur taflan. Á samatíma og þeir losa töfluna úr grjótinu vaknar spámaðurinn til lífsins í formi Kevin Tran og Castiel losnar úr andlegu prísund sinni. Taflan inniheldur upplýsingar hvernig hægt er að senda Leviathan skrímslin aftur til Purgatory. Til þess að það sé hægt þurfa bræðurnir blóð frá: föllnum engli, yfirmanni fallandi mannkyns og föður fallandi skrímsla. Að auki þurfa þeir bein réttlátrar manneskju. Nota bræðurnir þessar upplýsingar til þess að búa til vopn svo þeir geti drepið Dick Roman í enda sjöundu þáttaraðarinnar. [30]

Djöfla taflan[breyta | breyta frumkóða]

Í byrjun áttundu þáttraðarinnar hitta bræðurnir Kevin eftir að hann hafði komist undan Crowley nokkrum mánuðum áður. Samkvæmt Kevin átti hann að þýða Djöflatöflu sem Crowley hafði í höndum sér en hann náði að flýja með töfluna áður en hann þýddi alla töfluna. Á töflunni er að finna upplýsingar hvernig hægt er að opna hliðið til Helvítis, búa til djöflasprengjur en einnig hvernig hægt er að loka hliðinu til Helvítis fyrir fullt og allt. Til þess að hægt sé að loka hliðinu til Helvítis þarf að ljúka við þrjár þrautir: drepa hund frá helvíti, bjarga saklausri sálu frá helvíti og lækna djöful. Nota bræðurnir þessar upplýsingar til þess að vinna stríðið gegn Crowley.

Í þættinum A Little Slice of Kevin koma fram frekari upplýsingar um hvað stendur á töflunni þegar Kevin þýðir hana. Meðal annars er stutt orðsending frá Metratron sem kemur inn á að til eru fleiri töflur en þær sem hafa þegar fundist.

Í þættinum The Hunter Games í tíundu þáttaröðinni, telur Castiel að kannski sé að finna upplýsingar um hvernig hægt er að losna við Merki Cains á töflunni. Hann og Sam snúa sér til Metatron til að athuga hvort hann geti hjálpað þeim. Nær Metatron að flýja með töfluna í þættinum Book of the Damned eftir að hafa platað Castiel.

Engla taflan[breyta | breyta frumkóða]

Englatafla er fyrst nefnd í þættinum Torn and Frayed í áttundu þáttaröðinni, eftir að Crowley hafði pyntað engilinn Samandriel og komist yfir mikilvæg engla leyndarmál. Með því hefst leit Crowleys að töflunni. Í þættinum Goodbye Stranger rekast Castiel, bræðurnir og Crowley á í leit sinni að töflunni, sem má finna í hvelfingu Lúsifers. Notast þeir við upplýsingar frá djölfinum Meg Masters. Castiel og bræðurnir ná að finna töfluna á undan Crowley. Þátturinn endar með því að Castiel flýr með töfluna.

Í þættinum Clip Show ákveður Metatron að snúa sér til Castiel með þá hugmynd að loka hliðunum til Himnaríkis en til þess þarf Castiel að ljúka við ákveðnar þrautir fyrst. Sú fyrsta er að drepa afkvæmi engils og manneskju sem Castiel gerir með trega. Í þættinum Sacrifice komast bræðurnir að því hvað þeir eru að gera, ákveður Dean að aðstoða Castiel en lætur Kevin þýða töfluna svo hægt sé að vita seinustu þrautirnar. Önnur þrautin er fá boga frá Kúpid sem þeir ljúka en á samatíma hringir Kevin í þá með upplýsingar. Fann hann upplýsingar um hvernig hægt er að loka hliðunum til Himnaríkis en segist ekkert hafa lesið um þær þrautir sem Castiel hefur gert. Naomi kemur og varar þá við að Metatron er ekki að reyna að loka hliðunum heldur að vísa englunum burt úr himnaríki, sem hann staðfestir við Castiel þegar hann rænir honum. Metatron var aðeins að nota Castiel í þeim tilgangi að geta tekið yfir Himnaríki og rekið englana í burtu. [31]

Bræðurnir ná yfirráðum yfir bæði Engla-og Djöfla töflunni þegar þeir plata Crowley. Kevin reynir að nota Englatöfluna til að finna lausn á brögðum Metatrons. Engillinn Gadreel drepur Kevin og stelur töflunum í þættinum Holy Terror í níundu þáttaröðinni og lætur Metratron fá þær. Metatron notfærir sér krafta englatöflunar sem gefur honum Guðslegan kraft og ósýnileika. Í þættinum Do You Believe in Miracles? nær Castiel að komast inn í Himnaríki og brjóta englatöfluna og þar með krafta Metarons. Þar sem enginn spámaður er til þá er ekki hægt að gera við töfluna.[32]

Merki Cains og Fyrsti hnífurinn[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti Hnífurinn er fyrst nefndur í þættinum First Born í níundu þáttaröðinni, þegar Crowley biður Dean um aðstoð varðandi Abaddon. Hnífurinn er það eina sem hægt er að drepa Riddara Helvítis. Svo hægt sé að nota hnífinn, þarf sá sem notar hann að hafa Merki Cains, illvígt merki sem var gefið Cain af Lúsifer fyrir að hafa drepið Abel. Í leit sinni að hnífnum enda þeir á búgarði þar sem sjálfur Cain býr. Eftir nokkuð málþóf og bardaga milli Dean og djölfa, ákveður Cain að gefa Dean Merki Cains þar sem hann hafði sannað sig til að bera merkið. [33]

Í þættinum Blade Runners komast bræðurnir og Crowley að því að hnífurinn er í höndum gamals útsendara Men of Letters reglunnar að nafni Magnus. Magnus tekur Dean sem fanga í þeim tilgangi að stjórna honum og hnífnum. Dean nær að losa sig úr prísundinni og drepur Magnus með hnífnum. Við notkunina á hnífnum finnur Dean fyrir krafti merkisins þegar hann verður aðhylltari meira ofbeldi en vanalega ásamt því að vera kraftmeiri. Crowley geymir hnífinn þangað til Abaddon er fundin. Reynir hún að laða bræðurnar í gildru en Dean nær að yfirbuga og drepa hana. Dean finnst hann vera rólegri þegar hann er með hnífinn í höndum sér, Crowley bendir á að merkið mun láta hann vilja drepa oftar og mun drepa hann ef hann stoppar að drepa. Cain gat lifað með merkið þar sem hann var djöfull en merkið er ekki hannað þannig að mannsekja getur lifað með því. [34] Þátturinn Do You Believe in Miracles? endar á því að Crowley vekur Dean til lífsins með hnífnum og Dean vaknar upp í formi djöfuls og Riddara Helvítis.

Í þáttunum Black, Reichenbach og Soul Survivor í tíundu þáttaröðinni reynir Sam að finna Dean. Þegar hann uppgvötar hvað Crowley gerði, reynir hann að gera samning við hann svo hægt sé að hafa hemil á Dean. Í fyrstu neitar Crowley en þegar hann sér hvernig merkið fer illa með Dean þá snýr hann sér að Sam. Hann heldur hnífnum en Sam fær Dean. Með aðstoð Castiels ná þeir að breyta Dean aftur í manneskju en hann hefur enn merkið á sér sem hefur afleiðingar. Mest alla tíundu þáttaröðina reyna bræðurnir að finna leið til að losna við merkið en lenda á hver annari blindgötu eftir að hafa spurt Metatron og Cain sjálfan sem Dean drepur síðan. En Charlie finnur bókina Book of the Damned sem er gömul galdrabók sem inniheldur ýmsa galdra. Með aðstoð Rowenu og Charlie reyna Sam og Castiel án vitundar Dean að þýða bókina og finna galdur sem virkar. [35]

Í lokaþætti tíundu þáttaraðarinnar Brother´s Keeper, ákveður Dean að leita til sjáfs Dauðans um hjálp. Dauðinn útskýrir fyrir Dean hvað gerist ef hann drepur Dean og hver sé tilgangur merkisins: Áður en allt líf var til var Myrkrið. Þegar Guð og erkienglarnir náðu að yfirbuga myrkrið var það lokað inni í Merkinu sem hálfgert fangelsi. Merkið var gefið Lúsifer sem siðspillti hann áður en hann gaf merkið Cain. Ef merkið er tekið án þess að því sé fært á milli tveggja aðila þá losnar Myrkrið úr læðingi. Dauðinn býður Dean upp á lausn þar sem Dean er sendur til staðar þar sem hann getur ekki meitt fólk. Til þess að það sé hægt verður hann að drepa Sam sem mætir á svæðið. Á samatíma nær Rowena að leysa galdur sem fjarlægir merkið með aðstoð Castiels og Crowleys. Merkið hverfur og við það leysist úr læðingi Myrkrið sjálft. [36]

Innsiglin 66[breyta | breyta frumkóða]

Um 600 innsigli hafa það hlutverk að koma í veg fyrir að Lúsífer geti sloppið úr búri sínu í helvíti, en aðeins þarf að rjúfa 66 til þess að hann geti sloppið.

Fyrsta innsiglið þarf að vera réttlátur maður sem spillir blóði í helvíti. Djöflarnir ætluðu sér að láta John gera það en í staðinn var það Dean. Djöfullinn Lilith sá til þess að Dean myndi fara til helvítis þegar hann gerði samninginn í enda annarrar þáttaraðar. Með komu hans í helvíti og ákvörðun hans að pynta sálu þar varð til þess að fyrsta innsiglið rofnaði. Eftir þetta var það auðveldara fyrir Lilith að rjúfa innsiglin. Önnur innsigli sem rofnuðu voru: upprisa vitnanna, upprisa Samhain, tíu tegundir sem deyja út í Key West, 15 sjómenn verða blindir í Alaska, kennari drepur 66 nemendur í New York-borg. Seinasta innsiglið var andlát Liliths sem var rofið af Sam sjálfum þegar hann drepur hana í lokaþætti fjórðu þáttaraðar með aðstoð Rubys.[37]

Harvelle´s Roadhouse[breyta | breyta frumkóða]

Roadhouse barinn kemur fyrst fram í annarri þáttaröðinni og er rekinn af Ellen og Jo, sem eru mæðgur. Barinn var mikið notaður af öðrum veiðimönnum og bræðrunum. Eiginmaður Ellenar og John voru einu sinni samstarfsaðilar, þangað til það kemur í ljós að John var valdurinn að láti eigimannsins. Bræðurnir kynnast Ellen og Jo mjög vel, ásamt því að þeir kynnast Ash. En Ash er tölvusnillingur sem bjó á barnum og hjálpaði bræðrunum að finna upplýsingar um yfirnáttúruleg öfl.

Í All Hell Breaks Loose, Part 1 koma Dean og Bobby að staðnum og finna það brunnið til kaldra kola, sem fylgjendur Azazel gerðu. Í All Hell Breaks Loose, Part 2 kemur í ljós að Ellen er á lífi en allir aðrir sem voru á barnum létust þar á meðal Ash.

Samkvæmt Eric Kripke hataði hann Roadhouse og því var ákveðið að eyðileggja það. Þar sem það virkaði ekki inn í söguþráðinn að hafa heimili þar sem sem aðalpersónurnar ferðast mjög mikið og þurftu ekki heimili.[38]

Aukaefni[breyta | breyta frumkóða]

 • Heimasíðan „Hellhounds Lair“sem kemur fram í þættinum Hell House er raunveruleg heimasíða sem var sett upp á vegu framkvæmdastjóra þáttarins. Heimasíðan „Ghostfacers“ sem er notuð af bræðrunum í It's a Terrible Life var einnig sett upp og inniheldur aukaefni af Ghostfacers liðinu.
 • Í nokkurn tíma var símanúmar Deans raunverulegt, 1–866–907–3235, þar sem Jensen Ackles las inn skilaboðin: „Þetta er Dean Winchester. Ef þetta er neyðartilvik skildu eftir skilaboð. Ef þetta er vegna 02.11.1983, skildu eftir gps-hnit.“
 • Þátturinn Tall Tales inniheldur tengil við vikulega tímaritið Weekly World News. Bæði prentuð útgáfa og netútgáfa (19. febrúar, 2007), inniheldur einkaviðtal við Sam and Dean ásamt smá sýnishorni af þættinum. Greinin sem er skrifuð af Paul Kupperberg, í henni segist Dean verið áskrifandi að tímaritinu síðan hann var krakki.

Útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Supernatural - aðalhandbókin að þættinum:
  • Supernatural: The Official Companion Season 1 eftir Nicholas Knight (25. september, 2007)
  • Supernatural: The Official Companion Season 2 eftir Nicholas Knight (8. apríl, 2008)
  • Supernatural: The Official Companion Season 3 eftir Nicholas Knight (3. mars, 2009)
  • Supernatural: The Official Companion Season 4 eftir Nicholas Knight (31. ágúst, 2010)
  • Supernatural: The Official Companion Season 5 eftir Nicholas Knight (2. nóvember, 2010)
  • Supernatural: The Official Companion Season 6 eftir Nicholas Knight (27. september, 2011)
  • Supernatural: The Official Companion Season 7 eftir Nicholas Knight (30. nóvember, 2012)
 • Supernatural - handbækur:
  • The Supernatural Book of Monsters, Spirits, Demons and Ghouls eftir Alexander Irvine .
  • John Winchester’s Journal eftir Alexander Irvine.
  • Supernatural: Bobby Singer´s Guide to Hunting eftir David Reed.
 • Supernatural tímaritð var fyrst gefið út 27.nóvember 2007 en seinasta útgáfan var gefin út 17. desember 2013. [39]. Tímarítið innihélt viðtöl bæði við leikara og starfsfólk þáttarins, ásamt ýsmum uppýsingum um þema þáttarins.
 • Supernatural - teiknimyndasögur:
  • Supernatural: Origins eftir Peter Johnson og Matthew Dow Smith (20. maí, 2008)
  • Supernatural: Rising Son eftir Peter Johnson, Rebecca Dessertine og Diego Olmos (5. maí, 2009)
  • Supernatural: Beginning´s End eftir Andrew Dabb, Daniel Loflin og Diego Olmos (14. september 2010)
  • Supernatural: Dogs of Edinburgh eftir Brian Wood og Grant Bond (29. ágúst 2012)
 • Supernatural- bækur:
  • Supernatural: Nevermore eftir Keith R.A. DeCandido (31. júlí, 2007)
  • Supernatural: Witch's Canyon eftir Jeff Mariotte (30. október, 2007)
  • Supernatural: Bone Key eftir Keith R.A. DeCandido (26. ágúst, 2008)
  • Supernatural: Heart of the Dragon eftir Keith R.A. DeCandido (16. febrúar,2010)
  • Supernatural: Unholy Cause eftir Joe Schreiber(4 maí, 2010)
  • Supernatural: War of the Sons eftir Rebecca Dessertine (31 ágúst, 2010)
  • Supernatural: One Year Gone eftir Rebecca Dessertine (24. maí, 2011)
  • Supernatural: Coyote´s Kiss eftir Christa Faust (12. júlí, 2011)
  • Supernatural: Night Terror eftir John Passarella (13. september, 2011)
  • Supernatural: Rite of Passage eftir John Passarella (14. ágúst, 2012)
  • Supernatural: Fresh Meat eftir Alice Henderson (19. febrúar, 2013)
  • Supernatural: Carved in Flesh eftir Tim Waggoner (16. apríl, 2013)

DVD og Blu-Ray[breyta | breyta frumkóða]

Sería Þættir DVD og Blu-ray Útgáfudagur
Svæði 1 Svæði 2 Svæði 4
Sería 1 22 September 5, 2006 (DVD)
Júní 15, 2010 (Blu-ray)
Október 2, 2006 (DVD)
Ágúst 22, 2011 (Blu-ray)
September 6, 2006 (DVD)
Október 27, 2010 (Blu-ray)
Sería 2 22 September 11, 2007 (DVD)
Júní 14, 2011 (Blu-ray)
Október 29, 2007 (DVD)
Ágúst 22, 2011 (Blu-ray)
Október 3, 2007 (DVD)
Október 26, 2011 (Blu-ray)
Sería 3 16 September 2, 2008 (DVD)
Nóvember 11, 2008 (Blu-ray)
Ágúst 25, 2008 (DVD)
Nóvember 10, 2008 (Blu-ray)
September 30, 2008 (DVD)
Mars 4, 2009 (Blu-ray)
Sería 4 22 September 1, 2009 Nóvember 2, 2009 Janúar 6, 2010
Sería 5 22 September 7, 2010 Október 18, 2010 Nóvember 10, 2010
Sería 6 22 September 13, 2011 Nóvember 7, 2011 Nóvember 2, 2011
Sería 7 23 September 18, 2012 Nóvember 5, 2012 Október 31, 2012
Sería 8 23 September 10, 2013 Október 28, 2013 September 25, 2013
Sería 9 23 September 9, 2014 Júní 8, 2015 Október 8, 2014
Sería 10 23 September 8, 2015 Ekki vitað Ekki vitað

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Acedemy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films

 • 2014: Tilnefndur sem besta sjónvarpsserían fyrir unglinga.
 • 2013: Tilnefndur sem besta sjónvarpsserían.
 • 2012: Tilnefndur sem besta sjónvarpsserían.
 • 2011: Tilnefndur sem besta sjónvarpsserían.
 • 2009: Tilnefndur sem besta sjónvarpsserían.
 • 2008: Tilnefndur sem besta sjónvarpsserían.
 • 2006: Tilnefndur sem besta sjónvarpsserían.

Constellation verðlaunin

 • 2014: Tilnefnd sem besta leikkona í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Pac-Man FeverFelicia Day.
 • 2014: Tilnefndur fyrir bestu tæknilegu framkvæmdir fyrir vísindaskáldskapsþátt-eða kvikmynd fyrir tæknibrellur – Mark Meloche.
 • 2014: Tilnefndur fyrir besta handritið fyrir vísindaskáldskapsþátt- eða kvikmynd fyrir þáttinn Sacrifice – Jeremy Carver
 • 2014: Tilnefndur sem besta vísindaskáldskapsserían.
 • 2013: Tilnefndur sem besta vísindaskáldskapsserían.
 • 2013: Tilnefndur sem besta framlag Kanadískar framleiðslu sem vísindaskáldskapsþáttur- eða kvikmynd.
 • 2013: Tilnefndur fyrir bestu tæknilegu framkvæmdir fyrir vísindaskáldskapsþátt- eða kvikmynd fyrir tæknibrellur.
 • 2013: Tilnefndur fyrir besta handritið fyrir vísindaskáldskapsþátt-eða kvikmynd.
 • 2013: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn The Born-Again IdentityJared Padalecki.
 • 2013: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn We Need To Talk About KevinJensen Ackles.
 • 2013: Tilnefnd sem besta leikkona í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn The Girl With The Dungeons And Dragons TattooFelicia Day.
 • 2012: Tilnefndur sem besta vísindaskáldskapsserían.
 • 2012: Tilnefndur sem besta framlag Kanadískrar framleiðslu sem vísindaskáldskapsþáttur- eða kvikmynd.
 • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn The French MistakeMisha Collins.
 • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Death´s DoorJim Beaver.
 • 2012: Tilnefndur fyrir besta handritið fyrir vísindaskáldskapsþátt- eða kvikmynd fyrir þáttinn The French Mistake – Ben Edlund.
 • 2012: Tilnefndur fyrir bestu tæknibrellur fyrir vísindaskáldskapsþátt- eða kvikmynd fyrir þáttinn Meet the New Boss – Ivan Hayden.
 • 2011: Tilnefndur sem besta vísindaskáldskapsserían.
 • 2010: Verðlaun sem besta vísindaskáldskapsserían.
 • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn The EndJensen Ackles.
 • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn The RaptureMisha Collins.
 • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Abandon All HopeAlona Tal.
 • 2009: Tilnefndur sem besta vísindaskáldskapsserían.
 • 2009: Tilnefndur sem besta framlag Kanadískrar framleiðslu sem vísindaskáldskapsþáttur- eða kvikmynd.
 • 2009: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn In the BeginningJensen Ackles.
 • 2009: Tilnefndur fyrir besta handritið fyrir vísindaskáldskapsþátt- eða kvikmynd fyrir þáttinn In the Beginning – Jeremy Carver.
 • 2009: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatöku fyrir vísindaskáldskapsþátt- eða kvikmynd fyrir þáttinn Monster Movie – Serge Ladoucer.
 • 2008: Tilnefndur sem besta vísindaskáldskapsserían.
 • 2008: Tilnefndur sem besta framlag Kanadískrar framleiðslu sem vísindaskáldskapsþáttur- eða kvikmynd.
 • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn What Is and What Should Never BeJensen Ackles.
 • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Born Under a Bad SignJared Padalecki.
 • 2008: Verðlaun fyrir besta handritið fyrir vísindaskáldskapsþátt- eða kvikmynd fyrir þáttinn What Is and What Should Never Be – Raelle Tucker.
 • 2007: Tilnefndur sem besta vísindaskáldskapsserían.
 • 2007: Tilnefndur sem besta framlag Kanadískrar framleiðslu sem vísindaskáldskapsþáttur- eða kvikmynd.
 • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í vísindakskáldskapsseríu fyrir þáttinn In My Time of DyingJensen Ackles.
 • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn CroatoanJared Padalecki.
 • 2007: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatöku fyrir vísindaskáldskapsþátt- eða kvikmynd – Serge Ladoucer.
 • 2007: Tilnefndur fyrir bestu tæknibrellur fyrir vísindaskáldskapsþátt- eða kvikmynd – EntityFX.
 • 2007: Tilnefndur fyrir besta handritið fyrir vísindaskáldskapsþátt- eða kvikmynd fyrir þáttinn In My Time of DyingEric Kripke.

Emmy verðlaunin

 • 2008: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í sjónvarpsþætti fyrir Jus In Bello - Michael E. Lawshe, Norval D. Crutcher III, Karyn Foster, Marc Meyer, Timothy A. Cleveland, Paul J. Diller, Al Gomez, Casey J. Cabtree, Michael Cabtree og Dino A. Moriana.
 • 2006: Tilnefndur fyrir bestu tónlistina í sjónvarpsþætti fyrir Pilot - Christopher Lennertz.
 • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í sjónvarpsþætti fyrir Pilot - Michael E. Lawshe, Timothy A. Cleveland, Paul J. Diller, Marc Meyer, David Lynch, Jessica Goodwin, Karyn Foster, Chris McGeary, David Lee Fein og Jody Thomas.


EWwy verðlaunin

 • 2010: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Jensen Ackles.
 • 2008: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Jensen Ackles.

Fangoria Chainsaw verðlaunin

 • 2006: Tilnefndur sem Killer sjónvarp.

GLAAD Media verðlaunin

 • 2014: Tilnefndur fyrir stakan þátt án LGBT aðalpersónu fyrir LARP and the Real Girl.
 • 2010: Tilnefndur fyrir stakan þátt án LGBT aðalpersónu fyrir The Real Ghostfacers.
 • 2009: Tilnefndur fyrir stakan þátt án LGBT aðalpersónu fyrir Ghostfacers.

IGN Summer Movie verðlaunin

 • 2013: Tilnefndur sem besta hryllings sjónvarpsserían.
 • 2011: Tilnefndur sem besta vísindaskáldskaps-og hryllings sjónvarspsserían.

Joey verðlaunin, Vancouver

 • 2015: Verðlaun sem besti leikari í flokki 8-13 ára í dramaseríu fyrir þáttinn The Executioner´s Song – Julien Hicks.


LEO verðlaunin

 • 2015: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir þáttinn Hibbing 911Briana Buckmaster.
 • 2014: Verðlaun fyrir bestu tæknibrellur í dramaseríu fyrir þáttinn Sacrifice – Mark Meloche, Grant Lindsay, Christopher Richardson, Trevor Chong og Kevin Genzel.
 • 2013: Tilnefndur fyrir bestu búningahönnun í dramaseríu fyrir þáttinn Of Grave Importance – Patricia Hargreaves.
 • 2012: Tilnefndur fyrir bestu tæknibrellur í dramaseríu fyrir þáttinn Meet the New Boss – Ivan Hayden og Grant Lindsay.
 • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríur – Matt Frewer fyrir Two Minutes to Midnight.
 • 2011: Verðlaun fyrir bestu tæknibrellur í dramaseríu fyrir þáttinn Hammer of the Gods – Ivan Hayden og Grant Lindsay.
 • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir þáttinn Family Remains – Mandy Playdon.
 • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu fyrir All Hell Breaks Loose-Part 1 – Jessica Harmon.

Motion Picture Sound Editors verðlaunin

 • 2011: Tilnefndur fyrir bestu hljóðkippingu í sjónvarpi: Stuttu formi – hljóðbrellur og Foley fyrir þáttinn Point of No Return – Monette Melvin, Rick Owens, Michael E. Lawshe, Marc Meyer, Trevor Sperry, Paul J. Diller, Norval D. Crutcher III og Timothy A. Cleveland.
 • 2008: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í sjónvarpi: Stuttu formi – hljóðbrellur og Foley fyrir þáttinn All Hell Breaks Loose, Part 2 – Michael E. Lawshe, Marc Meyer, Paul J. Diller, Norval D. Crutcher III, Stuart Calderon, Timothy A. Cleveland, David Lynch, Casey J. Crabtree og Michael Crabtree.
 • 2007: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í sjónvarpi: Stuttu formi – hljóðbrellur og Foley fyrir þáttinn Salvation – Michael E. Lawshe, Marc Meyer, Jackie Crabtree, Casey J. Crabtree, Michael Crabtree, Monette Beck og Jason Oliver.
 • 2006: Tilnefndur fyrir bestu hljóðklippingu í sjónvarpi: Stuttu formi – hljóðbrellur og Foley fyrir þáttinn Pilot – Michael E. Lawshe, Timothy A. Cleveland, Adam Johnston, Marc Meyer, Paul J. Diller, David Lynch, Brian Risner, Stuart Calderon, Casey J. Crabtree og Michael Crabtree.

People´s Choice verðlaunin

 • 2016: Verðlaun sem besti leikari í Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsseríu – Jensen Ackles.
 • 2016: Tilnefndur sem besti leikari í Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsseríu – Misha Collins.
 • 2016: Tilnefndur sem besti Sci-Fi/Fantasy sjónvarspsþáttur.
 • 2015: Verðlaun sem besti leikari í Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsseríu – Misha Collins.
 • 2015: Tilnefndur sem besti leikari í Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsseríu – Jensen Ackles.
 • 2015: Tilnefndur sem besti leikari í Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsseríu – Jared Padalecki.
 • 2015: Tilnefndur sem uppáhalds TV-Duo – Jared Padalecki og Jensen Ackles.
 • 2015: Tilnefndur sem besti Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsþáttur.
 • 2014: Tilnefndur sem besti leikari í Sci-Fi/Fantasy sjónvarpseríu – Jared Padalecki.
 • 2014: Tilnefndur sem besti leikari í Sci-Fi/Fantasy sjónvarpseríu – Jensen Ackles.
 • 2014: Verðlaun fyrir bestu sjónvarps vináttuna (TV Bromance) – Jared Padalecki, Jensen Ackles og Misha Collins.
 • 2014: Tilnefndur sem besti Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsþátturinn.
 • 2013: Verðlaun fyrir bestu Sjónvarpsaðdáendur (TV Fan following).
 • 2013: Verðlaun sem besti Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsþátturinn.
 • 2013: Tilnefndur sem uppáhalds dramaleikari í sjónvarpi – Jensen Ackles.
 • 2013: Tilnefndur sem uppáhalds dramaleikari í sjónvarpi – Jared Padalecki.
 • 2012: Verðlaun sem besti Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsþátturinn.
 • 2012: Verðlaun sem besti dramaþátturinn.
 • 2011: Tilnefndur sem besti Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsþátturinn.
 • 2010: Verðlaun sem besti Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsþátturinn.
 • 2009: Tilnefndur sem besti Sci-Fi/Fantasy sjónvarpsþátturinn.

Rondo Hatton Classic Horror verðlaunin

 • 2015/2016: Tilnefndur fyrir bestu sjónvarpskynningu fyrir þáttinn About a Boy.
 • 2014/2015: Tilnefndur fyrir bestu sjónvarpskynningu fyrir þáttinn Fan Fiction.
 • 2013/2014: Tilnefndur fyrir bestu sjónvarpskynningu fyrir þáttinn Slumber Party.
 • 2012: Tilnefndur fyrir bestu sjónvarpskynningu fyrir þáttinn Party On, Garth.
 • 2011: Tilnefndur fyrir bestu sjónvarpskynningu fyrir þáttinn My Heart Will GO On.
 • 2010: Tilnefndur fyrir bestu sjónvarpskynningu fyrir þáttinn Live Free or Twihard.
 • 2009: Tilnefndur fyrir bestu sjónvarpskynningu fyrir þáttinn The End.
 • 2008: Tilnefndur fyrir bestu sjónvarpskynningu fyrir þáttinn In the Beginning.

Satellite verðlaunin

 • 2013: Tilnefndur sem besta sjónvarpssería- eða mínisería (Genre).
 • 2012: Tilnefndur sem besta sjónvarpssería- eða mínisería (Genre).

SFX verðlaunin, Bretland

 • 2013: Verðlaun sem fallegasti maðurinn (Sexiest Man) – Jensen Ackles.
 • 2013: Tilnefndur sem fallegasti maðurinn (Sexiest Man) – Jared Padalecki.
 • 2013: Tilnefndur sem fallegasti maðurinn (Sexiest Man) – Misha Collins.
 • 2013: Tilnefndur sem besti Vondi kallinn (Villain) – Mark Sheppard.
 • 2013: Verðlaun sem besti sjónvarpsþátturinn.
 • 2013: Verðlaun fyrir besta sjónvarpsþáttinn fyrir Hunteri Heroici.
 • 2013: TIlnefndur sem besti leikari – Misha Collins.
 • 2013: Tilnefndur sem besti leikari – Jensen Ackles.
 • 2013: Tilnefndur sem besti leikari – Jared Padalecki.
 • 2011: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpsþáttinn fyrir Swan Song.
 • 2011: Tilnefndur sem besti sjónvarpsþátturinn.
 • 2010: Verðlaun sem besti sjónvarpsþátturinn.
 • 2010: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpsþáttinn fyrir Criss Angel Is A Douchebag.
 • 2008: Tilnefndur sem besti leikari - Jared Padalecki.
 • 2008: Tilnefndur sem besti sjónvarpsþátturinn.
 • 2007: Tilnefndur sem besti leikari - Jensen Ackles.

Teen Choice verðlaunin

 • 2015: Verðlaun sem besti leikari í Fantasy/Sci-Fi seríu – Jared Padalecki.
 • 2015: Verðlaun fyrir besta sjónvarps samband (TV Chemistry) – Jensen Ackles og Misha Collins.
 • 2013: Tilnefndur sem besti Fantasy/Sci-Fi serían.
 • 2013: Tilnefndur sem besti leikari í Fantasy/Sci-Fi seríu – Jensen Ackles.
 • 2013: Tilnefndur sem besti leikari í Fantasy/Sci-Fi seríu – Jared Padalecki.
 • 2012: Tilnefndur sem besta Fantasy/Sci-Fi serían.
 • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í Fantasy/Sci-Fi seríu - Jensen Ackles.
 • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í Fantasy/Sci-Fi seríu - Jared Padalecki.
 • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í Fantasy/Sci-Fi seríu - Jared Padalecki.
 • 2011: Tilnefndur sem besta Fantasty/Sci-Fi serían.
 • 2010: Tilnefndur sem besta Fantasy/Sci-Fi serían.
 • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu - Jared Padalecki.
 • 2006: Tilnefndur sem besti nýji sjónvarpsþátturinn.
 • 2006: Tilnefndur sem nýjasta stjarnan - Jensen Ackles.

TV Guide verðlaunin

 • 2014: Tilnefndur sem uppáhalds Duo – Jared Padalecki og Jensen Ackles.
 • 2014: Tilnefndur sem besta Hrollvekju- sjónvarpsserían.
 • 2014: Tilnefndur sem uppáhalds Vondi kallinn (Villain) – Mark Sheppard.
 • 2012: Verðlaun sem besta Hrollvekju - sjónvarpsserían.
 • 2011: Verðlaun sem besti leikari - Jensen Ackles.
 • 2011: Verðlaun sem besta Sci-Fi sjónvarpsserían.
 • 2011: Verðlaun sem uppáhalds Vera (Nonhuman) – Misha Collins.
 • 2010: Verðlaun fyrir bestu forsíðuna.

UBCP/ACTRA verðlaunin, Vancouver

 • 2015: Tilnefndur sem besti nýliðinn – Zachary Gulka.

Young artist verðlaunin

 • 2011: Tilnefndur sem besti ungi gestaleikari 11-13 ára – Adom Osei.
 • 2010: Verðlaun sem besti ungi leikari undir 13 ára - Colin Ford.
 • 2010: Tilnefndur sem besti gestaleikari yngri en 13 ára - Cainan Wiebe.
 • 2010: Tilnefnd sem besta unga gestaleikkonan - Dalila Bela.
 • 2009: Verðlaun sem besta unga gestaleikonan – Nicole Leduc.
 • 2008: Tilnefndur sem besti ungi gestaleikari fyrir þáttinn The Kids are Alrigt – Nicholas Elia.
 • 2008: Tilnefnd sem besta unga gestaleikkonan fyrir þáttinn Playthings – Conchita Campbell.
 • 2007: Tilnefndur sem besti ungi gestaleikari í drama seríu - Colby Paul.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Frumsýningar dagar sjónvarpsþáttanna á CW sjónvarpstöðinni á TVline.com síðunni(Skoðað 27.06.2015)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. júní 2015. Sótt 27. júní 2015.
 2. CW sjónvarpsstöðin endurnýjar 11 þáttaraðir á Hollywood Reporter.com síðunni (Skoðað 10.04.2016)
 3. Grein um andlát Kim Manners á Entertainment weekly síðunni (Skoðað 27.06.2015)
 4. Upplýsingar um Supernatural þáttinn á IMDB síðunni
 5. Keveney, Bill (17. ágúst 2005). 'Supernatural' is an eerie natural for WB“. USA Today. Sótt 30. september 2009.
 6. Fernandez, Maria Elena (5. janúar 2006). „On the road trip from hell“. The Age. Sótt 30. september 2009.
 7. Knight, Nicholas, (Season 1 Companion), p. 6
 8. „Supernatural: Your Burning Questions Answered!“. TV Guide. 12. október 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2009. Sótt 30. september 2009.
 9. Knight, Nicholas, (Season 1 Companion), pp.8–10
 10. Knight, Nicholas, (Season 1 Companion), p.13
 11. Knight, Nicholas, (Season 1 Companion), p.14
 12. Knight, Nicholas, (Season 1 Companion), p.11
 13. 13,0 13,1 Ryan, Maureen (26. ágúst 2009). 'It's the fun Apocalypse': Creator Eric Kripke talks 'Supernatural'. Chicago Tribune. Afrit af upprunalegu geymt þann október 8, 2009. Sótt 30. september 2009.
 14. Mumtaj, Begum (27. maí 2007). „Team spirit“. The Star. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 18, 2015. Sótt 30. september 2009.
 15. 15,0 15,1 „the leading science fiction, fantasy and horror magazine“. SFX. 17. febrúar 2010. Sótt 23. febrúar 2010.
 16. „the leading science fiction, fantasy and horror magazine“. SFX. 17. febrúar 2010. Sótt 23. febrúar 2010.
 17. Seidman, Robert (3. maí 2012). 'Supernatural' Renewed for an 8th Season by The CW“. TV By the Numbers. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 9, 2012. Sótt 21. maí 2012.
 18. ANDREEVA, NELLIE. 'Supernatural' Taps New Co-Showrunner“. Sótt 3. maí 2012.
 19. 19,0 19,1 Larson, Randall D. (27. júlí 2006). „The Supernatural Music of Christopher Lennertz“. Mania. Afrit af upprunalegu geymt þann október 13, 2013. Sótt 27. september 2009.
 20. Bekakos, Liana (23. apríl 2008). „Supernatural Creator Eric Kripke Answers Fan Questions – Part I“. Eclipse Magazine. Sótt 30. september 2009.
 21. Knight, Nicholas, (Season 1 Companion), p. 148
 22. Knight, Nicholas, (Season 1 Companion), p.142
 23. Upplýsingasíða um Impala bíllinn á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 29.06.2015)
 24. Knight, Nicholas, (Season 2 Companion), p.105
 25. Upplýsingasíða um Singer Salvage Yard á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 29.06.2015)
 26. Upplýsingasíða um Hníf Rubys á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 01.07.2015)
 27. Upplýsingasíða um Colt sexhleypuna á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 29.06.2015)
 28. Upplýsingasíða um Colt sexhleypuna á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 29.06.2015)
 29. Upplýsingasíða um töflurnar á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 20.01.2016)
 30. Upplýsingasíða um töflurnar á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 20.01.2016)
 31. Upplýsingasíða um töflurnar á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 20.01.2016)
 32. Upplýsingasíða um töflurnar á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 20.01.2016)
 33. Upplýsingasíða um þáttinn First Born á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 27.02.2016)
 34. Upplýsingasíða um Merki Cains á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 27.02.2016)
 35. Upplýsingasíða um Merki Cains á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 27.02.2016)
 36. Upplýsingasíða um þáttinn Brother´s Keeper á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 27.02.2016)
 37. Upplýsingasíða um Innsiglin 66 á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 01.07.2015)
 38. Upplýsingasíða um Harvelle´s Roadhouse á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 29.06.2015)
 39. Upplýsingasíða um Supernatural tímaritið á Supernatural Wikisíðunni (Skoðað 27.02.2016)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]