Listi yfir þætti Supernatural: Önnur Þáttaröð: 2006-2007

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Önnur þáttaröðin af Supernatural var frumsýnd 28. september 2006 og sýndir voru 22 þættir.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
In My Time of Dying Eric Kripke Kim Manners 28.09.2006 1 - 23
Winchester feðgarnir eru fluttir á spítala eftir slysið. Dean liggur í dauðadái og fær heimsókn frá dauðanum sem reynir að taka sálu hans. Sam reynir að ná sambandi við Dean. John gerir samning við Guleygða djöfulinn til þess að bjarga lífi sonar síns í staðinn fyrir líf sitt og Colt skambyssuna.
Everybody Loves a Clown John Shiban Phil Sgriccia 05.10.2006 2 - 24
Sam og Dean brenna lík föður síns og kynnast öðrum veiðimönnum: Ash, Ellen, og Jo. Sam og Dean ganga í sirkus til þess að leita uppi Hindu djöful sem kallast Rakshasa sem dulbýr sig sem trúð.
Bloodlust Sera Gamble Robert Singer 12.10.2006 3 - 25
Bræðurnir slást í för með Gordon Walker, vampíru veiðmanni sem vantar aðstoð. Sam kemst að því að vampírurnar sem Gordon er að leita að hafa endurbætt sig til þess að lifa á kúablóði. Bræðurnir finna sjálfan sig í öðru hlutverki en vanalega með því að verja vampírurnar frá Gordon og bjarga þeim frá mikilli hættu. Dean er enn særður yfir dauða föður síns.
Children Shouldn´t Play With Dead Things Raelle Tucker Kim Manners 19.10.2006 4 - 26
Eftir að hafa heimsótt gröf móður sinnar, finna Sam og Dean nýgrafna gröf þar sem allt líf í kring er dautt. Komast þeir að því að Neil Levine, niðurbrotinn háskólastúdent notaði svartagaldur (necromancy) til þess að endurlífga lík vinkonu sinnar frá dauða til þess að vera með henni.
Simon Said Ben Edlund Tim Lacofano 26.10.2006 5 - 27
Bræðurnir hitta Andy Gallagher, nútíma hippa sem er jafngamall Sam og með sömu hæfileika. Hann dregur að sér athygli þegar fólk byrjar að drepa sjálfan sig eftir að hafa fengið dularfullt símtal.
No Exit Matt Witten Kim Manners 02.11.2006 6 - 28
Sam og Dean rannsaka hrottalegt morð á ljóshærðri konu úr íbúðablokk. Andinn sem er á bakvið morðið er draugurinn af H. H. Holmes, sem er talinn vera fyrsti raðmorðingi Bandaríkjanna. Jo eltir bræðurnar og reynir að hjálpa þeim, en er í staðinn rænt.
The Usual Suspects Cathryn Humphris Mike Rohl 09.11.2006 7 - 29
Winchester bræðurnir rannsaka dauða löfræðingsins Anthony Giles og konu hans Karen. Dean er handtekinn fyrir morðið á Karen. Bræðurnir reyna að sannfæra rannskóknarlögregluna að þeir sér saklausir.
Crossroad Blues Sera Gamble Steve Boyum 16.11.2006 8 - 30
Sam og Dean reyna að hjálpa manni sem hefur selt sálu sínu til djöfuls til þess að bjarga lífi konu sinnar. Sami djöfull reynir að tæla Dean með því að skipta út sálu hans fyrir föður sinn. Djöfullinn segir að John sé í helvíti fyrir að hafa bjargað Dean og þjáist mikið.
Croatoan John Shiban Robert Singer 07.12.2006 9 - 31
Sam og Dean koma til bæjar sem heitir Rivergrove eftir að Sam hafi fengið sterka sýn. Þeir telja að djöflar séu að reyna útmá bænum innanfrá gegnum yfirráð, en í staðinn er þetta blóðvírus sem er smitandi. Fólk sem smitast af vírusnum verður ofbeldissinnað. Sam verður fyrir árás og smitast.
Hunted Raelle Tucker Rachel Talalay 11.01.2007 10 - 32
Dean afhjúpar leyndarmálið sem John sagði honum áður en hann lést, sem veldur því að Sam verður pirraður og lætur sig hverfa. Sam hittir Ava Wilson, sem er skyggn og hefur séð dauða Sam. Dean uppgvötar að Gordon er á eftir Sam og reynir að finna bróður sinn í tíma til þess að bjarga honum.
Playthings Matt Witten Charles Beeson 18.01.2007 11 - 33
Sam og Dean rannsaka gamalt hótel þar sem dularfull andlát hafa átt sér stað. Svo virðist sem látin tengjast sölu hótelsins og litlu stúlkunnar sem býr þar ásamt móður sinni og ömmu.
Nightshifter Ben Edlund Phil Sgriccia 25.01.2007 12 - 34
Bræðurnir rannsaka mismunandi rán sem eru framkvæmd af Shapeshifter. Elta þeir hann inn í banka til þess að finna hann, áður en hann drepur fleiri. Lenda þeir í miðju bankaráni sem á eftir að hafa áhrif á leit þeirra.
Houses of the Holy Sera Gamble Kim Manners 01.02.2007 13 - 35
Sam og Dean rannsaka mál þar sem fólk fremur morð og segist hafa gert það vegna þess að engill sagði þeim að gera það. Bræðurnir eru fullir efasemdar fyrst þangað til Sam er heimsóttur af englinum sjálfum.
Born Under a Bad Sign Cathryn Humphris J. Miller Tobin 08.02.2007 14 - 36
Sam hefur verið týndur í viku þangað til Dean finnur hann alblóðugan og með enga minningu um hvað gerðist. Dean þarf að komast að því hvort litli bróðir hans sé byrjaður að breytast í það sem faðir hans hafði varað hann við eða það sé meira til í því sem sést.
Tall Tales John Shiban Bradford May 15.02.2007 15 - 37
Sam og Dean hringja í félaga sinn Bobby um hjálp varðandi ofbeldi á háskólasvæði, en Bobby hefur tortryggni varðandi sökudólginn og stigmagnandi rifrildi bræðranna.
Roadkill Raelle Tucker Charles Beeson 15.03.2007 16 - 38
Sam og Dean reyna að hjálpa konu að nafni Molly, sem er veitt eftirför af bónda sem kemur árlega og ásækir sama þjóðveginn.
Heart Sera Gamble Kim Manners 22.03.2007 17 - 39
Bræðurnir reyna að finna varúlf og leiðir leit þeirra að Madison sem hefur að geyma dularfullt leyndarmál.
Hollywood Babylon Ben Edlund Phil Sgriccia 19.04.2007 18 - 40
Sam og Dean dragast inn í kvikmyndastúdíó, þegar starfsmaður finnst látinn. Sam og Dean byrja að rannsaka málið og komast að því að kvikmyndastúdíóið hefur verið yfirtekið af ærsladraugum.
Folsom Prison Blues John Shiban Mike Rohl 26.04.2007 19 - 41
Sam og Dean leyfa sjálfum sér að verða handteknir til þess að rannsaka röð morða í fangelsi.
What Is and What Should Never Be Raelle Tucker Eric Kripke 03.05.2007 20 - 42
Ráðist er á Dean af Djinn, skepnu sem getur breytt raunveruleikanum. Það næsta sem gerist er að hann vaknar upp í Lawrence, Kansas, og er í stöðugu sambandi með konu að nafni Carmen, móðir hans er á lífi, og hann og Sam talast ekki við lengur. John er ennþá látinn. Þegar þessi hugmynd um rólegt líf byrjar að sökkva inn, byrjar sýn hans úr hinu raunverulega lífi að koma fram.
All Hell Breaks Loose (Part 1) Sera Gamble Robert Singer 10.05.2007 21 - 43
Sam og önnur "sérstök börn" eru rænd af Guleygða djöflinum og tekin til draugabæjar, þar sem aðalbardaginn byrjar.
All Hell Breaks Loose (Part 2) Eric Kripke og Michael T. Moore (saga)
Eric Kripke (sjónvarpshandrit)
Kim Manners 17.05.2007 22 - 44
Dean reynir að díla við útkomuna úr bardaganum milli Sam og Jake. Á meðan notar hinn Guleygði djöfull nýju þjóna sína til þess að opna hliðið til helvítis. Þegar Dean, Sam, Bobby og Ellen mæta á svæðið pnast hliðið til helvítist og blóðug barátta hefst á milli þeirra og Guleygða djöfulsins.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]