Fara í innihald

Jared Padalecki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jared Padalecki
Jared Padalecki
Jared Padalecki
Upplýsingar
FæddurJared Tristan Padalecki
19. júlí 1982 (1982-07-19) (42 ára)
Ár virkur1999–
Helstu hlutverk
Sam Winchester í Supernatural
Dean Forester í Gilmore Girls

Jared Tristan Padalecki (fæddur 19. júlí 1982) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Gilmore Girls og Supernatural.


Padalecki er fæddur og uppalinn í San Antonio í Texas og er af pólskum ættum föður megin.[1] Padalecki byrjaði að taka leiklistartíma þegar hann var tólf ára. Jared stundaði nám við James Madison High School í San Antonio og var nefndur kandídat fyrir 2000 Presidential Scholars Program. Árið 1998 unnu Padalecki og vinur hans Chris Cardenas National Forensic League ríkiskeppnina í Duo Interpretation.

Padalecki vann Claim to Fame-keppnina sem Fox sjónvarpsstöðin hélt árið 1999 þar sem hann kom fram á Teen Choice verðlaunahátíðinni. Þar kynntist hann núverandi umboðsmanni sínum. Eftir að hafa útskrifast úr menntaskóla árið 2000, þá fluttist hann til Los Angeles, til þess að koma sér áfram í leiklistinni, þrátt fyrir að hafa ætlað í nám við Texas-háskólann í Austin.

Jared var trúlofaður leikkonunni Sandra McCoy en þau hættu síðan saman í apríl 2008 og staðfesti Jared það á Supernatural Dallas ráðstefnunni til þess að stoppa orðróma.

Þann 27. janúar 2010 giftist Jared leikkonunni Genevieve Cortese en þau kynntust við tökur á Supernatural. Jared og Genevieve eignuðust sitt fyrsta barn í mars 2012.[2][3]

Fyrsta sjónvarpshutverk Padaleckis var árið 2000 í sjónvarpsmyndinni Silent Witness. Sama ár var honum boðið hlutverk í Gilmore Girls sem Dean Forester, sem hann lék til ársins 2005. Hefur hann síðan 2005 leikið eitt af aðalhlutverkunum í Supernatural sem Sam Winchester.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Padaleckis var árið 1999 í A Little Inside. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við New York Minute, House of Wax þar sem hann lék á móti Paris Hilton, Elisha Cuthbert og Chad Michael Murray og Friday the 13th.

Kvikmynd
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1999 A Little Inside Matt Nelson
2000 Silent Witness Sam Sjónvarpsmynd
2002 A Ring of Endless Light Zachary Gray
2003 Cheaper by the Dozen Hrekkjusvín óskrifaður á lista
2004 New York Minute Trey Lipton
2004 Flight of the Phoenix John Davis
2005 House of Wax Wade
2008 Cry Wolf Tom
2008 Thomas Kinkade's Home for Christmas Thomas Kinkade
2009 Friday the 13th Clay Miller
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2001 ER Paul Harris Þáttur: Piece of Mind
2000-2005 Gilmore Girls Dean Forester 63 þættir
2007 Room 401 Hann sjálfur Kynnir
2005-2020 Supernatural Sam Winchester 149 Þættir
2011 Supernatural: The Animation Sam Winchester 9 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Constellation verðlaunin

  • 2013: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn The Born-Again Identity fyrir Supernatural.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Born Under a Bad Sign fyrir Supernatural.
  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Croatoan fyrir Supernatural.

SFX verðlaunin, Bretland

Teen Choice verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í Sci-Fi/Fantasy seríu fyrir Supernatural.
  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Supernatural.
  • 2005: Tilnefndur sem nýjasta karlstjarnan fyrir House of Wax.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Gilmore Girls.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Jared Tristan Padalecki“. Poland.us. PolishYellowPages. 23. október 2006. Sótt 7. janúar 2007.
  2. Eng, Joyce (20. mars 2012). „Supernatural's Jared Padalecki Welcomes a Son“. TV Guide. Afrit af upprunalegu geymt þann mars 22, 2012. Sótt 20. mars 2012.
  3. http://twitter.com/#!/jarpad/status/181992567477518336