Fara í innihald

Adrianne Palicki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Adrianne Palicki
Adrianne Palicki
Adrianne Palicki
Upplýsingar
FæddAdrianne Palicki
6. maí 1983 (1983-05-06) (41 árs)
Ár virk2003 -
Helstu hlutverk
Tyra Collette í Friday Night Lights
Jessica Moore í Supernatural

Adrianne Palicki (fædd 6. maí 1983) er bandarísk leikkkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Friday Night Lights og Supernatural.

Palicki er fædd og uppalin í Toledo í Ohio.[1] Útskrifaðist frá Whitmer High-menntaskólanum í Toledo árið 2001.

Fyrsta gestahlutverk hennar í sjónvarpi var árið 2004 í The Robinsons: Lost in Space og hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: Smallville, CSI: Crime Scene Investigation, North Shore, CSI: Miami, Criminal Minds og Robot Chicken. Palicki var ráðin til þess að leika Jessica Moore, kærustu Sam Winchester í Supernatural árið 2005 og síðan þá endurtekið hlutverkið nokkrum sinnum.

Stærsta hlutverk hennar í sjónvarpi hefur verið sem Tyra Collette í Friday Night Lights sem hún var hluti af frá 2006-2011.[2]

Þann 16. Febrúar, 2011, var tilkynnt að Palicki hafði verið valin til þess að leika Wonder Woman í endurgerð af gömlu þáttunum og myndi vera framleiddur af David E. Kelley fyrir NBC sjónvarpsstöðina.[3] Síðan í maí 2011 þá tilkynnti NBC sjónvarpsstöðin að hún myndi ekki taka Wonder Woman til sýninga tímabilið 2011-2012.[3]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Palicki var í kvikmyndinni Getting Rachel Back frá 2003. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Popstar, Women in Trouble, Red Dawn og G.I. Joe: Retaliation.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2003 Rewrite Fallega stúlkan sem Annie Palicki
2003 Getting Rachel Back Rachel sem Annie Palicki
2005 Popstar Whitney Addison
2006 Seven Mummies Isabelle
2009 Women in Trouble Holly Rocket
2010 Legion Charlie
2010 Elektra Luxx Holly Rocket
2011 Red Dawn Toni Kvikmyndatökum lokið
2012 G.I. Joe 2: Retaliation Lady Jaye Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2004 The Robinsons: Lost in Space Judy Robinson Sjónvarpsmynd
2004 Smallville Kara
Lindsey Harrison
Þáttur: Covenant
2004 Quintuplets Jessica Geiger Þáttur: Love, Lies and Lullabies
2004 CSI: Crime Scene Investigation Miranda Þáttur: Formalities
2005 North Shore Lisa Ruddnick 2 þættir
2006 South Beach Brianna 7 þættir
2007 Aquaman Nada
Siren
Sjónvarpsmynd
2007 Winter Tales Mistletoe stelpa Sjónvarps mínisería
2008 Robot Chicken: Star Wars Episode II Padmé Amidala
Jessica
Lexi
Talaði inn á
sjónvarpsmynd
2009 CSI: Miami Marisa Dixon Þáttur: Dead on Arrival
2005-2009 Supernatural Jessica Moore 4 þættir
2009 Titan Maximum Clare 4 þættir
2010 Family Guy Talaði inn á Þáttur: Big Man on Hippocampus
2010 Lone Star Cat Thatcher 5 þættir
2010 Robot Chicken: Star Wars Episode III Talaði inn á Sjónvarpsmynd
2011 Criminal Minds Sydney Manning Þáttur: The Thirteen Step
2006-2011 Friday Night Lights Tyra Collette 52 þættir
2007-2077 Robot Chicken Talaði inn á 4 þættir
2011 Wonder Woman Wonder Woman
Diana Prince
Sjónvarpsmynd

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Smith, Ryan E. (17. janúar 2010). „Rising star: Toledo native's credits include acclaimed TV series, new films "Legion" and "Red Dawn". The Toledo Times.[óvirkur tengill]
  2. O'Hare, Kate (7. september 2010). 'Friday Night Lights': Adrianne Palicki on Tyra's return to Dillon“. Zap2it. Sótt 7. september 2010.
  3. 3,0 3,1 Andreeva, Nellie (16. febrúar 2011). „Adrianne Palicki Is NBC's Wonder Woman“. Deadline.com. Sótt 16. febrúar 2011.