Listi yfir þætti Supernatural: Fimmta þáttaröð: 2009-2010

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fimmta þáttaröðin Supernatural var frumsýnd 10. september 2010 og sýndir voru 22 þættir.

Fimmta þáttaröðin var seinasta serían þar sem Eric Kripke var titlaður yfirhandritshöfundur, því hann hafði aðeins planað söguefni fyrir fimm þáttaraðir og hafði samning til fimm ára. Þrátt fyrir það áttu bæði Jensen Ackles og Jared Padalecki samninga til sex ára.[1]

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Sympathy for the Devil Eric Kripke Robert Singer 10.09.2009 1 - 83
Dean og Sam horfa á Lusifer rísa úr helvíti en eru bjargað um borð í flugvél á seinustu stundu. Komast þeir síðan að því bæði djöflar og englar er á eftir þeim.
Good God, Y´All Sera Gamble Phil Sgriccia 17.09.2009 2 - 84
Rufus hringir í Bobby og segir honum að djöflar eru að ráðast á bæinn hans og biður hann um hjálp. Sam og Dean koma í bæinn og aðstoða Ellen við að finna Rufus og Jo sem hafa verið rænt af djöflum.
Free to Be You and Me Jeremy Carver J. Miller Tobin 24.09.2009 3 - 85
Sam ákveður að hætta að veiða með Dean, en ákveðinn næturgestur lætur hann ekki í friði. Dean einbeitir sér að því að stoppa heimsendinn og heldur áfram að veiða einsamall og slæst í för með Castiel til þess að finna erkiengilinn Raphael.
The End Ben Edlund Steve Boyum 01.10.2009 4 - 86
Sam hringir seint í Dean og vill koma aftur og hjálpa til í baráttunni við heimsendinn, en Dean segir að það sé best fyrir þá báða að vera í sitthvoru lagi. Dean er sendur fimm ár fram í tímann til ársins 2014 þar sem hann vaknar upp í eyðilagri borg og er ráðist á af manneskjum sem eru sýktar af djöflasjúkdómnum, Croatoan.
Fallen Idols Julie Siege James L. Conway 08.10.2009 5 - 87
Bræðurnir rannsaka mál þar fólk er drepið af uppáhalds hetjum sínum. Finna þeir vaxmyndasafn sem hefur að geyma frægar persónur og komast að því að hver einasta vaxmynd hefur að geyma raunverulegan hlut sem persónan átti. Eftir að hafa brennt hlutina komast þeir að því að málið er aðeins flóknara en þeir áttuðu sig, því ungri stúlku var rænt af sjálfri Paris Hilton.
I Believe the Children Are Our Future Andrew Dabb og Daniel Loflin Charles Beeson 15.10.2009 6 - 88
Í Alliance, Nebraska er fólk að deyja eftir að hafa notað gríntæki. Ofan á allt hefur tannálfurinn tekið tennurnar úr manni. Sam og Dean komast að því að ungur drengur að nafni Jesse er ástæðan á bakvið öll þessi andlát. Allt sem hann trúir á verður að veruleika. Dean og Sam finna út að strákurinn er sonur djöfuls og gæti verið mikilvægur í stríðinu á milli djöflanna og englanna.
The Curious Case of Dean Winchester Sera Gamble Robert Singer 29.10.2009 7 - 89
Dularfull andlát þar sem fólk elst fljótt leiða Sam, Dean og Bobby að galdramanninum Patrick sem notar póker til þess að yngja eða eldra fólk eftir því sem fólk gengur að spila póker. Bobby sér tækifæri í leiknum til þess að yngjast sem endar hörmunglega fyrir hann. Dean reynir að bjarga honum sem endar með því að hann eldist sjálfur um 25 ár en Bobby verður sá sami aftur. Stendur það á Sam að reyna að bjarga Dean frá dauða.
Changing Channels Jeremy Carver Charles Beeson 05.11.2009 8 - 90
Sam og Dean rannsaka morð á manni sem var víst drepinn af hinum ógurlega Hulk. Rannsókn þeirra leiðir þá að bragðarefnum Trickster sem sendir þá í ímyndað sjónvarpsland þar sem bræðurnir verða að taka þátt eða vera fastir þarna að eilífu. Castiel reynir að vara þá við að bragðarefurinn er miklu sterkari en hann sýnist vera.
The Real Ghostbusters Nancy Weiner (saga)
Eric Kripke (sjónvarpshandrit)
Jim Conway 12.11.2009 9 - 91
Eftir að hafa fengið mikilvæg skilaboð frá Chuck, flýta bræðurnir sér þangað sem hann er staddur. Aðeins til þess að finna út að Becky hafi platað þá til að koma á Supernatural aðdáendaráðstefnu. Þegar bræðurnir ætla að yfirgefa staðinn komast þeir að því að hótelið er reimt og verða að bjarga gestunum frá þremur morðóðum drengjum.
Abandon All Hope... Ben Edlund Phil Sgriccia 19.11.2009 10 - 92
Castiel finnur djöfulinn Crowley, sem hefur Colt byssuna og bræðurnir ásamt Jo reyna að stela byssunni. Crowley afhendir þeim sjálfur byssuna því hann vill einnig Lúsifer dauðann. Sam, Dean, Bobby, Jo, Ellen og Castiel búa sig undir lokabardaga sinn. Fara þau til Missouri þar sem Lúsifer er staðsettur og er áætlunin að drepa hann og koma í veg fyrir heimsendinn.
Sam, Interrupted Andrew Dabb og Daniel Loflin James L. Conway 21.01.2010 11 - 93
Fyrrverandi veiðimaður að nafni Martin, hringir í Sam og Dean og óskar eftir hjálp. Telur hann að geðsjúkrahúsið sem hann er á sé yfirtekið af dularfullri veru. Bræðurnir skrá sig inn á sjúkrahúsið til þess að rannsaka betur málið og komast að því að þeir eru að eltast við Wraith veru sem lifir á mannheilum og felur sig í formi manneskju.
Swap Meat Julie Siege Robert Singer 28.01.2010 12 - 94
Unglingsnördið Gary rekst á Dean og Sam og býr til líkamsskipta þulu, þannig að hann og Sam skipta um líkama.
The Song Remains the Same Sera Gamble og Nancy Weiner Steve Boyum 04.02.2010 13 - 95
Anna strýkur úr fangelsi englanna og heimsækir Dean í draumi og biður hann að hitta sig. Castiel mætir á staðinn og trúir ekki að henni hafi verið sleppt og telur að hún sé að plata bræðurna, samtalið endar á því að Anna lætur sig hverfa í tækatíð. Castiel fer til bræðranna og lætur þá vita hvað gerðist og komast svo að því Anna hafi farið aftur í tímann til ársins 1978 í þeim tilgangi að drepa John og Mary Winchester. Castiel, Sam og Dean ferðast til 1978 í þeim tilgangi að bjarga John og Mary.
My Bloddy Valentine Ben Edlund Mike Rohl 11.02.2010 14 - 96
Ungt par borðar hvort annað til dauða. Sam og Dean rannsaka málið og finna englamerki á hjörtum þeirra. Hafa þeir samband við Castiel sem telur að ástarguð sé á bakvið andlátin. Þegar þeir ganga á ástarguðinn komast þeir að því að hann er ekki sökudólgurinn heldur er það einn af fjórmenningunum heimsendisins, Hungursneyð.
Dead Men Don´t Wear Plaid Jeremy Carver John Showalter 25.03.2010 15 - 97
Sam og Dean rannsaka heimabæ Bobbys, þar sem fólk rís upp frá dauðanum. Í staðinn fyrir að ráðast á fólk þá fer það og lifir hamingjusamlega með ættingjum sínum. Bræðurnir heimsækja Bobby sem segir þeim að ekkert er að, þangað til þeir finna út að eiginkona Bobbys er ein af þeim sem vaknaði upp frá dauðanum.
Dark Side of the Moon Andrew Dabb og Daniel Loflin Jeff Woolnough 01.04.2010 16 - 98
Aðrir veiðimenn ráðast á bræðurna og drepa þá með þeim afleiðingum að þeir enda í himnaríki. Castiel nær sambandi við þá og segir þeim að finna Joshua sem er í sambandi við Guð. Á sama tíma reyna þeir að komast undan Zachariah sem er að leita þeirra. Á leiðinni upplifa þeir bestu stundir lífs síns og hitta gamla vini.
99 Problems Julie Siege Charles Beeson 08.04.2010 17 - 99
Sam og Dean verða fyrir árás djöfla en eru bjargað af Rob og nágrönnum, sem vita af komandi heimsendi og hafa verið að þjálfa sig upp til þess að drepa djöfla. Bræðurnir kynnast prestinu Gideon og dóttur hans Leah. Svo virðist sem Leah fær sýnir frá englum, sem segja henni hvar djöflarnir eru staðsettir. Þegar Sam talar við Castiel um hana kemst hann að því að hún er raunverulega Hóran frá Babylon.
Point of No Return Jeremy Carver Phil Sgriccia 15.04.2010 18 - 100
Dean byrjar að sjá að besta leiðin til þess að stoppa Lúsifer er að segja við Michael en svo virðist sem englarnir þurfa hann ekki lengur. Því Zachariah hefur ákveðið að nota Adam hálfbróður Sam og Deans í staðinn. Castiel bjargar Adam og kemur með hann til Bobby, sem hefur ekkert vandamál með því að segja við Michael. Sam og Bobby ásamt Castiel reyna að koma í veg fyrir að bæði Dean og Adam komist nálægt englunum.
Hammer of the Gods David Reed (saga)
Andrew Dabb og Daniel Loflin (sjónvarpshandrit)
Rick Bota 22.04.2010 19 - 101
Sam og Dean enda á fínu hóteli lengst í burtu frá þjóðveginum. Uppgötva þeir að ekki er allt með felldu á hótelinu þegar hótelgestir byrja að hverfa einn af einum. Eru þeir teknir höndum af starfsmönnum hótelsins sem eru hópur guða, þ.á.m. Kali, Ganesh, Mercury, Zao Shen, Baron Samedi, Óðinn og Baldur. Vilja þeir nota bræðurna sem hlut í samningaviðræðum til þess að stoppa heimsendinn.
The Devil You Know Ben Edlund Robert Singer 29.04.2010 20 - 102
Dean og Sam verða á vegi Crowley í leit sinni að Farsótt, einum af fjórmenningum heimsendisins. Crowley vill hjálpa þeim við leitina og bendir þeim á Brady, aðstoðarmann fjórmenninganna. Sam og Bobby hafa rifrildi yfir hvernig Sam vill plata Lúsifer í áttina að hliðinu til helvítis. Þegar Dean og Crowley koma tilbaka með Brady kemur í ljós að hann og Sam eiga fortíð saman.
Two Minutes to Midnight Sera Gamble Phil Sgriccia 06.05.2010 21 - 103
Dean og Sam hitta loksins Castiel aftur, sem getur ekki aðstoðað þá lengur því hann er máttlaus. Finna þeir loksins Farsótt og deyja næstum því en eru bjargað af Castiel sem sker fingurinn af Farsóttinni. Þegar þeir hitta Bobby komast þeir að því að Bobby hefur selt sál sína til Crowley í staðinn fyrir staðsetningu Dauðans seinasta fjórmenningsins.
Lucifer Rising Eric Gewitz (saga)
Eric Kripke (sjónvarpshandrit)
Steve Boyum 13.05.2010 22 - 104
Chuck byrjar að segja frá sögu Impala bílsins og hvernig hann hefur haft áhrif á líf Winchester fjölskyldunnar. Dean og Sam ráðast á Lúsifer í Detroit, sem veit um tilraun þeirra varðandi hringa fjórmenninganna. Þrátt fyrir það býður Sam sig til Lúsifers og vonar að hann geti yfirstigið styrk Lúsifers svo hann getur sent hann til helvítis. Dean fær að vita frá Chuck hvar lokabardaginn á að vera á milli Lúsifers og Michaels, sem endar með því að Sam og Adam enda ofan í gatinu til helvítis. Chuck lýkur sögunni og hverfur síðan skyndilega. Dean reynir að koma ró á líf sitt með því að flytja til Lisu. Í lokin á þættinum blikkar götuljós fyrir framan húsið þar sem Sam stendur undir því og horfir inn um gluggann þar sem "fjölskyldan" situr við matarborðið.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. David Bentley (June 1, 2009). „Supernatural stars sensationally reveal: We WILL be back for Season 6“. The Coventry Telegraph. Sótt Október 28, 2010.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]