Listi yfir þætti Supernatural: Þriðja þáttaröð: 2007-2008

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þriðja þáttaröð Supernatural var frumsýnd 4. október 2007. Aðeins 16 þættir voru sýndir vegna verkfalls handritshöfunda í Bandaríkjunum.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
The Magnificent Seven Eric Kripke Kim Manners 04.10.2007 1 - 45
Bræðurnir og Bobby eltast við Dauðasyndirnar sjö í Nebraska. Sam kynnist Ruby sem segist geta hjálpað honum með vandamál Deans.
The Kids Are Alright Sera Gamble Phil Sgriccia 11.10.2007 2 - 46
Sam og Dean leita upp Changelings sem sækjast eftir mæðrum og börnum þeirra. Einn strákur sem þeir eru að reyna að vernda líkist mjög Dean, sem gerir Dean mjög óþægilegan þar sem hann átti einnar nætur gaman með Lisu, móður stráksins. Sam lærir meira um fjölskyldu sína og er boðið að bjarga Dean í gegnum tilboð frá Ruby sem sýnir honum hver hún er raunverulega.
Bad Day at Black Rock Bed Edlund Robert Singer 18.10.2007 3 - 47
Heppni Sam snýst til hins betra þegar hann snertir kanínufót en allt sem hann snertir verður að gulli. Síðan týnir Sam fótnum og allt fer á versta veg. Bobby lætur þá vita að fóturinn sé bölvun og allir sem týna fótnum deyja innan við viku. Kynnast þeir þjófnum Belu Talbot.
Sin City Robert Singer og Jeremy Carver Charles Beeson 25.10.2007 4 - 48
Sam og Dean rannsaka röð andláta í Elizabethville, Ohio, sem var einu sinnu svefnlaus bær en er núna fullur af spílafíklum og drykkjumönnum. Dean uppgvötar að tveir djöflar hafa komið sér fyrir í bænum og telur að þeir séu að nota krafta sína til þess að breyta fólkinu og eðlishvöt þeirra.
Bedtime Stories Cathryn Humphris Mike Rohl 01.11.2007 5 - 49
Ævintýra sögur komast til lífs þegar bræðurnir rannsaka dularfull morð sem eiga sér stað í smábæ. Svo virðist sem ævintýri Gríms bræðra hafi lifnað við.
Red Sky at Morning Laurence Andries Cliff Bole 08.11.2007 6 - 50
Dean og Sam rannsaka draugaskip sem á sökina á nokkrum drukknunum á landi. Rannsókn þeirra eyðilegst af afskiptasemi frá Belu. Verða þeir að vinna með henni til þess að ljúka málinu.
Fresh Blood Sera Gamble Laurence Andries 15.11.2007 7 - 51
Gordon Walker brýst út úr fangelsi. Eftir bardaga við bræðurnar er Gordon tekinn vampíru sem hyggst nota hann sem matarforða fyrir börn sín en breytir honum í vampíru í staðinn sem hefur alvarlegar afleiðingar með sér. Gordon lokkar bræðurna í gildru sem endar í bardaga á milli Gordon og Sam.
A Very Supernatural Christmas Jeremy Carver J. Miller Tobin 13.12.2007 8 - 52
Sam og Dean rannsaka dularfull mannshvörf þegar mönnum er rænt gegnum skorsteina. Komast þeir að því að gamalir heiðingja guðir eru bakvið ránin og nota sérstaka jólakransa til þess að velja fórnarlömb sín. Endurhvarf aftur í tímann sýnir hvernig jólin voru fyrir bræðurnar þegar þeir voru yngri.
Malleus Maleficarum Ben Edlund Robert Singer 31.01.2008 9 - 53
Sam og Dean komast í kynni við nornir sem hafa verið notaðar af djöfli.
Dream a Little Dream of Me Sera Gamble og Cathryn Humphris (saga)
Cathryn Humphris (sjónvarpshandrit)
Steve Boyum 07.02.2008 10 - 54
Bræðurnir reyna að komast að því hvers vegna Bobby er fastsofandi og fastur í sínum eigin heimi.
Mystery Spot Jeremy Carver og Emily McLaughlin (saga)
Jeremy Carver (sjónvarpshandrit)
Kim Manners 14.02.2008 11 - 55
Sam upplifir sama daginn aftur og aftur, upplifir hann einnig dauða Deans aftur og aftur.
Jus in Bello Sera Gamble Kim Manners 21.02.2008 12 - 56
Sam og Dean eru handteknir af alríkisfulltrúanum Henricksen og eru fastir í fangelsisklefa í litlum bæ. Ruby lætur sjá sig og reiðinlega lætur Sam og Dean vita að fangelsið er umlukið djöflum. Dean og Sam berjast við að minnsta kosti 30 djöfla áður en þeir ná að strjúka en komast svo að því að Lilith hafi snúið aftur og drepið alla sem voru á staðnum.
Ghostfacers Ben Edlund Phil Sgriccia 24.04.2008 13 - 57
Sam og Dean festast í draugahúsi ásamt Ghost Facers liðinu sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Long Distance Call Jeremy Carver Robert Singer 01.05.2008 14 - 58
Íbúar bæjar í Ohio eru að fá símtöl frá látnum ástvinum, og andar þeirra byður þá að koma til sín og hitta sig. Meðal þeirra sem fær símtal er táningurinn Lanie og símstöðvar starfsmaðurinn, Stewie. Dean fær símtal frá John sem segir honum að djöfullinn sem heldur samningi hans er í bænum og hann veit hvernig má bjarga lífi hans. Sam og Dean rífast yfir þessum upplýsingum þar sem Sam treystir þeim ekki.
Time is on My Side Sera Gamble Charles Beeson 08.05.2008 15 - 59
Sam nær að sannfæra Dean um að fara til Erie, Pennsylvania, til þess að rannsaka hugsanlegan uppvakning. Í staðinn hitta þeir lækninn Benton. Hann byrlar fólki og tekur úr þeim líffærin fyrir rannsókn sína.
No Rest for the Wicked Eric Kripke Kim Manners 15.05.2008 16 - 60
Með aðeins 30 tíma eftir reyna Dean,Sam og Bobby að gera allt sem þeir geta til þess að elta uppi Lilith og drepa hana með aðstoð Ruby. Komast þeir svo að því að það er engin leið fyrir þá að hjálpa Dean. Þátturinn endar á því að Dean er drepinn og sendur til helvítis.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]