Key West

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Key West (á spænsku: Cayo Hueso) er eyja í Flórídasundi og er hluti Flórídafylkis í Bandaríkjunum. Borgin Key West nær einnig yfir á nærliggjandi eyjar svo sem Dredgers Key, Fleming Key, Sunset Key og síðan norðurhluta Stock Island.

Eyjan Key West er um 11 ferkílómetrar að stærð. Þar endar þjóðvegur 1, sem er lengsti norður-suður vegur í öllum Bandaríkjunum. Frá Key West eru um 153 km sjóleiðina yfir til Kúbu.

Florida Keys og vesturhluti Everglades eru í Monroe-sýslu (héraði). Héraðsstjórn Monroe er með aðsetur í Key West.

Key West er syðsta borgin í þeim 48 fylkjum Bandaríkjanna sem eru samliggjandi. Fylkin tvö sem ekki eru samliggjandi öðrum fylkjum eru Alaska og Hawaii. Key West er jafnframt vestasta eyjan tengd með þjóðvegi í Florida Keys. Duval Street, er aðal gatan sem segja má að nái frá Mexíkóflóa yfir til Flórídasunds og Atlantshafsins. Key West er viðkomustaður margra farþegaferðaskipa.

  Þessi Bandaríkja-tengda grein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.