James Patrick Stuart

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
James Patrick Stuart
James Patrick Stuart
James Patrick Stuart
Upplýsingar
Fæddur16. júní 1968 (1968-06-16) (55 ára)
Ár virkur1980 -
Helstu hlutverk
Will Cortland í All My Children
Private í The Penguins of Madagascar

James Patrick Stuart (fæddur 16. júní 1968) er ensk-bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í All My Children og fyrir að tala inn á The Penguins of Madagascar.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Stuart er fæddur í Encino, Kaliforníu og er af enskum uppruna. Fjórtán ára gamall þá tók Stuart leiklistarnámskeið við Moulten Playhouse í Kaliforníu .[1] Stundaði hann nám við San Francisco State háskólann í leiklistardeildinni en hætti árið 1988 þegar leiklistin dró hann til Hollywood.[2] Einnig stundaði hann leiklist við Stella Adler´s Conservatory í New York-borg og hjá Arthur Mendoza.[3]

Stuart hefur verið giftur Jocelyn síðan árið 2000 og saman eiga þau tvö börn.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Stuart hefur komið fram í leikritum á borð við The Normal Heart, Just Thinking, Francis & the President og Wonderland.[4]

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Stuart var árið 1980 í sjónvarpsþættinum Galactica 1980 þar sem hann lék Dr. Zee. á árunum 1990-1995 lék Stuart í sápuóperunni All My Children þar sem hann fór með hlutverk Will Cortlandt. Síðan þá hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Seinfeld, Frasier, Spin City, JAG, Nip/Tuck, Ghost Whisperer, American Dad, CSI: Miami og Hot in Cleveland.

Stuart hefur leikið stór gestahlutverk í þáttum á borð við CSI: Crime Scene Investigation, The Closer, Supernatural, 90210 og Andy Richter Controls the Universe.

Stuart hefur í mörg ár talað inn á bæði sjónvarpsþætti á borð við Wolverine and the X-Men og The Penguins of Madagascar og inn á tölvuleiki á borð við Call of Duty, Kingdom Hearts og Company of Heroes.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Stuart var árið 1990 í Pretty Woman. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Disappearance of Garcia Lorca, Gods and Generals, Cruel World, The Who Came Back og Imagaine That.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1990 Pretty Woman Starfsmaður hótels sem Patrick D. Stuart
1993 Gettysburg Col. E. Porter Alexander sem Patrick Stuart
1994 Exit to Eden James
1996 The Disappearance of Garcia Lorca Sviðsmaður
1998 Fix David
2003 Gods and Generals Col. Edward Porter Alexander
2005 Saddam 17 Saddam 17
2005 Cruel World Deputy Grady
2008 Remarkable Power Fréttaþulur
2008 The Man Who Came Back Billy Duke
2008 Jack Rio Michael Applebaum
2009 Imagine That Mr. Pratt
2009 It´s Complicated Dr. Moss
2012 Something Wicked Bill
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1980 Galactica 1980 Dr. Zee 7 þættir
1990-1995 All My Children Will Cortlandt/Justin Carrier 35 þættir
1995 Pig Sty Ethan Þáttur: Erin Go Barf
1996 Sliders Derek Bond Þáttur: Obsession
1996 Seinfeld Brett Þáttur: The Checks
1997 Pacific Palisades Hobson Son Þáttur: Mothers and Other Strangers
1997 Alright Already Kevin Þáttur: Again with the Baby
1998 Born Free Matt Stewart Þáttur: Picture Perfect
1998 Babylon 5: In the Beginning Aðstoðarmaður forsetans Sjónvarpsmynd
1998 Frasier Maður Þáttur: The Ski Lodge
1998 The Simple Life Greg Champlain 7 þættir
1998-1999 Encore!Encore! Claude Bertrand 4 þættir
1999 Two Guys, a Girl and a Pizza Plaze Prestur Þáttur: Two Guys, a Girl and an Engagement: Part 1
2000 H.U.D. Alexander Steele Sjónvarpsmynd
2000 Spin City Alex Þáttur: Mike´s Best Friend´s Boyfriend
2000 Titans Dr. Bradley Riggs Þáttur: Desperately Seeking Heather
2001 JAG Presturinn Harry O´Rourke 2 þættir
2001 The Ellen Show Maður Þáttur: Vanity Hair
2002 Judging Amy Charles Manners 2 þættir
2002 Push, Nevada Velklæddur maður nr. 3 2 þættir
2003 The Lyon´s Den Andrew Dilby Þáttur: Privileged
2003 Nip/Tuck Serge Þáttur: Kurt Dempsey
2003 It´s All Relative Charlie Carson Þáttur: Swangate
2003 She Spies Matthew Starlin Þáttur: Message from Kassar
2004 In the Game T.J. Sjónvarpsmynd
2004 Las Vegas Dave Hunt Þáttur: Nevada State
2004 Happy Family Roger Þáttur: The Play
2002-2004 Andy Richter Controls the Universe 19 þættir
2004-2005 Second Time Around Derek 3 þættir
2005 Just Legal Dick Dietz Þáttur: The Runner
2005 Duck Dodgers Chancellor Flippaurelius Þáttur: Too Close for Combat/Fins of War
Talaði inn á
2005 Ghost Whisperer Lew Peterson Þáttur: Lost Boys
2003-2005 CSI: Crime Scene Investigation Adam Matthews 8 þættir
2005 Medium Stephen Garner Þáttur: Judge, Jury and Executioner
2006 Cuts Dr. Lee Þáttur: Black Don´t Crack
2004-2006 Still Standing Perry 6 þættir
2006 Happy Hour Tom Carpenter Þáttur: The Ring and I
2007 Making It Legal Bob Sjónvarpsmynd
2005-2007 American Dad Barþjónn/Mr. Perkins/Sóknarbarn 2 þættir
Talaði inn á
2008 Good Behavior Skólastjórinn Peters Sjónvarpsmynd
2008 Back to You Chad Brackett Þáttur: Hostage Watch
2008 Emily´s Reasons Why Not Yfirmaðurinn Þáttur: Why Not to Date Your Gynocologist
2006-2009 The Closer Saksóknarinn Garrnett 5 þættir
2008-2009 Wolverine and the X-Men Avalanche/Dominic Petros 4 þættir
2009 CSI: Miami Steven Corbett Þáttur: Chip/Tuck
2009 Samantha Who? Bill Jacobs Þáttur: The Debt
2008-2009 90210 Charles Clark 10 þættir
2010 It Takes a Villages Carl Sjónvarpsmynd
2010 I´m in the Band Jack Campbell Þáttur: Raiders of the Lost Dad
2011 Scoobby-Doo!Mystery Incorporated Dr. Rick Spartan Þáttur: Attack of the Headless Horror
Talaði inn á
2011 Drop Dead Diva Lögmaðurinn Thurman Þáttur: He Said, She Said
2012 A Taste of Romance Gill Callahan Sjónvarpsmynd
2011-2012 Hot in Cleveland Colin 3 þættir
2011-2012 Supernatural Dick Roman 6 þættir
2008-2012 The Penguins of Madagascar Private og aðrar persónur 80 þættir
Talaði inn á

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Daytime Emmy-verðlaunin

  • 1992: Tilnefndur sem besti ungi leikari í dramaseríu fyrir All My Children.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]