Fara í innihald

Listi yfir þætti Supernatural: Sjöunda þáttaröð: 2011-2012

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Supernatural merki sem var notað fyrir sjöundu þáttaröð.

Sjöunda þáttaröðin af Supernatural var frumsýnd 23. september 2011 og sýndir voru 23 þættir.

Aðalleikarar

[breyta | breyta frumkóða]

Sérstakir gestaleikarar

[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar

[breyta | breyta frumkóða]
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Meet the New Boss Sera Gamble Phil Sgriccia 23.09.2011 1 - 127
Castiel tekur að sér hlutverk guðs og reynir að koma á betri heimi. Á samatíma berst Sam við minningarnar sínar úr helvíti.
Hello, Cruel World Ben Edlund Guy Bee 30.09.2011 2 - 128
Castiel á erfitt með að halda utan um þennan nýfegna kraft sem hann hefur. Sam byrjar að sjá ofsjónir og á erfitt með að sjá hvað er raunverulegt og óraunverulegt. Bobby byrjar að hafa áhyggjur af því mikla álagi sem Dean er undir.
The Girl Next Door Andrew Dabb og Daniel Loflin Jensen Ackles 07.10.2011 3 - 129
Sam lætur sig hverfa til að rannsaka mál þar sem djöfull hefur verið að drepa smáglæpamenn og tekið heila þeirra fyrir mat. Frekari rannsókn leiðir Sam að Amy, gamalli vinkonu hans.
Defending Your Life Adam Glass Robert Singer 14.10.2011 4 - 130
Sam og Dean rekast á egypska guðinn Osiris, sem rænir fólki og setur það fyrir rétt vegna fyrri mistaka þeirra og drepur það ef það er fundið sekt.
Shut Up, Dr. Phil Brad Buckner og Eugenie Ross-Leming Phil Sgriccia 21.10.2011 5 - 131
Bræðurnir rannsaka morðmál í smábæ þar sem norn hefur sett bæinn á annan endann vegna hjónaskilnaðar síns við eiginmann sinn sem einnig er norn.
Slash Fiction Robbie Thompson John Showalter 28.10.2011 6 – 132
Bræðurnir lenda aftur á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýsta menn, þegar tveir Leviathans klóna þá og skilja eftir sig blóði drifna slóð um endilöng Bandaríkin .
The Mentalists Ben Acker og Ben Blacker Mike Rohl 04.11.2011 7 - 133
Bræðurnir rannsaka röð morða á miðlum í bænum Lily Dale.
Season 7, Time for a Wedding! Andrew Dabb og Daniel Loflin Tim Andrew 11.11.2011 8 – 134
Sam rekst á gamlan kunningja úr fortíðinni og Dean þarf að vinna með öðrum veiðimanni sem heitir Garth.
How to Win Friends and Influence Monsters Ben Edlund Guy Bee 18.11.2011 9 - 135
Sam, Dean og Bobby eltast við skrímsli sem hefur verið að ráðast á fólk í Wharton State-skóginum. Á sama tíma verður fólk vitlaust á því að borða á veitingahúsi í næsta nágrenni.
Death´s Door Sera Gamble Robert Singer 02.12.2011 10 - 136
Á meðan bræðurnir standa vaktina á spítalanum þarf Bobby að berjast bæði fyrir lífi sínu og sálu.
Adventures in Babysitting Adam Glass Jeannot Szwarc 06.01.2012 11 - 137
Eftir andlát Bobbys eykst árátta Deans gagnvart Dick Roman. Á sama tíma aðstoðar Sam dóttur annars veiðimanns í leit sinni að föður hennar.
Time After Time Robbie Thompson Phil Sgriccia 13.01.2012 12 - 138
Bræðurnir rannsaka röð morða sem gerast annað hvert ár og eru tengd gríska guðinum Krónos.
The Slice Girls Eugenie Ross-Leming og Brad Buckner Jerry Wanek 03.02.2012 13 - 139
Bræðurnir rannsaka mál þar sem hendur og fætur fórnarlambanna hafa verið skorin af og merkt með skrýtnu tákni. Málið verður flóknara þegar Dean kynnist konu á bar og fer með henni heim.
Plucky Pennywhistle´s Magical Menagerie Andrew Dabb og Daniel Loflin Mike Rohl 10.02.2012 14 - 140
Bræðurnir rannsaka mál í smábæ einum þar sem æskuótti barna koma til lífs.
Repo Man Ben Edlund Thomas J. Wright 17.02.2012 15 – 141
Bræðurnir ferðast til Idaho eftir að þeir komast að því að djöfull sem þeir særðu út fyrir fjórum árum er kominn aftur.
Out with the Old Robert Singer og Jenny Klein John F. Showalter 16.03.2012 16 - 142
Bræðurnir rannsaka dauða ballerínu sem dansar sjálfa sig til dauða.
The Born-Again Identity Sera Gamble Robert Singer 23.03.2012 17 - 143
Sam brotnar niður og fær taugaáfall og lætur leggja sig inn á geiðveikraspítala. Dean reynir allt sem hann getur til að hjálpa Sam og finnur huglækni með kunnuglegt andlit.
Party on, Garth Adam Glass Phil Sgriccia 30.03.2012 18 - 144
Bræðurnir aðstoða Garth í leit sinni að japönsku verunni Shojo sem aðeins er hægt að sjá þegar maður er fullur.
Of Grave Importance Eugenie Ross-Leming og Brad Buckner Tim Andrew 20.04.2012 19 - 145
Bræðurnir fá símtal frá Annie Hawkins, veiðimanni sem vantar aðstoð með mál sem tengist yfirgefnu húsi sem stýrt er af valdamiklum draugi.
The Girl with the Dungeons and Dragons Tattoo Robbie Thompson John MacCarthy 27.04.2012 20 - 146
Bræðurnir reyna að finna hakkarann Charlie áður en hún nær leysa kóðann á harðadisk Franks sem Dick Roman hefur í höndum sér.
Reading Is Fundamental Ben Edlund Ben Edlund 04.05.2012 21 - 147
Castiel vaknar úr svefndái og á samatíma verður unglingur að nafni Kevin fyrir eldingu og breytist í spámann.
There Will Be Blood Andrew Dabb og Daniel Loflin Guy Bee 11.05.2012 22 - 148
Bræðurnir þurfa að finna þrjá mikilvæga hluti til þess að geta unnið Dick Roman og Leviathans. Castiel gefur þeim fyrsta hlutinn en hina tvo verða þeir að fá frá Crowley og móður allra vampíranna sem kölluð er Alpha.
Survival of the Fittest Sera Gamble Robert Singer 18.05.2012 23 - 149
Bræðurnir ráðast á höfuðstöðvar Leviathans með aðstoð Castiels, Bobbys, Meg og Kevin. Dean og Castiel ná að drepa Dick Roman en það hefur þau áhrif að þeir hverfa og enda að lokum í hreinsunareldi (e. Purgatory). Sam og Kevin standa eftir en eru síðan sviknir af Crowley sem rænir Kevin og lætur sig síðan hverfa.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]