Listi yfir þætti Supernatural: Fyrsta þáttaröð: 2005-2006
Útlit
Fyrsta þáttaröðin af Supernatural var frumsýnd 13. september 2005 og sýndir voru 22 þættir.
Þetta er eina þáttaröðin sem var sýnd á sjónvarpsstöðinni WB en hinar þáttaraðirnar hafa verið sýndar á sjónvarpsstöðinni CW.[1]
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Jared Padalecki sem Sam Winchester
- Jensen Ackles sem Dean Winchester
Gestaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Pilot | Eric Kripke | David Nutter | 13.09.2005 | 1 - 1 |
Sam Winchester og Dean Winchester verða vitni að óútskýralegum dauða móður sinnar við ungan aldur. Liðin eru 22 ár og Sam er við nám við Stanford háskólann. Dean kemur skyndilega í heimsókn og segir að faðir þeirra sé týndur, vill hann að Sam komi með honum í leit sinni að föður þeirra. Saman fara þeir til Jericho í leit sinni að föður sínum, en finna í staðinn dularföll mannshvörf við þjóðveg sem er ásóttur af Konu í hvítu (La Llorona). Þegar Sam snýr aftur til Stanford finnur hann kærustu sína myrta á sama hátt og móðir hans var drepin, ákveður hann að slást í för með bróður sínum í leit sinni að morðingja kærustu sinnar og föður þeirra. | ||||
Wendigo | Ron Milbauer og Terri Hughes Burton (saga) Eric Kripke (sjónvarpshandrit) |
David Nutter | 20.09.2005 | 2 - 2 |
Sam og Dean ferðast til Blackwater Ridge, í Colorado. Aðstoða þeir unga konu að nafni Haley og yngri bróður hennar Ben í leit þeirra að eldri bróðir þeirra Tommy, sem hvarf í tjaldútilegu. Sam og Dean uppgötva að Tommy var rænt af Wendigo mannætu. | ||||
Dead in the Water | Sera Gamble og Raelle Tucker | Kim Manners | 27.09.2005 | 3 - 3 |
Bræðurnir rannsaka röð dularfullra drukknana í vatni í Wisconsin og telja þeir að orsökin sé hefnigjarn andi. | ||||
Phantom Traveler | Richard Hatem | Robert Singer | 04.10.2005 | 4 - 4 |
Bræðurnir eru beðnir að rannsaka dularfullt flugslys. Komast þeir að því að djöfull er valdur að flugslysinu og reynir nú að útrýma þeim sem lifðu af slysið. Bræðurnir neyðast til að mæta djöflinum augliti til auglitis um borð í flugvél. | ||||
Bloody Mary | Eric Kripke (saga) Ron Milbauer og Terri Hughes Burton (sjónvarpshandrit) |
Peter Ellis | 11.10.2005 | 5 - 5 |
Sam og Dean rannsaka dularfullt andlát manns þar sem augum hans blæddi út. Komast þeir að því að þjóðsögnin Blóð-María (Bloody Mary) sé orsök andláts mannsins. | ||||
Skin | John Shiban | Robert Duncan McNeill | 18.10.2005 | 6 - 6 |
Sam og Dean fara til St. Louis, því vinur Sams hefur verið handtekinn fyrir morðið á kærustu sinni. Uppgötva þeir að hinn raunverulegi sökudólgur sé Hamrammur (vera sem getur tekið á sig form mannveru). | ||||
Hook Man | John Shiban | David Jackson | 25.10.2005 | 7 - 7 |
Sam og Dean rannsaka dauða háskólastúdents. Lori kærasta hans segir að árásarmaðurinn hafi verið ósýnilegur. Fleiri árásir eru gerðar og tengjast stelpunni á einhvern hátt. Bræðurnir telja að Krókmaðurinn (Hookman) sé morðinginn og rannsókn leiðir í ljós hefnigjarnan anda prests sem drap 13 vændiskonur með krók árið 1862. Eftir að hafa saltað og brennt bein prestsins komast þeir að því að krókurinn hafði verið bræddur niður og hálsmen gert úr honum. | ||||
Bugs | Rachel Nave og Bill Coakley | Kim Manners | 08.11.2005 | 8 - 8 |
Sam og Dean skoða dularfullan dauða byggingaverkamanns við byggingu á nýju húsahverfi. Komast þeir að því að hverfið er byggt á heilögu landi með bölvun fasta við sig. | ||||
Home | Eric Kripke | Ken Girotti | 15.11.2005 | 9 - 9 |
Eftir 22 ár ferðast bræðurnir til Lawrence í Kansas til þess að rannsaka æskuheimili sitt eftir að Sam fær martraðir tengt húsinu. Ung móðir með tvö börn býr í húsinu og ef martraðir Sams eru réttar þá gætu þau verið í mikilli hættu. Njóta þeir aðstoðar Missouri, gamallar vinkonu föður þeirra, til að særa út ærsladrauginn sem hefur komið sér fyrir í húsinu. Bræðurnir sjá draug móður sinnar. | ||||
Asylum | Richard Hatem | Guy Bee | 22.11.2005 | 10 - 10 |
Eftir að hafa fengið ábendingu frá föður þeirra ferðast bræðurnir til Rockford í Illinois. Þar rannsaka þeir Roosevelt Asylum geiðveikrahælið sem talið er vera reimt. | ||||
Scarecrow | Patrick Sean Smith (saga) John Shiban (sjónvarpshandrit |
Kim Manners | 10.01.2006 | 11 - 11 |
Sam og Dean rannsaka árleg hvörf para á sveitabæ í Indiana. Verða þeir sundurorða og Sam lætur sig hverfa. Dean kemst að því að bærinn hefur norskan heiðingjaguð Vanir, sem verndar bæinn fyrir ákveðinn kostnað. Sam kynnist Meg Masters. | ||||
Faith | Sera Gamble og Raelle Tucker | Allan Kroeke | 17.01.2006 | 12 - 12 |
Í miðjum baradaga við veruna Rawhead, verður Dean fyrir raflosti og hjarta hans verður fyrir lífhættulegum skemmdum. Sam leitar leiða til þess að bjarga honum og finnur predikara sem læknar illlæknanlega sjúkdóma. | ||||
Route 666 | Eugenie Ross-Leming og Brad Buckner | Paul Shapiro | 31.01.2006 | 13 - 13 |
Cassie, fyrsta alvöru kærasta Deans, hefur samband við hann og biður hann aðstoð. Ferðast þeir til Cape Girardeau í Missouri til að rannsaka yfirnáttúrulegan dauða föður hennar og nokkurra annarra. Hvert morð tengist dularfullum pallbíl sem hefur engan bílstjóra og skilur eftir sig engin verksummerki. | ||||
Nightmare | Sera Gamble og Raelle Tucker | Phil Sgriccia | 07.02.2006 | 14 - 14 |
Bræðurnir rannsaka andlát manns sem Sam dreymir um. Komast þeir í kynni við Max, sem hefur notast við hugarkrafta (telekinesis) til að drepa fjölskyldumeðlimi sína. Sam kemst að því að hann og Max deila með sér sérstökum böndum. | ||||
The Benders | John Shiban | Peter Ellis | 14.02.2006 | 15 - 15 |
Sam og Dean ferðast til Hibbing í Minnesota, þar sem ungur drengur verður vitni að mannshvarfi. Á meðan rannsóknin stendur yfir er Sam rænt. Reynir Dean með aðstoð lögreglukonu að finna Sam. Komast þau að því að mannræningjarnir eru fjölskylda en ekki yfirnáttúrulegar verur sem bræðurnir eru vanari að berjast við. | ||||
Shadow | Eric Kripke | Kim Manners | 28.02.2006 | 16 - 16 |
Sam og Dean rekast á Meg í Chicago. Komast þeir að því að hún framdi morðin sem þeir eru að rannsaka og ganga síðan í gildru hennar. Leysir hún úr læðingi skugga-anda (shadow spirits) sem ráðast á strákana en þeir ná að komast undan og í leiðinni drepa þeir Meg. Sam og Dean komast svo að því að gildran var ekki lögð fyrir þá, heldur föður þeirra. | ||||
Hell House | Trey Callaway | Chris Long | 30.03.2006 | 17 - 17 |
Bræðurnir rannsaka hús sem er reimt af drauginum Mordecai. Bræðurnir rekast á yfirnáttúru-rannsóknarmennina Ed Zeddmore og Harry Spengler sem halda úti heimasíðunni Hell Hound's Lair. Rannsókn þeirra leiðir í ljós að ekkert er hæft í þjóðsögunni en samt rekast þeir á andann í húsinu sem breytist í hvert skipti. Komast þeir síðan að því að þetta var allt saman grín. Þurfa þeir því að finna leið til þess að eyða andanum með aðstoð Eds og Harrys. | ||||
Something Wicked | Daniel Knauf | Whitney Ransick | 06.04.2006 | 18 - 18 |
Sam og Dean rannsaka smábæ þar sem börn falla í dauðadá. Bræðurnir komast að því að shtriga er að stela lífskrafti þeirra. Dean minnist atviks úr barnæsku sem kostaði Sam næstum því lífið. | ||||
Provenance | David Ehrman | Phil Sgriccia | 13.04.2006 | 19 - 19 |
Sam og Dean rannsaka málverk þar sem eigendur þess eru drepnir. Reyna þeir að koma í veg fyrir að málverkið sé selt aftur og muni kosta nýjan eiganda lífið. Sam finnur ástina á ný í Söruh Blake. | ||||
Dead Man´s Blood | Cathryn Humphris og John Shiban | Tony Wharmby | 20.04.2006 | 20 - 20 |
Vampíruveiðimaður er drepinn í Colorado og John lætur sjá sig. Komst hann á snoðir um að vampírurnar höfðu stolið gamalli Colt-skambyssu sem hann hefur verið að leita að. Þegar byssan er hlaðin hefur hún sérstaka hæfileika til þess að drepa hvað sem er, bæði náttúrulegar- og yfirnáttúrulegar verur. John ætlar sér að nota hana til þess að drepa djöfulinn sem drap konu hans. | ||||
Salvation | Sera Gamble og Raelle Tucker | Robert Singer | 27.04.2006 | 21 - 21 |
Meg snýr aftur og vill fá byssuna en John neitar. Byrjar hún að drepa vini hans þangað til hann gefur eftir — þó að það þýði að skilja syni sína eftir til að sjá um að drepa Guleygða djöfulinn sem drap móður þeirra. | ||||
Devil´s Trap | Eric Kripke | Kim Manners | 04.05.2006 | 22 - 22 |
Bræðurnir ná að bjarga föður sínum áður en þeir komast að því að hann er andsetinn af Guleygða djöflinum. Slagsmál brjótast út milli þeirra og enda með því að Sam nær að fjarlægja djöfulinn úr föður sínum með þeim afleiðingum að bæði John og Dean liggja eftir alvarlega slasaðir. Á leiðinni á spítalann lenda þeir í árekstri við flutningabíl sem ekinn er af djöfli. | ||||
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Bianco, Robert (24. janúar 2006). „New CW: We'll have to watch and see“. USA Today. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2010. Sótt 26. september 2009.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Supernatural (season 1)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. október 2010.