Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Útlit
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt árlega frá 1995 af Norðurlandaráði á Norðurlandaráðsþingi. Norðurlandaráð veitir fern önnur verðlaun árlega.
Markmið verðlaunanna er að efla vitund um náttúru- og umhverfisvernd á Norðurlöndunum.
Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt norrænni stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir náttúru og umhverfi í starfi sínu eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum náttúru og umhverfi til góða.
Verðlaunafé er 350.000 danskar krónur.
Verðlaunahafar
[breyta | breyta frumkóða]- 1995: Torleif Ingelög (Svíþjóð)
- 1996: Inuit Circumpolar Conference (Grænland)
- 1997: Institut for Produktudvikling í Danmarks Tekniske Universitet (Danmörk)
- 1998: Verkefnið Jarðvegsvernd og stjórnandi þess, Ólafur Arnalds (Ísland)
- 1999: Ålands Natur & Miljö (Álandseyjar)
- 2000: Miljøorganisationen Bellona (Noregur)
- 2001: Mats Segnestam (Svíþjóð)
- 2002: Arne Næss (Noregur)
- 2003: Ungdomsorganisationen Luonto-Liitto ry (Finnland)
- 2004: Coalition Clean Baltic
- 2005: Ann-Cecilie Norderhaug (Noregi)
- 2006: Bogi Hansen (Færeyjar)
- 2007: Albertslund Kommune (Danmörk)
- 2008: Marorka (Ísland)
- 2009: Verkefni Friluftsfrämjandets, I Ur och Skur (Svíþjóð)
- 2010: Merkur Andelskasse (Danmörk), Ekobanken (Svíþjóð) og Cultura bank (Noregur)
- 2011: Scandic-hótelkeðjan
- 2012: Olli Manninen (Finnland)
- 2013: Selina Juul (Danmörk)
- 2014: Reykjavíkurborg (Ísland)
- 2015: SEV (Færeyjar)
- 2016: Too Good To Go (Danmörk)
- 2017: RePack (Finnland)
- 2018: Náttúruauðlindaráðið í Attu (Grænland)
- 2019: Greta Thunberg (Svíþjóð) (neitaði viðtöku)
- 2020: Jens-Kjeld Jensen (Færeyjar)
- 2021: Concito (Danmörk)
- 2022: Maríuhöfn (Álandseyjar)
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs
- Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
- Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
- Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
- Verðlaun Norðurlandaráðs
- Norðurlandaráð
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Um Náttúru- og umhverfisverðlaunin á vef Norðurlandaráðs Geymt 9 nóvember 2013 í Wayback Machine