Fara í innihald

Norræna orrustufylkið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Norræna orrustufylkisins

Norræna orrustufylkið er eitt af átján orrustufylkjum Evrópubandalagsins myndað af hermönnum frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Írlandi og Eistlandi. Fylkið var fyrst virkt fyrri helming ársins 2008 og verður það aftur árið 2011. Langflestir af 2200 hermönnum fylkisins koma frá Svíþjóð. Kjarninn í hersveitum fylkisins er vélvætt fótgöngulið. Stórfylkisforingi 2008 var sænski herforinginn Karl Engelbrektson.

Danmörk er ekki með þar sem landið kaus að taka ekki þátt í Sameiginlegu utanríkis- og öryggismálastefnunni en Noregur aftur á móti kaus að taka þátt í herfylkinu þrátt fyrir að vera ekki í Evrópubandalaginu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.