Info Norden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Halló Norðurlönd)
NordenFlag.jpg

Info Norden er upplýsingaveita á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Norræna félagið á Íslandi sér um rekstur Íslandsdeildar þjónustunnar. Hún veitir upplýsingar varðandi flutning, atvinnu og nám á Norðurlöndunum til einstaklinga og fyrirtækja. Þjónustan var sett á laggirnar 1998 en vefsíða Info Nordenkom til sögunnar 2002.

Upplýsingaþjónustan er á íslensku, dönsku, sænsku, norsku og finnsku. Notendur geta fundið hagnýtar upplýsingar um hvert Norðurlandanna á vefsíðu Info Norden. Einnig er hægt að senda sérstaka fyrirspurn frá síðunni á hverju undantöldu tungumálanna og jafnframt fá svar á því norræna tungumáli sem óskað er eftir.

Info Norden taka einnig við fyrirspurnum í síma.

Info Norden er liður í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar um afnám hindrana sem koma í veg fyrir hreyfanleika á milli Norðurlandanna.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]