Fara í innihald

Norðurlandaráð æskunnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fánar þátttökulandanna í Norðurlandaráði æskunnar.

Norðurlandaráð æskunnar (skandinavíska: Ungdommens Nordiske Råd eða UNR) er vettvangur ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka og annarra pólitískra æskulýðshreyfinga á Norðurlöndunum. Norðurlandaráð æskunnar tengist starfi Norðurlandaráðs að miklu leyti og þing þess fer fram á sama tíma og árlegt Norðurlandaráðsþing.

Norðurlandaráð æskunnar rekur upphaf sitt allt aftur til upphafsára Norðurlandaráðs og hélt í upphafi eina námstefnu á ári. Norðurlandaráðsþing æskunnar hafa hins vegar verið haldin á hverju ári frá 1971. UNR hefur verið sjálfstæð stofnun frá 2002.

Norðurlandaráð æskunnar endurspeglar jafnbreitt pólitískt litróf og Norðurlandaráð og þar er tekist á um hugmyndir og lausnir í norrænu samstarfi, ekki síst þær sem varða ungt fólk.

Fulltrúar af Norðurlandaráðsþingi æskunnar taka þátt í ýmsum störfum Norðurlandaráðsþings.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]