Fara í innihald

Norðurlönd í brennidepli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norræna húsið sér um starfsemi Norðurlanda í brennidepli í Reykjavík

Norðurlönd í brennidepli (Norden i Fokus) er norrænt verkefni sem hefur það hlutverk að miðla upplýsingum um samfélags- og menningarmál á Norðurlöndum. Þetta er gert með sýningum, námskeiðahaldi og öðrum leiðum.

Upplýsingaskrifstofur Norðurlanda í brennidepli eru starfræktar í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi og auk þess heldur Norræna húsið utan um starfsemi verkefnisins í Reykjavík og Nordens institut i Finland sér um starfið í Helsinki. Dagskrá á vegum skrifstofanna er samþætt upp að vissu marki.

Verkefnið er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.