Skandinavismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Áróðursspjald frá fyrra Slésvíkurstríðinu 1848-1850 sem sýnir norskan, danskan og sænskan hermann taka höndum saman.

Skandinavismi (stundum kallaður Norðurlandahyggja sem ætti ekki að rugla saman við norrænuhyggju sem var vinsæl í Þýskalandi á fyrri hluta 20. aldar) var stjórnmálahreyfing á Norðurlöndunum sem boðaði sameiningu eða stóraukið samstarf landanna byggt á sameiginlegri menningu þeirra og sögu. Hreyfingin kom upp meðal stúdenta á Skáni um 1840 og boðaði sameiningu Norðurlandanna í eitt ríki líkt og þær hreyfingar sem börðust fyrir sameiningu Þýskalands og Ítalíu. Upphaflega var hreyfingin litin hornauga af stjórnvöldum en þegar Óskar 1. varð konungur Svíþjóðar 1844 batnaði samband Svíþjóðar og Danmerkur og hreyfingin fékk aukið svigrúm í dagblöðum. Bandalag Svía og Dana gegn Prússum í fyrra Slésvíkurstríðinu gaf henni svo byr undir báða vængi. Á sama hátt varð hreyfingin fyrir miklu áfalli þegar Svíar neituðu að styðja Dani í seinna Slésvíkurstríðinu 1864.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.