Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem Norðurlandaráð veitir árlega. Verðlaunin eru veitt einu bókmenntaverki skrifuðu á máli eins Norðurlandanna. Verðlaunin eru þau nýjustu meðal verðlauna Norðurlandaráðs en þau voru veitt í fyrsta sinn á Norðurlandaráðsþingi í Osló 2013.

Verðlaunafé er 350.000 danskar krónur. Valið fer þannig fram að Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð tilnefnir hvert tvö verk. Færeyjar, Grænland, Álandseyjar og Samíska málsvæðið hafa einnig rétt á því að tilnefna eitt verk hvert.

Skrifstofa Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er í Norræna húsinu í Reykjavík.

Vinningshafar[breyta | breyta frumkóða]

  Vinningshafar
Ár Danmörk Finnland Færeyjar Grænland Ísland Noregur Samaland Svíþjóð Áland
2023 Frank mig her eftir Line-Maria Lång, Karen Vad Bruun og Cato Thau-Jensen Kaikki löytämäni viimeiset eftir Maija Hurme Strikurnar eftir Dánial Hoydal og Annika Øyrabø Pipa Sulullu qaangiipput eftir Naja Rosing-Asvid Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur Ikke! eftir Gro Dahle og Svein Nyhus Arvedávgeriikii eftir Mary Ailonieida Sombán Mari & Sissel Horndal Farbröder eftir Teresa Glad Giraffens hjärta är ovanligt stort eftir Sofia Chanfreau og Amanda Chanfreau
Tænk ikke på mig eftir Vilma Sandnes Johansson Vi ska ju bara cykla förbi eftir Ellen Strömberg Eldgos eftir Rán Flygenring Berre mor og Ellinor eftir Ingrid Z. Aanestad og Sunniva Sunde Krogseth Glömdagen eftir Sara Lundberg

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]