Norræna myntbandalagið
Norræna myntbandalagið var myntbandalag milli Danmerkur og Svíþjóðar sem komið var á 5. maí 1873 þegar bæði löndin settu sama gullfót á sína mynt. Noregur, sem þá var fullvalda ríki í konungssambandi við Svíþjóð, ákvað að taka þátt tveimur árum síðar. Svíar breyttu við þetta tækifæri heiti gjaldmiðils síns úr ríkisdölum í sænskar krónur, Danir úr ríkisbankadölum í danskar krónur og Noregur úr spesíum í norskar krónur sem allar voru með gullfót. Seðlabankar ríkjanna skiptu þessum krónum á milli sín á jöfnu verði og eftir 1901 voru allar myntirnar því teknar góðar og gildar á sama nafnvirði í öllum ríkjunum.
Með sjálfstæði Noregs 1905 voru settar takmarkanir á gjaldeyrisviðskipti.
Íslensk króna var fyrst gefin út af Landsbankanum árið 1876 og var þá bundin dönsku krónunni en var ekki innleysanleg í gulli eins og hún.
Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út ákvað Svíþjóð að leggja gullfótinn niður og það markaði fall myntbandalagsins í reynd. Ólík efnahagsþróun ríkjanna eftir styrjöldina og stóraukin seðlaútgáfa leiddi í til aðskilnaðar gjaldmiðlanna og endaloka myntbandalagsins 1924 þótt það hafi fyrst verið formlega lagt niður 1972.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Saga norræns samstarfs á Norden.org Geymt 4 mars 2010 í Wayback Machine (á íslensku)