Fara í innihald

Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri var opnuð 1996. Hún er hluti nets norrænna upplýsingaskrifstofa sem starfa á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar víða á Norðurlöndunum, í Eystrasaltslöndunum og í Norðvestur-Rússlandi. Upplýsingaskrifstofurnar á Norðurlöndunum eru gjarnan á stöðum sem ekki liggja nálægt höfuðborgarsvæði hvers lands. Á öðrum Norðurlöndum má nefna upplýsingamiðstöð í Gautaborg, Norður-Noregi, á Suður-Jótlandi og í Vasa í Finnlandi.

Hlutverk upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri er fyrst og fremst að miðla upplýsingum um norrænt samstarf og stuðla að samvinnu þeirra sem vinna að norrænum málum. Sérstök áhersla er á ungt fólk og möguleika þess í norrænni samvinnu. Einnig veitir miðstöðin aðstoð og upplýsingar við umsóknir norrænna styrkja. Upplýsingamiðstöðin stendur auk þess fyrir norrænum menningarviðburðum í samstarfi við ýmsa aðila.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.