Norðurlandaráðsþing
Útlit
Norðurlandaráðsþing er þing sem Norðurlandaráð heldur á hverju hausti. Þingmenn frá Norðurlöndunum koma þar saman og ræða hluti er varða norrænt samstarf á einn eða annan hátt. Fulltrúar ríkisstjórna Norðurlandanna eru einnig viðstaddir ásamt ráðherrum frá Eystrasaltslöndunum. Fulltrúar frá Norðvestur-Rússlandi hafa einnig sótt samkomuna.
Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð skiptast á að halda Norðurlandaráðsþing. Þingstaðurinn er þjóðþing viðkomandi lands, nema á Íslandi þar sem þingsalur Alþingis er ekki nógu stór til að hýsa samkomuna.
Á þinginu eru forseti og varaforseti Norðurlandaráðs kosnir til eins árs í senn.
Verðlaun Norðurlandaráðs eru afhent á meðan þingið stendur yfir.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Um Norðurlandaráðsþing á norden.org[óvirkur tengill] (á íslensku)