Norræna menningargáttin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norræna menningargáttin (Kulturkontakt Nord) er menningarstofnun, hverrar starfsvettvangur eru Norðurlöndin í heild.

Stofnunin vinnum að eflingu norrænnar samvinnu í menningarmálum, innan Norðurlanda sem og á alþjóðavettvangi. Henni er ætlað að skapa grundvöll til menningarmóta af bæði efnislegum og stafrænum toga.

Stofnunin hefur umsýslu með þremur norrænum styrkjaáætlunum: Menningar- og listaáætlun, Ferða- og dvalarstyrkjaáætlun fyrir menningarstarfsemi á Norður- og Eystrasaltslöndum og Barna- og ungmennaáætlun NORDBUK.

Á vegum stofnunarinnar er rekin menningarmiðstöð og bókasafn í miðborg Helsinki í Finnlandi til uppfræðslu um Norðurlöndin og norræna menningu. Norræna menningargáttin er undirstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]