Fara í innihald

New York-borg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá New York borg)
New York
Svipmyndir af borginni
Svipmyndir af borginni
Fáni New York
Opinbert innsigli New York
Kort af New York-borg
Kort af New York-borg
New York er staðsett í Bandaríkjunum
New York
New York
Staðsetning í Bandaríkjunum
Hnit: 40°42′46″N 74°00′22″V / 40.71278°N 74.00611°V / 40.71278; -74.00611[1]
Land Bandaríkin
Fylki New York
Stofnun1624; fyrir 400 árum (1624)
UndirskiptingarBronx, Brooklyn, Manhattan, Queens og Staten Island
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriEric Adams (D)
Flatarmál
 • Heild1.223,59 km2
 • Land778,18 km2
 • Vatn445,41 km2
Mannfjöldi
 (2020)[3]
 • Heild8.804.190
 • Þéttleiki11.313,81/km2
 • Þéttbýli19.426.449
 • Þéttleiki þéttbýlis2.309,2/km2
 • Stórborgarsvæði20.140.470
TímabeltiUTC–05:00 (EST)
 • SumartímiUTC–04:00 (EDT)
Póstnúmer
100xx–104xx, 11004–05, 111xx–114xx, 116xx
Svæðisnúmer212/646/332, 718/347/929, 917
Vefsíðanyc.gov Breyta á Wikidata
Miðborg Manhattan, séð til norðurs frá Empire State-byggingunni. Gatan, sem horft er niður í er Fifth Avenue.

New York-borg (enska: New York City, gjarnan skammstafað NYC; einstaka sinnum kölluð „Nýja-Jórvík“ á íslensku) er fjölmennasta borg New York-fylkis, og jafnframt Bandaríkjanna, með ríflega 8,8 milljónir íbúa (2020) af ýmsum þjóðernum á tæplega 780 km2 svæði. New York-borg er líka þéttbýlasta borg Bandaríkjanna. Hún er staðsett á suðurodda New York-fylkis. Á stórborgarsvæðinu, sem er stærsta stórborgarsvæði heims,[6] búa rúmar 20 milljónir manna, og borgin er því ein fjölmennasta risaborg heims. Borgin hefur hlotið viðurnefnið „stóra eplið“ (enska: The Big Apple). New York-borg er miðstöð viðskipta, stjórnmála, fjölmiðlunar, tónlistar, tísku og menningar á heimsvísu, og hún er mest ljósmyndaða borg heims.[7] Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eru í New York-borg og þar er mikilvæg miðstöð alþjóðasamskipta.[8][9] Borgin hefur stundum verið kölluð „höfuðborg heimsins“.[10][11]

Borgin byggðist upp í kringum eina stærstu náttúruhöfn heims. Hún skiptist í fimm borgarhluta sem hver nær yfir eina sýslu fylkisins. Borgarhlutarnir eru Brooklyn (Kings County), Bronx (Bronx County), Manhattan (New York County), Queens (Queens County) og Staten Island (Richmond County). Borgarhlutarnir voru stofnaðir formlega þegar borgin var sameinuð í eitt sveitarfélag árið 1898.[12] Borgin er miðstöð fyrir löglega fólksflutninga til Bandaríkjanna. Allt að 800 tungumál eru töluð í New York-borg[13] sem gerir hana að einni fjölmenningarlegustu borg heims. Þar búa 3,2 milljónir manna sem fæddar eru utan Bandaríkjanna, sem var stærsta útlendingasamfélag í nokkurri borg heims árið 2016.[14][15] Talið er að verg landsframleiðsla í New York-borg hafi verið 2 billjónir dala árið 2019. Ef borgin væri ríki væri það með 8. stærsta hagkerfi heims. Þar búa flestir milljarðamæringar.[16]

Uppruna New York-borgar má rekja til verslunarstaðar sem hollenskir sjómenn stofnuðu á suðurodda eyjunnar Manhattan í kringum árið 1624. Árið 1626 nefndu þeir staðinn Nýju-Amsterdam (Nieuw-Amsterdam). Nýja-Amsterdam fékk borgarréttindi árið 1653. Árið 1664 náðu Englendingar þar völdum og nefndu bæinn Nýju-Jórvík, þegar Karl 2. Englandskonungur gaf bróður sínum, Jakobi Jórvíkurhertoga, hann.[17][18] Hollendingar náðu bænum aftur á sitt vald 1673 og nefndu hann þá Nýju-Óraníu, sem stóð í eitt ár og þrjá mánuði. Borgin hefur heitið New York-borg samfellt frá 1674. Borgin var höfuðborg Bandaríkjanna frá 1785 til 1790[19] og hefur verið stærsta borg landsins frá 1790. Frá því seint á 19. öld og fram á 20. öld tók Frelsisstyttan, sem gnæfir yfir New York-höfn, á móti milljónum innflytjenda til Bandaríkjanna og Kanada, sem tákn um Bandaríkin og hugsjónina um frið og frelsi.[20] Á 21. öld hefur New York-borg verið í forystu á heimsvísu varðandi listsköpun, nýsköpun,[21] sjálfbærni,[22][23] og sem tákn fyrir frelsi og menningarlega fjölbreytni.[24] Árið 2019 var New York kosin besta borg heims í könnun sem gerð var meðal 30.000 þátttakenda í 48 borgum um allan heim, þar sem helsta ástæðan var menningarleg fjölbreytni.[25]

Áður en Evrópubúar settust að á svæðinu bjuggu Lenape-indíánar þar. Fyrsti Evrópumaðurinn sem kom til New York var Ítalinn Giovanni da Verrazzano en hann kom þangað árið 1525. Hins vegar yfirgaf hann staðinn. Það var ekki fyrr en árið 1609Hollendingar sendu Englendinginn Henry Hudson, sem Hudsonfljótið er nefnt eftir, og byggð Evrópumanna var stofnuð þar árið 1613. Á meðan Hollendingar réðu yfir borginni kallaðist hún Nýja-Amsterdam en 1664 náðu Bretar borginni á sitt vald og endurnefndu hana New York (sem stundum hefur verið þýtt Nýja-Jórvík á íslensku) til heiðurs Hertoganum af Jórvík. Jórvík eða York á Englandi er aftur leitt af keltneska staðarheitinu Caer Ebroc. 1673 náðu Hollendingar aftur stjórn yfir borginni og kölluðu hana Nieuw-Oranje („Nýju-Óraníu“) en gáfu hana endanlega frá sér árið 1674.

New York óx sem verslunarstaður undir stjórn Breta snemma á 18. öld og einnig sem miðstöð þrælasölu en árið 1730 höfðu 42% heimila þræl.

Í Frelsisstríði Bandaríkjanna var mesti bardaginn árið 1776, orrustan um Long Island, í nútíma Brooklyn þar sem Bandaríkjamenn töpuðu fyrir Bretum. Árið 1790 varð borgin stærri en Philadelphia. Á 19. öld var stórfelldur innflutningur á fólki frá Evrópu til New York. Hungursneyðar á Írlandi höfðu til að mynda áhrif og árið 1860 voru 200.000 Írar í borginni. Þjóðverjar voru líka fjölmennir og komu úr héruðum þar sem átök höfðu verið.

New York sameinaðist Brooklyn árið 1898 en áður hafði það verið sérstök borg. Árið 1904 opnaði neðanjarðarlestarkerfið (subway). Ameríkanar af afrískum uppruna fluttu í auknum mæli til borgarinnar í byrjun 20. aldar frá Suðurríkjunum. Efnahagurinn gekk vel og hafið var að byggja skýjakljúfa. Á 8. og 9. áratugnum fjölgaði glæpum en fór fækkandi eftir miðjan 10. áratuginn.

Árásin á Tvíburaturnana 2001 leiddi til dauða tæpra 2200 manna og hernaðarafskipta Bandaríkjanna í málefnum Miðausturlanda og Asíu.

Árin 2020-2021 lék COVID-19-veirusjúkdómurinn borgina grátt og hafa um 60.000 látist af völdum hans.

Lýðfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2010 var samsetning borgarbúa: 44% hvítir, 25.5% svartir og 12.7% asíubúar. Spænskumælandi íbúar af öllum kynstofnum voru tæp 30%.

Frægar byggingar og staðir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Frelsisstyttan er líklega frægasta kennileiti New York-borgar. Frelsisstyttan er 93 metra há koparstytta staðsett á Liberty Island (Frelsiseyju)
  • Times Square er torg á miðri Manhattan. Torgið er staðsett þar sem Broadway og 7. breiðgata mætast. Á Times Square fagna fjöldamargir nýja árinu, koma saman og sjá áramótakúluna falla á kl. 00:00 1. janúar.
  • Miðgarður (Central Park) er stór almenningsgarður í hjarta Manhattan.
  • Empire State-byggingin er næsthæsta mannvirki New York-borgar. Byggingin er 381 metra hár með 103 hæðum. Hún var hæsta bygging heims frá 1931 til 1970, þegar Tvíburaturnarnir opnuðu.
  • Tvíburaturnarnir voru gríðarstórir turnar sem féllu til grunna 11. september árið 2001. One World Trade Center var byggður í stað þeirra. Hann er hæsti turn Bandaríkjanna og sjötti stærsti turn heims.
  • Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna var hafið að byggja árið 1948 og lokið árið 1952.
  • Madison Square Garden er gamalgróið íþróttamannvirki sem tekið hefur breytingum nokkrum sinnum og er einnig er notað undir tónleika og sýningar
  • Brooklynbrúin er ein elsta vegabrú í Bandaríkjunum. Bygging hófst árið 1869 og var lokið 1883.

Neðanjarðarlestarkerfi New York-borgar hefur verið starfandi frá 1904. Auk þess eru strætóar og ferjur. MTA Regional Bus Operations höndla almenningsvagna og 325 leiðir og NYC Ferry starfrækja 5 ferjuleiðir.

[26].

  1. Nútímalistasafnið
  2. Metropolitan-listasafnið
  3. The Met Breuer
  4. Guggenheim-safnið
  5. Náttúrufræðisafn Bandaríkjanna (American Museum of Natural History)
  6. Whitney Museum of American Art
  7. Museum of the Moving Image
  8. 9/11 minnismerkið & safn
  9. Intrepid Sea, Air & Space Museum
  10. Tenement-safnið

Almenningsgarðar

[breyta | breyta frumkóða]

Alls hefur NYC nær 14% af grænum rýmum[27].

Dýragarðar

[breyta | breyta frumkóða]

[28].

  1. Dýragarðurinn í Central Park
  2. Dýragarðurinn í Bronx
  3. New York sædýrasafnið
  4. Dýragarðurinn í Queens
  5. Dýragarðurinn í Staten Island
  6. Dýragarðurinn í Prospect Park
  7. Long Island sædýrasafnið
  8. Rosamond Gifford dýragarðurinn

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „US Gazetteer files: 2010, 2000, and 1990“. United States Census Bureau. 12. febrúar 2011. Sótt 23. apríl 2011.
  2. „ArcGIS REST Services Directory“. United States Census Bureau. Sótt 20. september 2022.
  3. QuickFacts for New York city, New York; New York; United States, United States Census Bureau. Sótt 12. janúar 2024.
  4. „List of 2020 Census Urban Areas“. census.gov. United States Census Bureau. Sótt 8. janúar 2023.
  5. „2020 Population and Housing State Data“. United States Census Bureau. 12. ágúst 2021. Sótt 24. nóvember 2021.
  6. „World Urban Areas“ (PDF). Demographia. apríl 2018. Sótt 27. apríl 2018.
  7. „10 Most Photographed Places in the World Will Surprise You“. Travelzoo, Canadian Edition. 24. maí 2018. Sótt 25. mars 2021.
  8. „NYC Mayor's Office for International Affairs“. The City of New York. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2015. Sótt 24. júní 2015.
  9. „DDC New York“. Digital Diplomacy Coalition, New York. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júlí 2018. Sótt 11. ágúst 2018. „Established in 2014, DDC New York has partnered with the United Nations, major tech and social media companies, multiple governments, and NGOs to bring unique programs to the area community.“
  10. Sherman, Eugene J. „New York - Capital of the Modern World“. Baruch College - Weissman Center for International Business. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. apríl 2021. Sótt 26. október 2021.
  11. Roberts, Sam (14. september 2017). „When the World Called for a Capital (Published 2017)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 16. mars 2021.
  12. „A 5-Borough Centennial Preface for Katharine Bement Davis Mini-History“. The New York City Department of Correction. 1997. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. október 2011. Sótt 26. október 2011.
  13. Lubin, Gus (15. febrúar 2017). „Queens has more languages than anywhere in the world—here's where they're found“. Business Insider. Sótt 29. desember 2019.
  14. „More Foreign-Born Immigrants Live in NYC Than There Are People in Chicago“. HuffPost. 19. desember 2013. Sótt 16. apríl 2017.
  15. „Population of the United Kingdom by Country of Birth and Nationality“. Office for National Statistics. Sótt 26. október 2021.
  16. Hoffower, Hillary; Borden, Taylor. „The top 10 cities in the world for billionaires, ranked“. Business Insider. Sótt 10. júlí 2020.
  17. „History of New York City, New York“. U-S-History.com. Sótt 9. september 2012.
  18. „Dutch Colonies“. National Park Service. Sótt 10. júlí 2016.
  19. Fortenbaugh, Robert (1948). „The Nine Capitals of the United States“. United States Senate. Sótt 7. september 2008.
  20. „Statue of Liberty“. World Heritage. UNESCO World Heritage Centre 1992–2011. Sótt 23. október 2011.
  21. „Venture Investment—Regional Aggregate Data“. National Venture Capital Association and PricewaterhouseCoopers. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. apríl 2016. Sótt 22. apríl 2016.
  22. „The Latest: US Says World Closer to Key Goal on Climate Deal“. The New York Times. Associated Press. 22. apríl 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. apríl 2016. Sótt 22. apríl 2016.
  23. Foderaro, Lisa W. (21. september 2014). „Taking a Call for Climate Change to the Streets“. The New York Times. Sótt 22. apríl 2016.
  24. Phillips, Kristine (8. júlí 2017). „New York mayor on Germany trip: The world should know that Americans don't align with Trump“. The Washington Post. Sótt 9. júlí 2017.
  25. Gleason, Will (11. mars 2019). „Citing its diversity and culture, NYC was voted best city in the world in new global survey“. Time Out. Sótt 19. maí 2019. „After compiling the thoughts of over 30,000 people, both from our NYC readership and half-a-world away, New York was voted the greatest city on the planet for 2019. In a hint as to why this happened, and why now, it also lead [sic] the categories of most diverse metropolis and best culture.“
  26. „18 Best Museums In New York To Visit“. ArrestedWorld (bandarísk enska). 13. ágúst 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. desember 2020. Sótt 24. ágúst 2020.
  27. „31 Best Parks to Visit in New York“. ArrestedWorld (bandarísk enska). 20. júlí 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. janúar 2021. Sótt 24. ágúst 2020.
  28. „8 Best Aquariums and Zoos in New York“. ArrestedWorld (bandarísk enska). 16. júlí 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. janúar 2021. Sótt 24. ágúst 2020.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.