Queens

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kort sem sýnir Queens (með gulu) innan New York borgar (sem sýnd er með gráu).

Queens er hluti af New York borg í Bandaríkjunum.

Queens er stærsti hluti borgarinnar (þó ekki sá fjölmennasti). Hann er staðsettur á vesturhluta Long Island. Einnig tilheyra Queens nokkrar litlar eyjar, flestar í suðri á Jamaíkaflóa. Íbúar Queens eru rúmlega 2,4 milljónir (2017) og býr þar fólk af mörgum þjóðernum.

Tveir af fjölförnustu flugvöllum heims, John. F. Kennedy International Airport og La Guardia Airport, eru í Queens, annar syðst og hinn nyrst. Efnahagur borgarhlutans byggist að mestu á ferðamennsku, iðnaði og viðskiptum.


New York-borg
Brooklyn | Bronx | Manhattan | Queens | Staten Island
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.