Times Square

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Times Square árið 2009

Times Square eru vegamót í Manhattan í miðri New York þar sem göturnar Broadway og 7. breiðstræti renna saman. Vegamótin hétu upprunalega Longacre Square en þeim var gefið nýtt nafn árið 1904 þegar dagblaðið New York Times opnaði höfuðstöðvarnar sínar þar í Times Building, sem nú heitir One Times Square.

Á byggingunum á Times Square eru margir auglýsingaskjáir og neonljósaskilti, og á gamlárskvöldi er hátíð haldin þar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.