Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hnit: 40°44′58″N 73°58′5″V / 40.74944°N 73.96806°A / 40.74944; 73.96806

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna; frá vinstri: Aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, ráðstefnuhöll og Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eru í New York-borg í byggingum sem arktitektateymi undir stjórn Wallace Harrison hannaði og voru reistar af arkitektastofunni Harrison & Abramovitz. Byggingarnar hafa verið opinberar höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðarnar frá því þær voru fullkláraðar árið 1951. Þær eru í hverfinu Turtle Bay á Manhattan, á um 7 hektara landi við East River. Höfuðstöðvarnar eru stundum nefndar „Turtle Bay“ eftir hverfinu.

Höfuðstöðvarnar hýsa aðalstofnanir Sameinuðu þjóðanna, eins og Allsherjarþingið og Öryggisráðið, en ekki Alþjóðadómstólinn sem er í Haag. Auk höfuðstöðvanna í New York eru Sameinuðu þjóðirnar með þrjár svæðishöfuðstöðvar í Genf í Sviss (frá 1946), Vínarborg í Austurríki (frá 1980) og Naíróbí í Kenía (frá 1996). Þessar aukahöfuðstöðvar njóta úrlendisréttar, eins og höfuðstöðvarnar í New York, en hýsa ekki tilteknar stofnanir.

Höfuðstöðvarnar eru á bandarísku landi en standa utan við bandaríska lögsögu. Samkvæmt samkomulagi milli stofnunarinnar og Bandaríkjastjórnar hafa byggingarnar úrlendisstöðu og eru með sína eigin lögreglu, slökkvilið og aðra öryggisþjónustu; en samþykkja í staðinn að virða flest lög fylkisins og alríkisins.

Engin af 15 aðildarstofnunum Sameinuðu þjóðanna (eins og UNESCO) er með höfuðstöðvar í New York, en sumar undirstofnanir, eins og til dæmis UNICEF, eru þar með aðsetur.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.