One World Trade Center

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af One World Trade Center

One World Trade Center er hæsti turn Vesturhvels og 6. hæsti turn heims, jafnframt er hann hæsti turn Bandaríkjanna og New York-borgar. Turninn er staðsettur á neðri hluta Manhattan á Ground Zero, þar sem hinir eyðilögðu Tvíburaturnar voru. Bygging turnsins hófst árið 2006 og lauk árið 2012. Hann er 564,2 metrar og 104 hæðir og leysti Willis Tower af hólmi í Chicago sem hæsti turn Bandaríkjanna og Empire State Tower sem hæsta turn New York-borgar. Á toppnum er útsýnisstaðurinn One World Observatory.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.