My Sister's Keeper (kvikmynd)
Útlit
My Sister's Keeper er bandarísk kvikmynd frá árinu 2009 sem leikstýrð er af Nick Cassavetes og fara Cameron Diaz, Abigail Breslin, Sovia Vassileva, og Alec Baldwin með aðalhlutverk í myndinni sem byggð er á samnefndri bók eftir Jodi Picoult. Myndin, sem frumsýnd var þann 8. júlí 2009 á Íslandi, segir sögu ungrar stúlku sem fer í mál við foreldra sína svo hún geti sjálf tekið ákvörðun um hvort hún eigi að gefa nýra til að bjarga lífi eldri systur sinnar.