Abigail Breslin
Útlit
Abigail Kathleen Breslin (fædd 14. apríl 1996) er bandarísk leikkona og unglingastjarna. Hún er ein yngsta leikkona sem að hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Breslin hóf feril sinn sem leikkona þegar hún var þriggja ára gömul í sjónvarpsauglýsingum. Hún var aðeins fimm ára gömul þegar hún fékk stórt hlutverk í kvikmyndinni Signs. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndunum Little Miss Sunshine, Nim's Island, Definitely, Maybe, My Sister's Keeper, og Zombieland.