The Box

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

The Box er bandarísk hryllingsmynd frá árinu 2009 sem Richard Kelly leikstýrði og skrifaði. Cameron Diaz og James Marsden fara með aðalhlutverk í myndinni sem fjallar um hjón sem fá kassa frá dularfullum manni sem býður þeim eina milljón bandaríkjadala ef þau ýta á takka sem er innan í honum.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Norma og Arthur Lewis eru hjón sem búa í úthverfi ásamt ungu barni sínu og fá gefins einfaldan trékassa frá dularfullum manni sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Maðurinn segir þeim að kassinn muni færa eiganda sínum eina milljón bandaríkjadala ef ýtt er á einn hnapp. En þegar ýtt er á hnappinn muni samstundis ein manneskja einhvers staðar í heiminum deyja; einhver sem þau þekki ekki. Þau fá að hafa kassann í aðeins 24 klukkutíma og á þeim tíma þurfa þau Norma og Arthur að gera upp við sig hvað þau vilja gera.[1]

Leikendur[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.