Græna vespan (kvikmynd)
Græna Vespan | |
---|---|
The Green Hornet | |
Leikstjóri | Michel Gondry |
Handritshöfundur | Seth Rogen Evan Goldberg |
Framleiðandi | Neal H. Moritz |
Leikarar | Seth Rogen Christopher Waltz |
Frumsýning | 14. janúar 2011 21. janúar 2011 |
Lengd | 119 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Bönnuð innan 12 |
Ráðstöfunarfé | $120.000.000[1] |
Græna Vespan eða The Green Hornet eins og hún heitir á móðurmálinu er bandarísk ofurhetjumynd frá árinu 2011 sem Michel Gondry leikstýrði. Seth Rogen, Jay Chou, Christopher Waltz og Cameron Diaz fara með aðalhlutverk í myndinni sem er byggð á samnefndum útvarpsþáttum, sjónvarpsþáttum og myndasögum.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Britt Reid er sonur hins vellauðuga fjölmiðlaútgefanda James Reid en hefur lítinn áhuga á að feta í fótspor föður síns en eyðir þess í stað öllum stundum í partístand og villt líferni. Þegar faðir hans er myrtur einn daginn ákveður Britt þó að snúa lífi sínu við og gera eitthvað af viti við það. Hann kynnist fyrrum aðstoðarmanni hans, Kato, og saman ákveða þeir að gerast réttlætisriddarar og berjast gegn illmennum borgarinnar, á milli þess sem Britt lærir að stjórna fjölmiðlaveldi sínu. Ritari hans þar, hin fagra Lenore Case, hjálpar honum að komast að því að dularfullur maður að nafni Chudnofsky er höfuðpaur stærstu glæpasamtaka borgarinnar og ákveður Britt að hafa hendur í hári hans og nota til þess gervi sitt sem Græna vespan (The Green Hornet).
Leikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Seth Rogen sem Britt Reid / Græna Vespan
- Jay Chou sem Kato
- Cameron Diaz sem Lenore „Casey“ Case
- Tom Wilkinson sem James Reid
- Christopher Waltz sem Benjamin Chudnofsky
- David Harbour sem D.A. Frank Scanlon
- Edward James Olmos sem Mike Axford
- Jamie Harris sem Popeye
- Chad Coleman sem Chili
- Edward Furlong sem Tupper
- Analeigh Tipton sem Ana Lee
- Jill Remez sem Daily Sentinel fréttamaður
- Reuben Langdon sem dópisti
- Jerry Trimble sem maður Chudnofskys
- James Franco í cameo hlutverki sem Danny „Crystal“ Clear, keppinautur Chudnofskys